Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 70

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 70
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201370 reiKningsbæKUr tveggJa alda reikning og fylgdi honum eftir með æfingum allt fram í sjötta hefti en hugarreikningur var snar þáttur í stefnu Pestalozzis. Elías Bjarnason (1927, bls. 3) taldi ekki hagfellt að benda börnum á mjög margar og mismunandi aðferðir til að leysa sama verkefnið. Þær skoðanir voru uppi í Danmörku um það leyti sem bók Elíasar kom fyrst út að nauðsynlegt væri að tryggja leikni í reikningi. Allir höfundarnir kynntu reiknirit Evklíðs til að finna stærstu styttingartölu brots en enginn þeirra reyndi að skýra hana; þeir kenndu einungis aðferðina. Allir höfund- arnir kynntu aðferð án skýringar til að finna minnsta samnefnara en Sigurbjörn Á. Gíslason sker sig þar úr. Hann kynnti einnig aðra aðferð, byggða á frumþáttun, sem felur í sér skýringu. Sigurbjörn beitti einnig frumþáttun til að rökstyðja með dæmum hvaða almenn brot geta orðið endanleg tugabrot og hver ekki. Jón Guðmundsson (1841, bls. 2) sagði að töflur þyrfti að kunna viðstöðulaust en Sigurbjörn Á. Gíslason (1911a, bls. 3) varaði við þululærdómi. Bók Sigurbjörns sker sig einnig úr að því leyti að hún er stíluð til kennarans. lOKaOrÐ Sé litið yfir reikningsbækur tveggja alda virðast þær furðu líkar að uppbyggingu og efni. Reikniaðgerðirnar fjórar eru teknar fyrir hver á eftir annarri í heilum tölum, nefndum tölum og brotum samkvæmt evrópskri hefð reikningsbóka nema í fyrsta hefti bókar Sigurbjörns Á. Gíslasonar fyrir ung börn. Viðfangsefnin eru að miklu leyti kaup og sala, gjaldmiðill, mál og vog, enda voru gjaldmiðils- og mælieiningar hvers konar afar flóknar fyrir tíma krónunnar og metrakerfisins. Markhópurinn, ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum og fá arð af vinnu sinni, breyttist ekki fyrr en á 20. öld enda komu fræðslulög um almenningsskóla fyrst fram árið 1907 (Lög um fræðslu barna nr. 59/1907). Ólafur Olavius, Stephensen- feðgarnir Ólafur og Magnús, Jón Guðmundsson og Eiríkur Briem miðuðu umræðu sína við bændaþjóðfélagið og sér í lagi Jón virðist hafa haft ímugust á þéttbýli og því sem þaðan kom. Sigurbjörn Á. Gíslason, Elías Bjarnason og jafnvel Eiríkur Briem virtust á leið inn í þéttbýli en innkaup voru jafnvel til heils árs, miðuð við búskap ólíkan því sem tíðkaðist í bæjum á áttunda áratug 20. aldar er bók Elíasar var enn á markaðnum. Þar sem greina má gildismat höfunda héldu þeir fram gömlum gildum bændasamfélagsins: hagsýni og forsjálni, varhug við eyðslu umfram efni. Sóun í innfluttar munaðarvörur bar að varast, búa skyldi að sínu og nýta það sem best. Meginmarkmið allra höfundanna sýnist hafa verið að bæta menntun Íslendinga, jafnvel lyfta vanþróuðu samfélagi upp úr eymdinni; veita ungu fólki forsendur til að takast á við nám og störf í samfélaginu og stuðla að félagslegri, tæknilegri og efnahagslegri þróun þess, sagt með orðum Niss (1996). Ólafur Olavius fékk þó bágt fyrir að orða skipanina á ólandinu. Höfundar bókanna hafa vart getað vænst mikils arðs af verkum sínum þótt seinni höfundarnir þrír hafi haft af þeim nokkrar tekjur. Þrjár bókanna urðu löggiltar kennslubækur, þeirra Ólafs Stefánssonar, Sigurbjörns Á. Gíslasonar um skeið og Elíasar Bjarnasonar um langa hríð. Þær hlutu því meiri út- breiðslu en ella og urðu viðmið um undirstöðunám í reikningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.