Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Qupperneq 34
*Græjur og tækniPhone Blocks er heiti á verkefni sem miðar að því að nýta gamla síma og gera úr þeim nýja »36 Átta klæðanlegir tæknihlutir Lúxusvandamál leyst Í desember kemur tækið Run-N-Read, eða hlaupið og lesið. Það virkar þannig að tækinu er einfaldlega smellt í svitabandið eða á bolinn og tækið nemur hreyfingu og hristing líkamans og höfuðsins. Sendir svo þær upplýsingar í símann eða hvaða tæki sem er og það verður hægðarleikur að lesa! Þetta er þægilegt fyrir fólk sem vill ekki leggja rafbókina frá sér á meðan það er á hlaupabrettinu. Tækið kemur til með að kosta 55 dollara vestan hafs eða rúmlega sjö þúsund krónur. Enn á tilraunastigi og engin vefsíða til.Hver sláttur öðruvísi Nymi-armbandið breytir hjartslætti þín- um í auðkennislykil fyrir síma, bíl, iPad, tölvuna eða hvað sem er. Armbandið nemur hjartalínurit viðkomandi með því að þumlinum er þrýst á það og tækið veit þá að þú ert í raun þú. Hljómar hálfgalið en sérfræðingar vilja meina að þetta geti verið framtíðin. Kemur til með að kosta 79-99 dollara sem eru í kringum tíu þúsund krónur. http://www.getnymi.com/ Litasamsetningararmband Embrace+ Mobile Phone Connector er armband fyrir fólk sem getur ekki lagt símann sinn frá sér – ekki í eina sekúndu. Hræðslan við að missa af er svo mikil. Nú getur fólk pantað sér armband sem lýsir þegar eitthvað gerist. Ef einhver hefur samband á fésbókinni, einhver sendir sms eða tölvupóstur berst, já eða hringir. Hægt er að stilla litina og þannig getur rauður þýtt símtal, grænn tölvupóstur, blátt fésbókin o.s.frv. Það er jafnvel hægt að láta armbandið víbra. Kostar 69 dollara eða átta þúsund krónur. Enn á tilraunastigi og engin vefsíða til. Fáðu þér sokka Hver hefur ekki farið út að hlaupa í venjulegum íþróttasokkum? Nú er kom- inn sokkur fyrir 21. öldina sem heitir Heapsylon Sensoria Smart Sock Fitness Tracker eða bara tölvusokkurinn. Sokk- urinn er fullur af tækjum og tólum sem nema hvernig þú hleypur, hvar álagið kemur á fæturna og hvað þarf að laga fyrir næsta hlaupatúr svo hann verði enn betri. Svo er að sjálfsögðu hægt að deila þessum upplýsingum um fésbókina. Kost- ar 149 dollara, rúmlega 20 þúsund krón- ur. www.store.sensoriafitness.com/products/ Skrásetningarmyndavél Memoto Lifelogging-myndavélin myndar líf þitt, tvisvar á dag – svo framarlega sem þú ert með tækið á einhverjum tilteknum tímapunkti sem notandinn ákveður sjálfur. Myndavélin er pínulítil eins og sést á myndinni þar sem þrjár myndavélar eru jafn stórar og venjulegur skrif- stofupenni. Myndavélin er fimm megapixla.Virkar með öllum tölvum og myndirnar raðast í tíma svo hægt sé að skoða líf sitt í tímaröð. Kemur til með að kosta 279 dollara eða 33 þúsund krónur. www.memoto.com/ Rétt bak, betra bak LUMOback Posture Sensor eða stellingar- ráðgjafinn stefnir á að láta þig vita þegar setið er vitlaust við tölvuna í vinnunni, sé það á annað borð vinnan þín. Þetta er tiltölulega einfalt, belti er smellt um mjóbakið og appið lætur þig vita þegar þú ert farinn að vinna álútur og kengboginn með skilaboðum í sím- ann. LUMOback er ekki bara gert til að rétta af bakið heldur fylgist það með daglegum at- höfnum, hversu mörgum kalóríum þú brennir, hve lengi þú situr og svo framvegis. Kostar 149 dollara eða rúmlega 20 þúsund. http://www.lumoback.com/ Augnaloksopnari Lark Silent Alarm Wrist Band, eða armbands- vekjarinn, er vekjaraklukka sem hringir ekki heldur vekur notandann með víbríngi. Arm- bandið tengist snjallsímum með bluetooth og er sérlega hentugt ef betri helmingurinn sefur létt. Armbandið lærir svo smátt og smátt inn á svefnvenjur þínar og þannig ættirðu að fá betri og jafnari svefn. Kostar 159 dollara eða 20 þúsund krónur. www.lark.com/ Fésbókarklukka Samsung Galaxy Gear Smartwatch, eða snjall- úrið, kemur nú í október í búðir vestan hafs. Úrsins er beðið með mikilli eft- irvæntingu því það segir manni ekki aðeins hvað klukkan er heldur er einnig að finna myndavél, veraldarvefinn, fésbókina og Twitter. Þá getur það tekið myndbönd upp í HD-gæðum. Mun kosta 299 dollara eða 37 þús- und krónur í Bandaríkj- unum. www.samsung.com TÆKI ERU ALLTAF AÐ VERÐA MINNI OG MINNI OG MARGIR FRAM- LEIÐENDUR SJÁ TÆKIFÆRI AÐ KOMA TÆKJUNUM SÍNUM Á KLÆÐIN OKKAR. GOOGLE-GLERAUGUN ERU NÁTTÚRLEGA ORÐIN AÐ VERULEIKA OG FJÖLMÖRG TÆKNIUNDUR SEM HÆGT ER AÐ BERA ERU Á LEIÐINNI EÐA ERU NÚ ÞEGAR KOMIN Í BÚÐARHILLURNAR VESTAN HAFS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.