Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 83

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 83
ÞýSing raunir með dadasima, heldur rithöfundur sem einnig getur talist til gildis þýðenda. Fyrsta reynslan af möguleikum þýðinga kom á áðurnefndri skólatíð. Verkefnið: Kafli úr A Midsummer’s Night Dream. Einkunnin var svo greini- lega miklu betri en aðrar einkunnir mínar í ensku að vafi lék á heiðarleika skólapiltsins, en enginn gat sannað neitt, hann var enginn svindlari. Skóla- stofuferðalagið, siglingin yfir með Shakespeare: Minning sem aftur og aftur má kalla fram. Textinn var svo vel undirbúinn í tímum að þessi sigling frá bökkum frumtextans að bökkum þýðingarinnar hlaut að takast, þrátt fyrir minni háttar kunnáttu í ensku. Svipað átti eftir að endurtaka sig við háskólanámið er fengist var við fmnskar bókmenntir: Leikverk og og ljóð eftir Aleksis Kivi. Munurinn var aðeins sá að í þetta sinn voru til aðrar þýðingar fyrir. Þarf því ekki að grennslast fyrir um hvað það var sem skap- aði möguleika fyrir þessa fyrstu reynslu og endurtekningu hennar? Svarið finnst með vísun til dadaísku þankanna hér að framan; reynslunnar af leiknum með tungumálið út frá fötlun, erfiðleikum í beitingu erlendrar tungu eða móðurmáls, af hvaða ástæðum sem þeir svo stafa. Ég get ein- ungis talað fyrir mig, enga tryggingu gefið fyrir að þetta geti verið almennt þannig. Kompás þýðandans hlýtur ævinlega að vísa á það sem málið snýst um. Hafi maður áhuga á að fara yfir það í smáatriðum þyrfti maður að setja niður skriflega hvert einasta skref þýðingarferlisins til þess að fullvissa sig um að til sé grundvöllur bollalegginga um þýðingafræðileg atriði. Það þarf ekki að segja einu sinni enn að þýðingar séu erfitt verk, hins vegar verður oft að endurtaka að tungumálakunnáttan ein nægir ekki til að sigla milli skers og báru þannig að menn lifi siglinguna af. Kostir lesblindunnar liggja í baráttunni við hana, við þá innsýn að bókmenntaþýðingar eru engin einföld upptaka tungumálsins þegar tekið er skrefið inn í það sem öðruvísi er. Upptaka er þó betra hugtak en hugmyndin um „að hafa vald á ein- hverju“ hvort sem um er að ræða erlent mál eða móðurmálið. Það ætti að koma í ljós í andstæðunni, ferðinni yfir landamærin: gagnvirku og enda- lausu námsferli sem beinist fyrst og fremst að markmálinu sem oftast er móðurmálið. Svo haldið sé í myndmálið hér sýnist mér líkingin við sóttkví einboðin til að lýsa því ástandi þar sem reynt er að komast að því hvort innflutningurinn sé í lagi. Hið fjölbreytta safn texta sem fer inn í sóttkvína til flokkunar og lýsingar á þýðingaferlum gæti orðið til fyrirmyndar ef stjórnunin á sóttkvínni er góð og þýðendurnir aðkomnu væru tilbúnir í samstarf. Þetta er ferli sem ég hef ekki gengið í gegnum sjálfur og myndi heldur ekki ráða neinum nýliða að reyna það. Finnist mönnum af því sem ýjað hefur verið að hér að framan, að ég hafi orðið þýðandi eins og jómfrúin barnsmóðir, þá verður að viður- á J33ee£r/i>á- — Menninga(r)miðlun f ljóði og verki 8i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.