Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 58

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201358 reiKningsbæKUr tveggJa alda Stutt undirvísun – Ólafur og Magnús Stephensen Ólafur Stefánsson Stephensen (1731–1812), síðar stiftamtmaður, lauk prófi í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1754. Hann var fyrsti leiðtogi upplýsingarinnar á Íslandi og ritaði margt í tímarit upplýsingarmanna um gagn lands og þjóðar. Kennslu- bók hans, Stutt undirvísun í reikningslistinni og algebra, 248 bls. auk 16 bls. formála og fleira efnis, kom út árið 1785. Höfundur ávarpaði lesarann og firrti sig grun um yfir- læti gagnvart landsmönnum: [E]i er ritlíngr þessi samantekinn í þeirri meiníngu, at ei seu þeir margir her á landi, er vel kunni at reikna, og geti án hanns kennt þat öðrum út af ser, einkum af embættis- mönnum andligrar og veraldligrar stéttar, helldr er hann ætlaðr þeim úngu og upp- vaxandi til nota ... (Ólafur Stefánsson, 1785, Til lesarans) Efnisskipan er hefðbundin: reikniaðgerðirnar fjórar í heilum tölum, einum sér og „margskyns“ eða nefndum tölum, almennum brotum og tugabrotum. Nánar var farið í runur en í Greinilegri vegleiðslu, þríliðu voru gerð skil, dregnar voru rætur og algebra og jöfnur voru kynntar til sögunnar. Merkilegust eru þó tugabrotin. Innleiðing tugabrota í Evrópu er eignuð Simon Stevin (1548/49–1620) en þau voru ekki orðin útbreidd í evrópskum reikningsbókum á átjándu öld. Þau eru hvorki í bók von Claus- bergs (1732) né í Einleitung zur Rechenkunst eftir Leonhard Euler (1738). Magnús Stephensen (1762–1833), sonur Ólafs, tók inntökupróf í Kaupmannahafnar- háskóla um jól 1781. Skipi hans seinkaði og haustprófum var lokið er hann náði landi. Hann hafði því ekki getað fylgst með stærðfræðikennslunni um haustið og skildi ekki kennarann þegar hann komst í tíma enda fannst honum orðatiltæki kennarans óvenjulega myrk og óskiljanleg. Hann keypti sér því uppskriftir af fyrirlestrum Geuss, prófessors við Háskólann, en þá er meðal annars að finna í handritinu Lbs. 408, 8vo, og stóð sig prýðilega á stærðfræðiprófinu um vorið (Magnús Stephensen, 1888). Ólafur Stefánsson sagðist í formála hafa ritað kver sitt árið 1758 eftir dvöl sína í Kaupmannahöfn. Hann var þá 27 ára. Uppkastið hefði gengið manna á milli í upp- skriftum og því hefði hann talið rétt að láta prenta það. Hann hefði nýlega aukið það um nokkra kafla. Magnús flutti handrit að kveri föður síns til Kaupmannahafnar til prentunar haustið 1784, þá tæpra 22 ára. Faðir hans „hafði nefnilega falið Magnúsi á hendur, 1784, að yfirskoða, og, hvar þessi hjeldi við þurfa, laga hennar form“ (Magnús Stephensen, 1888, bls. 262). Handritið Lbs. 409, 8vo, sem er líklega upphaflegt handrit Ólafs, ber sama heiti og bókin, Stutt undirvísun, en er mun styttra. Samanburður við handritið af fyrirlestrum Geuss leiðir í ljós að prentaða bókin er líkari því en hand- ritinu frá hendi Ólafs. Magnús Stephensen (1888) sagðist í sjálfsævisögu sinni hafa breytt handritinu nokkuð og bætt við köflum um tugabrot, hlutföll og runur, algebru og jöfnur; alls sex köflum af tuttugu og sex, eða 78 bls. af 248 bls. texta. Tugabrotin voru kynnt í fyrirlestrum Geuss. Nýmælin í Stuttri undirvísun, tugabrot, algebra og jöfnur, eru því frá Magnúsi komin og fyrirlestrum Geuss. Stutt undirvísun varð strax löggilt kennslubók fyrir stólsskólana tvo (Reskript til Stiftsbefalingsmand Levetzow, 1855). Löggildingin útilokaði bók Olaviusar frá skóla- notum. Heimild bendir þó til þess að Stutt undirvísun hafi ekki notið mikillar athygli í skólunum. Í skólaminningum frá 1795–99 segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.