Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 53

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 53
53 ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI son á Reynivöllum jarðsöng og flutti vandaða og efnismikla minningar- ræðu. Ríkisútvarpið heiðraði sinn gengna forstöðumann með því að út- varpa frá athöfninni. Hann var borinn til moldar í kirkjugarðinum í Gufu- nesi. Lýsingar manna á Andrési Björnssyni ber að sama brunni. Hann var vandaður maður og góðviljaður gagnvart sam- ferðafólki sínu. Hann var næmur, viðkvæmur og stundum fyrirtektar- samur. Við fyrstu kynni gat hann verið fálátur og þurrlegur í viðmóti, enda í þannig starfi að því fylgir ágangur af alls konar fólki og því nauðsynlegt að halda vissri fjarlægð; – allir töldu sig, með réttu, eiga Ríkisútvarpið. Gagn- vart vinum og kunningjum var Andr- és yfirleitt léttur í máli, oft gamansam- ur, og hýra var í augum hans „þegar hann var í góðu skapi, einkum ef hann ræddi um eitthvað, sem honum þótti unaðsamt um að tala,“ svo gripið sé til orða Konráðs um Jónas Hallgrímsson látinn. Þess eru mörg dæmi að fjölmiðla- menn verði sjálfhverfir; ef þeir finna að hlustendur þeirra eða áhorfendur kunna að meta það sem þeir hafa fram að færa, kann svo að fara að menn of- metnist og telji sér alla vegi færa og flest heimilt. Andrés Björnsson var ekki slíkrar gerðar og það er skýringin á því mikla trausti sem hann naut. Í stormhviðum og sviptingum, sem stóðu um geðríka menn og óstýriláta sem stundum kunnu ekki að gera greinar mun á tilfinningum sjálfra sín og hag stofnunar sinnar, – þá mátti alltaf treysta Andrési og dómgreind hans. Ég held að hann hafi gert sér grein fyrir því sjálfur hve þýðing- armiklu hlutverki hann gegndi hjá Ríkisútvarpinu. Þar var annars vegar við að fást ofurkulvísa listamenn sem þurfti að taka á með silkihönskum svo þeir fyrtust ekki, hins vegar ráðríka stjórnmálamenn sem áttu sinn aðgang að stofnuninni og voru ekki síður viðkvæmir fyrir því að hún misgerði ekki við þá og flokka þeirra. Öllu þurfti að halda í jafnvægi og jafnvægis- ásinn var Andrés Björnsson. Hann of- metnaðist ekki af sínum hlut, en hann var stoltur af verkum sínum og mátti vera það. „Enginn, hvorki karl né kona, verður nokkru sinni stórmenni af háu embætti einu saman. Það verða menn aðeins af mannkostum og sjálfsafneit- un. …“ (Töluð orð, 128). Svo sagði Andr és í áramótaræðu sinni 1977. Ég hygg að hann hafi sýnt ábyrgðartilfinn- ingu sína þá best er hann hvarf frá starfi fræðimanns og kennara við Há- skóla Íslands, þar sem hann átti kost á að helga sig áhugamálum sín um, til að verða forstöðumaður stofn un ar sem allir vindar þjóðfélagsins gnauðuðu um. En þessa stofnun bar hann fyrir brjósti og taldi miklu varða fyrir þjóðina að vel væri fyrir henni séð. Í þessu er fólgin stórmennska hans. Vitnisburðir eru til frá samstarfs- mönnum Andrésar um það hvernig þeim virtist hann á vinnustað. Hér verða tilfærðir tveir. Í grein á sextugs- afmæli hans segir Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri: Andrés Björnsson er hæglátur maður í öllu dagfari, getur jafnvel virzt fálát- ur á stundum. En samstarfsmenn hans vita, að hógværð og ljúfmennska eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.