Félagsbréf - 01.03.1960, Side 13

Félagsbréf - 01.03.1960, Side 13
Amman í dalnum, auðnarperlan, enn fylgir skuggi þinn mér. I brestandi augum blæðandi hunds sá ég beint inn í hjarta þér. MYND FRÁ NAZARET Hann ríður asna í áttina að bænum undurhægt fet fyrir fet. Höfuðskýlan hans blaktir í blænum og bærinn er Nazaret. Konan hans gengur kippkorn á eftir með körfu á höfði sér. Hún er kúfuð. af laukum og kannski jafn þung og konan, sem hana ber. Hún leiðir barn og ber annað á armi, er eign þessa ríðandi manns, mjúk eins og viðja með auðmýkt í augum síns austræna móðurlands. Ég sá þetta með einni sænskri frú - henni sýndist meðferðin grimm og ástin harðskeytt - en kona kostar hér kýrverð þrjú eða fimm. Hún hafði gefið sinn heimanmund til hamingju manni og sér. En samt er hann þakklátur þegar hún ferðast og því er hún hérna með mér.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.