Félagsbréf - 01.03.1960, Side 9

Félagsbréf - 01.03.1960, Side 9
FÉLAGSBRÉF 7 Þjóðir Afríku, sem enn hafa ekki hlotiS sjálfstœSi, fá þáð, um þaS þurf- um viS aldrei aS vera í vafa. Þær eiga sjálfstœði sitt til lýðrœðisríkja a'3 sœkja, en lýSrœöisríki láta ávallt fyrr eSa síSar undan sanngjörnum kröf- um. Mistök hafa eigi aS síður átt sér staS í þessum málum, og þaS á báSa bóga, mest þó hjá nýlendustjórnum Breta, sem virSast fádœma þröngsýnar og afturhaldssamar. Hlutverk vor íslendinga vœri gott ef oss auSnaSist aS fœkka slíkum mistökurn, en þaS fáum vér þó því aSeins gert, aS vér notum lagni, kynnum okkur málin vel og finnum liina réttu leiS. Vert er aS hafu í huga, aS í þessum málum, hvort heldur þau koma fram í nýlendukúgun eSa grófum aSgerSum gegn sókn þjóSar fram til sjálfstœSis, eru ekki einungis glœpur gagnvart þeirri þjóS, sem í hlut á, heldur gegn öllu mann- kyni. Því jyrr sem þessar þjóSir verSa sjálfstœSar og bjargálna í samfé- lagi lýSrœSisþjóSa, þeim mun betra. Allar tafir í þessum málum eru vatn á myllu einrœSisins, kommúnismans, en í þeim herbúSum er sannarlega setiS um hvert tœkifæri til aS gleypa ný og févana ríki og ekki spöruS sauSargœran, þaS höfum vér heryrt og séS. Ef svo illa fœri, aS kommúnistum tækist aS ná áhrifavaldi í Afríku, œttu lýSrœSisríkin sök á því. LeiStogar AfríkuþjóSa hafa yfirleitt engan hug á kommúnisma, þó aS nýlendustjórnir Breta saki þá stundum um hiS gagn- stœSa. Og þá yrSi líka verr af staS jariS hjá AfríkuþjóSum en heima setiS, ef kommúnisminn gleypti þœr, því aS þá yrSi nýlendukúgunin verri en hún hefur nokkru sinni veriS áSur, og er skemmst aS minnast Tíbets í því sambandi. Gildir einu þótt Krústjoff og aSrir kommúnistar tali fagurt nú og bjóSi fé á báSar hendur. Undir því býr ávallt hiS sama: aS ná því aftur meS vöxtum og vaxtavöxtum og skuldaranum sjálfum aS auki.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.