Félagsbréf - 01.03.1960, Side 44

Félagsbréf - 01.03.1960, Side 44
BÆKUR Kristmann GuSmundsson: ísold hin svarta. Bókfellsútgáfan hf. ivav. MeS ísold hinni svörtu hefur Krist- mann GuSmundsson ævisöguritun sína, sögu um glæsta drauma og beiskan veruleika. Hún byrjar á barnæsku höfund- ar, þegar hann velur sér leikfélaga, sem enginn sér nema hann. Og upp úr þessu fer aS brydda á þvi markmiSi, sem enginn sér nema hann, og engum nema honum finnst eftirsóknarvert: Hann ætlar sér aS verSa rithöfundur. SamræmiS er ágætt. Drengur, sem leik- ur sér meS álfum í æsku, fer, þegar hann fullorSnast, aö leika sér aS fólki, sem lifir í hugarheimi hans. Menn segja, aS hvorugur kynstofninn, álfar eSa skáld- sögupersónur, sé til í raun og veru, og þó er hvorugum hægt aS afneita. Enda minnir mig, aS nóbelsverSlaun í eSlis- fræSi hafi áriS 1959 veriS veitt manni, sem gerir tilvist álfa trúlega meS kenn- ingu sinni um „andaefni". Og Pirandello segir okkur, aS sögupersónur séu meira en ímyndun ein. TrúaS gæti ég, aS hann hefSi eins mikiS til síns máls og nóbels- verSlaunaþeginn. Nokkrum dögum eftir fæSingu Krist- manns fer móSir hans frá honum. Ungur aS aldri flyzt hann frá álfabyggSinni i Lundarreykjadal vestur á Snæfellsnes, og hann er ekki fermdur, þegar afi hans, eini maSurinn, sem skilur hann, deyr frá honum. Þessir atburSir móta hann, gera hann eirSarlausan og einmana. „Ég var býsna einmana," segir hann á einum staS. 1 annaS sinn segir hann: „En mesta hryggS- arefni mitt var þá, sem fyrr og alltaf síSan, vinaleysi mitt og skortur á hlýju í daglegvi umgengni." Enn síSar segir liann: „Eg var sem fyrr einmana og vinafár. — Ég brosti viS hverjum manni og sýndi þeim, jafnt kunnum sem ókunnum, viSmót, sem margir tóku fyrir fullan trúnaS en var víSs- fjarri því.“ „ÞaS var erfitt aS vera ég, og fáir virtust vita, hvaS mig grætti." Ofan á þetta fær hann tæringu og hvers er þá aS vænta? MaSurinn hlýtur aS verSa heimspekingur eSa rithöfundur, fyrst skammtur af vitsmunum og vilja- styrk er ekki skorinn viS nögl, og lít'ið endist. Þegar hann var fermdur, þóttist hann „loksins frjáls og geta byrjaS lífiS eftir eigin geSþótta." í raun og veru var baslið nú fyrst aS hefjast. Hann flækist milli bæja, fer á Hvítárbakkaskóla, síðan austur á fjörðu með viðkomu í Reykjavík, en ekki tekur í hnúkana að marki fyrr en hann snýr aftur til Reykjavíkur árið 1920. Reykjavíkurdvöl hans fram á árið 1921 (með útúrdúr til Hafnarfjarðar og Akur- eyrar) er svo til látlaus harátta við ein- manaleik, hungur og dauSa. ÞaS kostaði hann ofurmannlegt átak að verða rithöf- undur, af því aldrei mátti til lengdar víkja

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.