Félagsbréf - 01.03.1960, Page 16

Félagsbréf - 01.03.1960, Page 16
14 FÉLAGSB RÉF uin sífellt að biðja hann um a,ð leika á, — en hann var tregur til. Endrum og eins tók hann okkur þó inri til sín og spilaði. ísleifur hafði alltaf vísur á hraðbergi í búðinni, kallaði þær búðarvísur. Heilsaði hann mönnum oftast í hendingum. Annars er Isleifur heimsborgari í eðli sínu. Hann gengur við staf, tein- réttur og kvikur í göngulagi; er mjög kirkjurækinn og á sitt fasta sæti á kirkjubekk. — Var ekki Isleifur stundum of- urlítiS glettinn viö menn? Jú, einkum fyrr á árum. - Manstu ekki einhver dœmi að segja frá því? Jú, ég heyrði t.d. um það talað, að rétt um það leyti sem rafljós konui á Krókinn hafi komið sveitamaður í búðina til ísleifs. ísleifur fer að tala um, hvílík þægindi og metfé iþessi rafmagnsljós séu og segist skulu sýna honum það. Gengur hann síðan upp að vegg, þangað sem slökkvarinn er, snýr sér þar við, iþannig að bakið nemur við slökkvar- ann, og biður manninn að taka vel eftir. Segir síðan allhátt: „Verði ljós.“ Varð þá samstundis allt upp- ljómað í búðinni. Hafði hann komið við slökkvarann með bakinn. „Þarna sérðu,“ segir lsleifur,“ „þú þarft ekki annað en fá þér svona peru, fara með hana heim til þín, skrúfa hana í stoð eða vegg og segja: Verði ljós.“ Segir sagan, að maðurinn hafi farið að ráðum Isleifs. Ég var svo heppinn að kynnast Gísla Óafssyni mjög vel, þegar ég var í sumarvinnu fyrir norðan á skólaárum. Ég hef varla kynnzt manni með eins lifandi frásagnar- gáfu, auk þess sem hann er mikill leikari í sér. Gat hann hermt eftir mörgum ágætlega. Hann kann reið- innar ósköp af vísum eftir liagyrð- inga víðsvegar að á landinu og hefur einkum dálæti á hnyttnum ferskeytl- um. Gísli er því mjög skemmtilegur maður, einkum sitji 'hann yfir skál. Óhætt er að segja, að þeir Gísli og Isleifur setji mikinn svip á Krókinn og verður hálf tómlegt að koma norður þegar þessar höfuðkempur eru fallnar frá. — En svo að við hverfum að sjálf- um þér: Hejurðu ef til vill ort frá blautu barnsbeini? Nei, ég fór ekki að yrkja fyrr en um fermingu og tók ekki að lesa skáldskap fyrr en um það leyti. Ég held ég hafi byrjað á því að yrkja vísur um fólk á götunni og guð- rækileg sálmavers. Hef eyðilagt allan þann skáldskap fyrir löngu. — Gekkstu í Menntaskólann í Reykjavík? Ég lók gagnfræðapróf í Reykja- vík vorið 1948. Fór svo í Mennta- skólann þá um haustið og braut- skráðist þaðan vorið 1952.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.