Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 14

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 14
14 SKAGFIRÐINGABÓK stundum vinum sínum og kunn- ingjum sem komu í heimsókn. Sem maklegt var hreifst hann mjög af þess- ari stöku með sinni snjöllu mynd- líkingu í lokahendingunni. Einar Lax- ness birti hana í eftirmælagrein um Andrés yngra (Morgunblaðið 8. janúar 1999): Sértu raust, eg bergmál skal þér bjóða, bið eg þig að taka í mjúka hönd. Sendu hingað sönginn þinna ljóða. Sértu bára, skal eg vera strönd. Andrés Björnsson yngri rann upp sem fífill í túni á Hofi á Höfðaströnd. Það var mikil jörð, 80 hundruð að fornu mati. Hún var hluti af landnámi Þórðar Bjarnarsonar sem kallaður var Höfða-Þórður. Bærinn stendur sem næst miðja vegu milli fjalls og fjöru á Höfðaströnd miðri og útsýni vítt inn fjörðinn og út til eyjanna og höfðans sem við Þórð er kenndur. Jörðin er landmikil og hvergi aðþrengd. Þar sátu löngum höfðingjar og úr landi jarðarinnar byggðist Hofsós, einn elsti löggilti verslunarstaður landsins. Hof liggur vestan undir Tröllaskaga. Fyrir ofan bæinn rís Hagafjall og skýlir fyrir norðannæðingi. Það er gróið upp eftir hlíðum. Andrés minntist þess í eftir- mælum um Pálma Jónsson frænda sinn er þeir gengu fullorðnir menn sam an um Hagafjallið þar sem „við þekktum nánast hverja þúfu og hverja laut. Við vorum eins og börn í annað sinn.“ (Mbl. 12. apríl 1991). Andrés drap á þetta bernskuum- hverfi í blaðaviðtali: „Ég minnist margr a góðra stunda og mikillar æskugleði og lífsfyllingar. En það þarf ekki að vera bundið við atburði sérstaklega, kannski við læk eða eitt- hvað slíkt. Það er mikið frekar bundið við náttúruna. Hof er kirkjustaður og landnámsbær og ég hef stundum sagt í gríni að ég sé alinn upp í kirkjugarði. Ég þekkti mikið af gömlum leiðum og það get ur verið að það hafi haft meiri áhrif á mig en margt annað, and leg áhrif. Ég var mjög snemma lát- inn fara í kirkju og fylgjast með kirkjulegri þjónustu.“ Hér kemur fram að í öndverðu mót- uðust hugðarefni Andrésar, hann fékk áhuga á fortíðinni og menningarerfð- unum, en þær birtust í kveðskap sem hann varð handgenginn ungur. Líka mótaðist trúarþel hans við kirkjugöng- ur og lestur trúarrita, en kristin trú var Andrési alla tíð mikils virði. Á uppvaxtarárum Andrésar voru kreppuár, en heimilið að Hofi var all- vel stætt. Það var mannmargt og bjuggu þar oftlega 10–20 manns, foreldrar þeirra beggja, Jóns og Sig- urlínu, börn og vinnufólk. Jón á Hofi tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann hafði verið í Samvinnuskólanum upp- hafsár hans, 1918–19, var oddviti sveitarinnar og einn af stólpum Fram- sóknarflokksins í sýslunni. Umsvifum hans fylgdi vitanlega að fjöldi manna sótti hann heim. Andrés segir í fyrr- nefndu viðtali að á þeim slóðum hafi verið „heldur bjartara yfir á þessum árum en hjá mörgum öðrum. Það var stutt í Siglufjörð í síldina og á henni lifðum við. Það var sá atvinnuvegur sem helst gaf eitthvað af sér. Fólk sótti þangað á sumrin til að ná sér í lífs- björg.“ (Þorgrímur Gestsson: Helgar- pósturinn, 9. janúar 1981). Andrés varð snemma læs sem fyrr kom fram og las allt sem til náðist, bæði hátt og í hljóði, og hafði af því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.