Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 55

Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 55
FÉLAGSBRÉF 53 Þegar Solveig og Andrés eiga saman síðasta dagdraum sinn við glit Breiða- íjarðar, segir hún: — Mig langar að sjá burtreiðar úti í Lundún; mig langar að þeysa með þér um danska skóga, eins og móðir mín hefur gert; mig langar að heyra musicam í ilmandi hallargörðum, svo sem segir í strengleika sögum, og sjá fræga riddara í ríkum gangverum. Afskaplega hliknar þessi riddaralega dýrð, þegar minnzt er þeirra drauma, sem Snæfríði dreymdi á síðasta fundi þeirra Arnæi í Gullmakarans húsi við Nýhöfn í Kaupinhafnarstað: — Og við ríðum um landið á hvítum hestum. Auk slíkra einstakra Hkingaratriða mætti benda á mörg dæmi almennara eði- is í stílblæ og tungutaki, sem benda i ált til Nóbelsskáldsins, en hér skal staðar numið slíkri tínsiu. Þjóðfélagsheimspeki og boðskapur höf- undar eru sumsé ekki ný af nálinni. Til- gangurinn er góður, en raust hans er ungl- ingsins í mútum, sem likir eftir tóni hetju- söngvarans. Hversu hefur þá hinn annar aðalþáttur sögunnar tekizt? Sagan um Andrés Guðmundsson, þrosl:a hans, vil og dul, ást hans og efa og tvísæi hans, hefur á marga lund vel tekizt og gefur Virkisvetri gildi sem sjálfstæðu bók- menntaverki. Á prenti stendur, að einkanlega séu sumar aukapersónur sögu þessarar mótað- ar skýrum og föstum dráttum. Tæplega verður þó sú trúarjátning vænleg til sálu- hjálpar við skilning á verki þessu. Frem- ur er það megineinkenni á persónusköpun höfundarins, að aukapersónurnar eru ekki nema brúður á baksviði. Bændamúginn og vinnufólkið á tæpast nokkra þá fulltrúa í sögunni er beri skýr persónueinkenni. Brenndar sama marki eru jafnvel aðalper- sónur eins og konurnar tvær, er elska Andrés, og höfuðandstæðingar hans, Skarðsbræður. Þetta má enn ljósara vera, ef við til að mynda berum persónusköpun Björns saman við persónusköpun Einars H. Kvarans, sem tíðum mótaði aukaper- sónur sínar skýrari dráttum en aðalper- sónurnar. Hið gagnstæða einkennir persónusköpun Björns. I sögunni er aðeins ein fastmótuð aðalpersóna, sem lifandi stendur, Andrés Guðmundsson. Konurnar tvær, Sunnefa og Solveig, sem unna honum, standa strax í daufari birtu. Glöggt er þetta, ef við gæt- um þess, að Solveigu þekkjum við ekki síður af hugsunum Andrésar en af orðum og athöfnum sjálfrar hennar. Andrési er fylgt frá bernsku. Fyrst hittum við hann þann dag, sem hann finn- ur drengur til feimni fyrir þeirri konu, er siðar markar lífi hans leið. Islenzkar bókmenntir eru ekki næsta auðugar af persónum af torráðinni gerð. Sveimhygli, tvísæi og tvílrátt geð eru eng- ar óskaeigindir íslenzkrar skapgerðar. Þær persónur, sem fundið hafa leiðina að hjarta íslendinga eru flestar harla ein- steyptar. Ráðgátufólk skipar ekki bekkinn innarlega. Andrés er frá upphafi klofinn, haldinn í senn geðflækju bastarðsins og stolti höfð- ingjasonarins. I lífi hans, eins og Björn yrkir það, er aðeins ein óbrotin lína, ást hans á Solveigu: — Allt fram til þessa dags hefur ást min klofið mig í tvær helftit; leitaði ég þess sem mér bar, missti cg þess sem ég vildi. Nú finn ég loksins að ég er heill. Þú ert komin og hefur fært mér þann hlutann sem hjá þér hefur hvílzt öll þessi ár. Nú er loks-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.