Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201316 nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar opnum svæðum. Fulltrúi sveitarfélagsins sagði: „Ég talaði fyrir opnum rýmum. Það átti að vera mikill sveigjanleiki og samvinna kennara.“ Þegar þetta var kynnt fyrir kennurum í sveitarfélaginu mættu þær hugmyndir andstöðu því kennararnir vildu ekki opin rými og því þurfti að fara aðra leið. Þannig var hannaður klasaskóli með felliveggjum milli nokkurra skólastofa. Þessi sveigjanleiki sem felliveggir buðu upp á var minna notaður en væntingar stóðu til og fulltrúi sveitarfélagsins velti fyrir sér hvort ein skýringin væri þessi innbyggða íhaldssemi kennara. Þeir voru ekki ráðnir til þess að vinna í samvinnu eða einstaklingsmiðun eða neinu slíku. Þeir eru bara ráðnir í sín kennarastörf og það var mjög hátt hlutfall ófaglærðra kennara, það var um 30% í bænum á þessum tíma og ég held að … þeir komi dálítið með sínar hugmyndir um kennslu út frá því hvernig kennara þeir hafa haft áður. Fulltrúi sveitarfélags Asparskóla taldi að ef opnun hefði verið keyrð í gegn hefði það verið „einu skrefi of langt, a bridge too far“, eins og hann tók til orða. Klasafyrir- komulagið var nógu stórt skref á þessum tíma að hans mati. Hann sagði meðal annars: Þú þarft að kenna fólki að vinna saman. Íslenskir kennarar á þessum árum, þeir kunnu það ekki. En við ætluðumst til þess að þeir stykkju þarna fullskapaðir og færu bara að vinna saman. … Það er miklu meira mál heldur en að maður heldur kannski, að fá fólk til að breyta vinnubrögðum og vinna saman ef það er ekki vant því. Enda hefur það svo sem sýnt sig víða að þetta tekur svaka tíma. Skólastjórnandi Greniskóla sagði að á byggingartímanum hefði kennsla 1.–4. bekkjar farið fram í samkennslu í nálægu bráðabirgðahúsnæði og það hefði gengið vel. En þegar flutt hefði verið yfir í nýjan skóla hefði þetta ekki gengið upp: „Það voru of mörg börn, á of litlu svæði og of mikill hávaði, … sko, þetta var galopið.“ Vonbrigðin í starfshópnum voru mikil því væntingar til nýja húsnæðisins voru miklar. Hann tók þó fram að byggingin hefði kallað fram breytingar og grósku í kennsluháttum, þó að sumt starfsfólk skólans hefði verið ósátt við hönnunina. Fulltrúi sveitarfélags Birkiskóla áleit að á margan hátt hefði tekist vel til með bygginguna en sagði: „Það á ekki að hafa felliveggi af því að það er svo auðvelt að loka þeim.“ Hins vegar taldi hann skipta máli að hafa þá frekar en fasta veggi því að kennurum hugnaðist almennt að eiga kost á sveigjanleika: „Að hafa þennan sveigjanleika, þennan möguleika, það skipti máli.“ Kennsla á unglingastigi virðist hafa farið fram við hefðbundnari aðstæður í þessum fjórum skólum en á öðrum aldursstigum og kostir sveigjanlegs rýmis þannig hvað minnst nýttir með elstu grunnskólanemendunum. Felliveggir Asparskóla voru að mestu leyti lokaðir á unglingastiginu að sögn skólastjórnandans eins og staðfest var í vettvangsathugunum. Sömu sögu er að segja í Birkiskóla. Í Greniskóla fór kennsla unglinga fram í endurgerðu hefðbundnu skólahúsnæði eins og áður segir. Í Furuskóla var búið að setja upp milliveggi á opnu svæði unglingadeildarinnar og tungumála- kennsla fór fram í færanlegum kennslustofum á lóð skólans. Skólastjórnandi Furu- skóla sagði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.