Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 52

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 52
John Corbett menningarinnar. Undirgefnin gefur einnig til kynna ójöfn tengsl milli þess sem veitir og þess sem þiggur, en sýnilegar þýðingar — þýðingar sem með skapandi hætti bæði eyða upphaflega textanum og byggja hann upp — viðurkenna þannig beinlínis tilveru slíkra samskipta, gera um leið ráð fyrir að tengslin sem til verða komi báðum til góða. Þýðingar yfir á skosku eru háðar sögunni. Á merkum tímapunktum í skoskri bókmenntasögu hafa rithöfundar snúið sér að þýðingum til að víkka út og upphefja þjóðarmálið og auka sjálfstraust þess. Ef hægt er að þýða Eneasarkviðu, Óði Hórasar, Ódysseifskviðu, verk eftir Racine, Rostand, Aleksander Blok, Mayakovský og fjölda annarra yfir á skosku þá hlýtur að vera hægt að taka skosku alvarlega sem bókmenntalegan miðil. í heildina tekið fær maður ekki fólk til að þýða Robert Henryson, Robert Burns, Walter Scott, Robert Louis Stevenson, Hugh MacDiarmid eða Edwin Morgan t.d. yfir á frönsku eða grísku til að sýna að það þurfi að taka þessi tungumál alvarlega. En þýðing yfir á skosku er yfirleitt gerð af samþykkjandi fullorðnu fólki sem viðurkennir þar með skuld sína við aðrar menningar — og þýðingar, sem eyða á skapandi hátt og endurbyggja bókmenntalega, fá það besta úr tveimur heimum: Þær sýna upprunatextanum virðingu og víkka út heimamenninguna án þess að niðurlægja hana. Eins og Cronin segir þá er þýðing án breytinga ekki annað en tilvitnun. Phaedra Morgans tekur þátt í skapandi eyðingu leikritsins eftir Racine. Urvalsstéttir þess mæla kannski fram ljóð á tungumáli lágstétta samtímans sem kann að gefa til kynna heilbrigða lýðhylli skoskra bókmennta; sam- félagið sem sýnt er ólgar engu að síður af ofbeldi, bælingu og miklum kvíða, einkum um „óeðlilegar“ eða „skrímslislegar“ kynferðislegar ástríður. Ef þessi þýðing á 17. aldar klassísku verki yfir á ljóð á nútímaskosku ber vitni um menningarlegt sjálfstraust vekur mynd þess af samfélaginu óþægilegar spurningar um samfélag þar sem fyrsta stóra pólitíska álitamálið í nýju þingi Skota var rætin umræða um að endurvekja lög sem bönnuðu að hvetja til samkynhneigðar í skólum. Þýðingar sem bandalag Þýðingar hafa einnig annað notagildi. Margar þýðingar á skosku leita, eins og við höfum séð, í smiðju klassískra höfunda til að upphefja stöðu bók- menntalegrar miðlunar. Einnig er löng hefð fyrir því á skosku að leita bandalags í gegnum ljóðlist og binda sig ekki við virðulega heimsborgara- menningu í Grikklandi, á Italíu og í Frakklandi heldur við aðrar jaðar- menningar. Á nítjándu og tuttugustu öld var talsvert um þýðingar á skandinavískum ballöðum yfir á skosku, einkum eftir Alexander Gray þótt hefðin liggi allt aftur til Roberts Jamieson og Roberts Buchanan á önd- 50 þfón á Jföœyr/isá - Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.