Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 25

Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 25
FÉLAGSBRÉF 23 lýsa henni sem manneskju, sem nýr hendur sínar, já einmitt þeirri, sem nýr fallegu, hvítu hendurnar sínar, sem aldrei hafa unnið handtak, þjáðri og einmana móður, sem sjálf hefir lifað í eftirlæti og sífellt dekr- ar við harn, sem ekki hafði verið barn, þegar hann var það og varð ekki fullorðinn. ... 1 augum stofu- stúlkunnar Lilly er hann „afvega- leiddur draumaprins æsku hennar(i, gjörspillt englabarn, sem gerir hana ráðalausa með öllum sínum orðum og uppátækjum, en sem hún getur ekki látið sigla sinn sjó. Og Lillelord er yndislegur drengur, undrabarn, lítill Mozart með ljósa lokka. Samt sem áður átti hann eftir að verða „óhamingjusamur eftirlætisdrengur,“ eins og fjárhaldsmaður hans, Martin Möller frændi, kynnist honum seinna. En heima á Drammensvegi er um að gera að leika hlutverk sitt rétt, „leika látast-leikinn“, og enginn get- ur það betur en Lillelord og móðir hans. Hann er raunverulega „litli húsbóndinn á heimilinu“, eins og Kristín frænka segir. Kristín frænka hafði verið gift móðurbróður hans, en hjó nú til „heimatilbúið konfekt'1 í pínulitla eldhúsinu sínu og hafði eigin útsölu í Konungsgötu. - - Hættulega frænkan í bókinni! 1 þessu umhverfi, sem hefur svo mikið fram að bjóða af úrkynjaðri glæsimennsku, uppgerð og yfirdrep- skap, þar sem Lillelord sýnir „upp- gerðar fullorðinsleik“, ganga út og inn, franskmótaði, listelski og töfra- mannslegi frændinn René, með odd- hvass yfirvararskegg, (hann nefnir Lillelord: mon petit gargon); Char- lotta frænka, sem sigldi inn „með silkiþyt í ótal pilsum“; fyrrnefndur frændi, Martin Möller ræðismaður, í þröngum röndóttum buxum, og að lokum Klara frænka, sem á yfirborð- inu virtist svo hógvær, „svört og flöt“, og lét fara því minna fyrir sér, því hjartanlegar sem móðirin bauð hana velkomna. Af öllu þessu fólki er það Kristín frænka, sem er mesta trúnaðarmann- eskja hans. „... .allar hugsanir leit- uðu Kristínar frænku með leyndar- dómsfullu djúpunum, djúpum milli ávalra brjósta, djúpum í hyldýpi augnanna, djúpum leyndardóma í sorg, sem hann einn þekkti og þekkti þó ekki neitt, er til kastanna kom..../‘ Og svo uppgötvum við, að Lille- lord er annað og meira en hamingju- sami litli prinsinn á Drammensveg- inum. Hann er dálítið slunginn, dá- lítið ólmur, dálítið falskur, ef svo ber undir. Hann getur vissulega breytt um andlit og komið fram bæði sem sendibréfafalsari, reiðhjólaþjóf- ur og foringi árásar á gamlan Gyð- ing, sem átti tóbaksbúð í Austurbæn- um; því þar heldur Lillelord sig, iþegar hann tekur sér hvíld frá glæsi-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.