Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 33

Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 33
FÉLAGSBRÉF 31 unnið fyrir hinn aðilann, en sem slíkan rekumst við á hann fyrst í bókinni, þar sem hann er að hjálpa flóttafólki til að komast yfir til Sví- þjóðar. Miriam hafði sjálf verið ein þeirra, og nú grátbiður hún Wil- fred, sem er á flótta, að segja þeim, sem veita honum eftirför, frá þessu, þá væri ef til vill von. ... En það stoðar ekki. Meðan hún lítur af hon- um eitt andartak, skýtur hann sig gegnum höfuðið, eins og þýzkur liðsforingi hafði gert með glæsilegri sýndarmennsku að honum viðstödd- um. Hún virðir hinn látna fyrir sér. „Andlit hans. Hans andlit. — Hvað var hans andlit? Hún elskaði þau öll. Hún hafði ekki vitað það.“ Bókinni er skipt í þrjá aðalkafla, Bergmál, Miriam og Við erum búnir að ná honum. Orlög hans nálgast nú sín dapurlegu endalok. Á einum stað segir: „Hann fann fyrir gler- egginu í vasanum, hann greip dauða- haldi í þessa sléttu kúlu, eins og þar væri björgunar að vænta, svars við öllum gátum. Já, eins og hann kreisti sinn eigin þreytta heila í hendinni og ætlaði að þrýsta síðasta dropa einbeitingarinnar út úr því og öðlast vissu um örlögin. Var hann ef lil vill aðeins bergmál af þeim? Hann, ábyrgðarleysinginn haldinn sífelld- um tvískinnungi, var á stríðsárunum orðinn maður með sambönd á báða bóga. Vinur hans, þýzki foringinn Moritz, hafði gert sér ljóst, hversu gagnlegt slíkt var. „Og það hafði reynzt svo,“ viðurkennir hann með sjálfum sér, „að hann, af því að hann var sjálfur veiki hlekkurinn í öllum þeim keðjum, sem lífið liafði skeytt honum inn í, hafði orðið tíl að leika hlutverk frelsandi milli- göngumanns við aðstæður, þar sem aðeins sviksamir meðalgöngumenn komu við sögu. — Hann gat verið frelsandi engill fyrir hvern sem var, ef svo bar undir. Hann gat ekki annað en brosað að þessari hugsun í köldum einmanaleik sínum. Fallinn engill. Því ekki það? Hinir stríð- andi englar með sverð í hönd höfðu litla möguleika við aðstæður, sem voru ófriðvænlegar og ekki ófrið- vænlegar í senn. Aðeins sá, sein s])ilaði spil....“ Hann er áfram spilamaðurinn, spilamaðurinn frá undirheimum næturklúbbsins við nýjar aðstæður. Hann er haldinn því sanna tækifæraauðuga kæruleysi um alla hluti.“ Þessi fyrrverandi „ridd- ari léttúðarinnar og óverðskuldaðrar hamingju“ er nú í vissum hópum þekktur sem „sá meS höndina.“ — I slysi, sem síðar er sagt nánar frá, hefir hann misst hægri höndina og fengið gervihönd, sem liann notar af mikilli leikni. Robert vini hans, sem hann gisti einu sinni hjá, virð- ist vaxgul gervihöndin vera það, sem sé mest lifandi við alla þessa veru,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.