Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 136

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 136
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013136 sandleiKUr og sögUgerÐ í sjötta hlutanum er skýrt frá fjórum tilvikum (e. cases) eða þátttakendum úr rann- sóknarverkefninu. Bókinni lýkur á stuttum lokaorðum. Eins og sjá má koma höfundar víða við í umfjöllun sinni um sandleik. Hins vegar er umfjöllunin sjaldan á dýptina. Áhugavert er að lesa um sandleikinn sjálfan, uppruna aðferðarinnar og hvernig meðferðaraðilinn reynir að skilja hvernig hugur og hugsun barnsins starfar og breytist í ferlinu. Í bókinni eru skilgreiningar á jungískum hug- tökum, sem var virkilega gagnlegt fyrir undirritaða enda tekið að fjara undan þekk- ingu hennar á kenningum Carls Jung. Hlutar þrjú og fjögur greina frá þeim kenningalega grunni sem rannsóknarverk- efnið byggist á. Hér er um að ræða auðlesinn texta sem flestir ættu að ráða við og ekki nauðsynlegt að lesandinn hafi ítarlega þekkingu á efninu. Fjallað er um starfsemi heil- ans, sjálfið, taugar og taugafrumur og það hvernig sandleikur, snerting og skyn hafa áhrif hvert á annað. Þar sem um er að ræða flókið viðfangsefni og margar spurningar sem vakna hjá lesandanum hefði hins vegar verið gagnlegt ef höfundar hefðu bent á frekari upplýsingar og lesefni tengt sandleik og taugafræði. Það er ljóst að a.m.k. annar höfundur býr yfir mikilli þekkingu á skapandi sögugerð. Líklega er það Kristín Unnsteinsdóttir, en hún skrifaði doktorsritgerð sem fjallar um það hvernig sígild ævintýri og ævintýri sem börn semja sjálf hafa áhrif á samverkan meðvitundar og dulvitundar. Það er hins vegar sérstakt að fjórði hluti bókarinnar er skrifaður í fyrstu persónu og ekki tekið fram af hverju og hvor höfundurinn það er sem ritar. Þetta rýrir þó á engan hátt umfjöllunina sem er bæði áhugaverð og skemmti- leg. Höfundur lýsir því til dæmis hvernig hugur barnanna starfar í skapandi sögugerð og sandleik, fjallar um sköpunargáfu og ímyndunarafl og þátt leiks í þroska og námi. rannsóKn á sanDlEiK Í rEyKVÍsKUM grUnnsKóla Stærstum hluta bókarinnar er varið í umfjöllun um rannsókn Kristínar á áhrifum sandleiks og sögugerðar á sjálfsmynd og þroska nemenda á sviði náms, tilfinninga og félagsfærni. Rannsóknin var framkvæmd í námsveri í reykvískum grunnskóla á árunum 2005–2009. Í rannsókninni er leitast við að skoða hvort markviss þátttaka í sandleik og sögugerð hafi áhrif á námsfærni, sjálfsmynd og líðan nemenda með náms- erfiðleika, lélega sjálfsmynd og/eða tilfinningaleg vandamál. Nítján börn, sjö stúlkur og tólf drengir, tóku þátt í rannsókninni og voru á þeim tíma í 2.–7. bekk. Fram kemur að börnin voru ekki valin af handahófi og hafi átt það sameiginlegt að vera með ein- hvers konar námserfiðleika eða tilfinningaleg vandamál. Ekki kemur fram hvernig vali á þátttakendum var háttað og engar upplýsingar eru um það hver hafi farið fram á að þau fengju aðstoð eða meðferð á vegum námsvers skólans. Í yfirlitstöflu sem lýsir þátttakendum rannsóknarinnar er þeim mörgum ýmist lýst út frá persónueigin- leikum, svo sem skapandi, hlédrægum, góðhjörtuðum og jákvæðum eða greiningum og er þá lesblinda, ADHD, þunglyndi, þroskahömlun og það að vera á lyfjum dregið fram sem einkenni barnsins. Það er mat undirritaðrar að þetta sé óheppileg framsetn- ing sem hlutgerir þátttakendur með því að gera ekki greinarmun á einstaklingnum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.