Félagsbréf - 01.03.1960, Page 41

Félagsbréf - 01.03.1960, Page 41
RONALÐ MSEGAL: Albert John Luthuli egar Albert John Luthuli, formaður Afríska Þjóðernissambandsins, (A. N.C.) var rekinn heim í ættþorp sitt um tveggja ára bil, samkvæmt lögunum um hann við kommúnisma, létu flest blöð hvítra manna í Suður-Afríku sér fátt um finnast og birtu fréttina í neðsta horni á miðsíðu. Tveimur árum síðar, þegar Luthuli fékk frekari aðvörun, þar sem honum var hönnuð öll þátttaka í hvers konar fundarhöldum og samkomum, veittu þessi sömu hlöð fréttinni það rúm, er þau helguðu venjulega komu brezks undir- foringja, með pósthátnum. í maí sama ár fékk Luthuli enn aðra heimsókn ríkis- lögreglunnar með tilkynningu frá dóms- málaráðherranum, þar sem honum var vísað heim í þorp sitt og bönnuð öll af- skipti af fundarhöldum næstu fimm ár. En nú hrá svo undarlega við, að hlöð hvítra manna þutu upp til handa og fóta með feitletraðar fyrirsagnir og rit- stjórnargreinar. Þessu olli sumpart hið breytta álit hvítra manna á A.N.C. Frá því árið 1952 hafði samhandið haldið uppi andspyrnu- hreyfingu, sem jafnvel hvítir menn fylgd- ust með af óskiptri athygli. Það hafði skipulagt verkföll og „heimasetur“, svo að mjög miklar iðnaðarframkvæmdir stöðv- uðust alveg, og það hafði uppskorið launin fyrir hin árangursríku samtök fólksins, árið 1956—’57, um að hætta allri notkun strætisvagna, þegar rúmlega 60.000 Afríku- búar vildu heldur ganga tuttugu mílna leið daglega en sætta sig við fargjalda- hækkun, er nam einu penny á hverja ferð, og neyddu þannig stjórnina til að greiða hækkun flutningskostnaðarins úr eigin vasa. En fyrst og fremst voru það handtök- urnar, í sambandi við landráðamálið í desember 1956, er gáfu hinum örtvax- andi stjórnmálaskoðunum svartra manna hyr undir háða vængi. Hvítir menn höfðu í mai sama ár langtum minna sjálfstraust en 1952 eða 1954. Yfirráð þeirra fóru þverrandi með degi hverjum og fjölda- samtök hlökkumanna liktust, i útliti og áliti, meira og meira opinherum and- stöðuflokki. Samt var fleira, er olli hinum feitletr- uðu fyrirsögnum hlaðanna en aðeins þetta. Persóna Luthulis sjálfs hafði, hægt en ákveðið, fest svo djúpar rætur í vit- und hvítra manna i Suður-Afríku, að farið var að líta á brottrekstra og bönn sem öfgafullar aðgerðir hræddrar harð- stjórnar, sem brottrekstur og bannfæringu allrar lýðræðislegrar menningar. Hinn þekkti persónuleiki Luthulis var hátt haf- inn yfir alla kynþáttaaðgreiningu. Og þegar hann talaði í Höfðahorg í fyrsta skipti snemma á árinu, rumskuðu hinir

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.