Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 49

Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 49
FÉLAGSBRÉF 47 búa í frumskógum hitabeltisins eða í kuldanum við nyrztu höf. Á næstu manns- öldrum má gera ráð fyrir meiri breytingu á lifnaðarháttum þessara þjóða heldur en áður varð á tugþúsundum ára. Vojm og verkfæri, híbýli og erfðavenjur, trúar- brögð, mállýzkur og aðrar heimildir mann- fræðinganna breytast hröðum skrefum og þjóðflokkarnir sjálfir blandast og hverfa örar en fyrr. Erfitt er að gera upp á milli kaflanna urn einstaka þjóðflokka. Höfundurinn virðist dá Eskimóa einna mest, en þeir hafa einir frumþjóða komizt á lagið með að nota sér kerfisbundið muninn á eðlis- þyngd heits og kalds lofts, bæði í klæðn- aði og búsagerð. Samt er skutullinn og topphlaðna snjóhúsið snjöllustu uppfmnln- ingar þeirra, einkum snjóhúsið, sem hefur gert þeim unnt að ferðast óhultir um is- breiður norðurhjarans í leit að veiðidýr- um, þegar veturinn herti tökin og sultur- inn knúði dyra. Furðuleg og heillandi er lýsingin á indiánaþjóðflokki mitt í frumskógum Brazi- líu, sem þrátt fyrir þungar og tíðar bú- sifjar herskárra nágranna nálgast hug- takið „óspillt náttúrubörn“ mest allra þjóða. „Þetta voru breinlegir, hraustlegir og sjáanlega hamingjusamir menn. — t þorpinu voru engir feitir menn og engir magrir. Enginn skalli, engin grá hár. Þeir voru opinskáir og öruggir í framkomu, því að menning þeirra var sjálfstæð, og þeir voru herrar síns heims.“ Flestir kaflarnir um þjóðflokkana vekia samt hvorki paradísardrauma né öfund vegna hlutskiptis hins frumstæða manns í brjósti lesandans. Hestir búa þeir við sárustu örbirgð, umkringdir hvers konar hættum og voða, hverra þeir litla grein kunna. Almenn fáfræði, trúarkreddur og aðrar erfðavenjur, sem þeir halda mjög fast við, eru dapurlegt umhugsunarefni börnum siðmenningarinnar. Pyndingar unglinga, sem tíðkast meðal frumbyggja Afríku og Ástralíu, eru svo óhugnanlegt lestrarefni, að nægt mundi hafa til þess að reka sjálfan Rousseau á stampinn. t samanburði við slíkar siðvenjur eru lýs- ingar á bjarnarfóstrun frænda okkar Ainúanna á norðureyjum Japans og ásta- biti hinna fögru dætra þeirra ánægjulegur lestur. Sá ljóður er á bókinni, að þýðingunni er víða ábótavant. Málið í heild er lipurt og auðlesið, en stundum virðist þýðand- inn vera of mikið að flýta sér. Við samn- ingu þessa rabbs hefur frumtextinn ekki verið borinn saman við þýðinguna né t.l- raun gerð til þess að leita að hortittum. Nokkuð skal þó til fært. í texta við 104. md.: „Konan á miðri myndinni er lituð með hvítum töfrarákum, þar sem hún kennir til.“ Skilji nú hver, sem getur. — Við 132. md.: „Masai-menn voru eitt sinn öflugur ræningjaflokkur og eiga enn geysi- stórar nautgripahjarðir." Hér verður les- andinn að geta sér til um sambandið milli ránskápar Masai-manna og nautgripa- eignar þeirra. Á 19. bls. er notað orðið „tilorðning", ljótt orð, sem betur hefði verið fellt niður. Víða í bókinni er mý- vargur kallaður „moskítóflugur", og á 97. bls. er „mjólkun“ notað um mjaltir. Þá eru metrar og fet notuð til skiptis án sjáanlegrar reglu. lféðan af verður ekki bætt úr mállýtura bókarinnar. Hún glatar ekki fræðslugildi þeirra vegna, en þau óprýða vandað og fagurt ritverk að ástæðulausu og hefðu alls ekki slæðzt með, ef fær og vandvirkur íslenzkumaður hefði verið til fenginn að lesa handritið og betrumbæta málið á því. Hvað dvelur „sub-editor“ Almenna bóka- félagsins?

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.