Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 37

Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 37
FÉLAGSBRÉF 35 Hann vill reyna hringekjuna. Miri- am vill það ekki. Þá sér hann litla alþýðustúlku og býður henni með sér. Telpan fær, um leið og hún hefir áttað sig, blik í augu og velur sér glansandi, skínandi hest, nýmál- aðan, settan inn í röðina eins og gervilim. Stjórnandi hringekjunnar er farinn, en Wilfred kann á vélina og setur hana af stað. Hann getur með naumindum kastað sér á eitt dýrið, elg, áður en allt fer af stað méð þessa tvo ólíku leikfélaga, sem gera það að verkum, að Miriam virð- ist hringekjan enn eyðilegri, þar sem hún stendur og sér þá sveiflast í birtu ljóskeranna. Þá verður slysið. Telpan snýr sér við í himneskri sælu á glansandi hesti sínum, kallar eitt- hvað til Wilfreds og æpir með sker- andi hljómlist hringekjunnar, þar til hún skyndilega þagnar.... „Hann lá sem dauður á trégólfinu undir dýrunum, sem ekki hreyfðust. Báð- ar hendurnar voru einhvers staðar inni í vélinni. En hana sakaði ekki. Fólk hafði séð hana snúa sér við og renna til og detta og séð hann kasta sér af baki, grípa í hana, um leið og kjólfaldurinn hennar fór í vélina. .. .“ „Það var vani hans að bjarga börnum“, sagði hann eitt sinn seinna við Miriam. Hann hafði hlegið að því. Hann hafði sagt henni frá barni, sem var látið detta. 011 börn duttu, það var meinloka hjá honum.... Það varð að grípa þau með höndum, sem til þess voru ætl- aðar.“ Barn, sem var svikið og féll — það voru örlög hans. Fyrsta bindi skáldsögunnar endar á flótta. Það sama er að segja um það þriðja. Hann hafði verið við- staddur, þegar þýzki liðsforinginn skaut sig. Það hefði getað verið hann. Hann flýr nú með skammbyss- una í vasanum. Og betur en fyrir sinni raunveru- legu hendi finnur hann fyrir „gervi- hramminum, sem hann hafði fengið eftir andartaks umhugsunarlausan fórnarverknað við undirleik hring- ekjuhljómlistar. Ef hún hneykslar iþig. . . . hugsunin flaug hamingju- þrungin gegnum huga hans. Hann allur hneykslaði hann, höggðu hann þá af, höggðu sjálfan þig allan af, ef þú hneykslast....“ Sjálfsmorð” svífur honum fyrir hugskotssjónum. Nei, hann vill flýja, eins og dádýr, eins og þetta næma, stygga dýr, „það var góði bróðirinn hans, dauðadæmt dýr alla ævi. Hann vildi deila kjörum með því. Flótta- maður, það var hann fyrst nú, al- gjör flóttamaður, sem ekki átti neinnar náðar von.“ Hugsunin fyllir hann hrifningu. Hún gerir það að verkum, að honum finnst hann vera aleinn í fyrsta skipti á ævinni. -- Honum finnst sálarrýrnun sín nálgast hámark. Hann er í Nobishro,

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.