Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 91

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 91
NÁBÝLIÐ VIÐ HÉRAÐSVÖTN Sveinn hefur sagt mér, að þá hafi hann lagt af stað héðan heimanað áleiðis á söngæfingu í Varmahlíð ásamt Frosta og Kolbeini. Ætlun þeirra var að gang a yfir í Frosta staði. Ekki komust þeir þó beinustu leið, stokkurinn út frá Þver ánni, Sporða kvíslin, þar sem hún rennur í Vötnin, var ófrosinn. Þeir töldu víst að þeir kæmust yfir sunnan við Sporðakvísl, en þar var einn ig ófært. Þeir gengu því drjúgan spöl fram með Frostastaðaósum, en komust ekki fyrir enda vakarinnar, og ákváðu að snúa við heim. Frosti vildi þó kanna hvort ekki væri vætt yfir vökina, fór fram af skörinni og útí, en dýpið varð fljótlega svo mikið að hann náði vart til botns, og greip því sund­ tökin, en sá þegar að óráðlegt væri að ætla sér að reyn a að komast yfir og sneri því við. Ég minnist ferðar á söngæfingu, sem var að vísu alveg hættulaus, en samt allsérstæð. 2. desember árið 1952 áttum við Gísli að mæta á radd­ æfingu í Varm ahlíð hjá Ingibjörgu Steingrímsdóttur, en hún var þá að raddæfa og þjálfa Heim isfélaga. Dag­ ana áður hafði verið nokkurt frost og stillur. Jörð var snjólaus og gangfæri því ágætt. Við ákváðum að ganga fram Eylendið í Varmahlíð. Vötn in töld um við að væru á traustum ís. Við gengum fram Borgareyju vestanverða, komum að Söndunum í Vesturnesinu við svokallað Tóbaksdósavað. Þar sá­ um við, að nokkurt vatn hafði komið ofan á ísinn. Vegna frosta er verið höfðu var orðinn manngengur ís norður við bakk ann, en veiktist eftir því sem lengra kom suður á Sandana. Ég hef skrifað í dagbók, að við höfum ýmist gengið eða skriðið suður yfir miðja Sanda, en þar var íslaust. Nú voru tveir kostir fyrir hendi, annað­ hvort að snúa við og skrópa á æfingu eða freista þess að vaða það sem ófarið var, þó við raunar vissum ekki hversu djúpt væri. Við ákváðum að taka síðari kostinn. Gísli lagði þegar útí en ég fór úr sokkum og skóm og bretti upp skálmar. Ég man ennþá hvað mér fannst kalt að fara út í ísvatnið. Hitt var þó ef til vill ennþá óhugnanlegra að stíga ofan á gamla ísinn. Myndast höfðu nokkurskonar ísnálar upp úr ísn um, svokallaður grunnstingull, en slíkt gerist oft er vatn flæðir yfir ís. Það mátti raunar kalla lán í óláni, að vegna kulda dofnuðu fætur mínir fljótlega og ég fann minna fyrir ís­ nálunum. En yfir komumst við og kom um að landi rétt vestan við Bakka­ stokkinn. Við gengum síðan fram Löngumýrarsporðana. Komnir fram­ undir Löngu mýrartúnið gamla fannst mér ég vera að verða rakur í fæturna. Ég klæddi mig úr sokkum og skóm og sá þegar, að sokkar mínir voru að verða rakir af blóði. Ísnálarnar höfðu sært mig, svo að það vætlaði aðeins blóð úr iljunum. Við héld um síðan áfram fram á Hólmabraut, upp hjá Varmahlíð og suður í Víðimel. Á þessum árum, höfðum við bræður æði oft viðkomu þar á bæ. Það má raunar segja, að ekki hafi skipt máli á hvaða tíma sólar­ hringsins við komum þar, ætíð var tekið á móti okkur af einstakri vin­ semd og hlýju. Ekki þótti okkur ráðlegt að fara sömu leið til baka, feng um bíl með okkur yfir í Blöndu­ hlíð og út í Frostastaði og gengum þaðan heimleiðis. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.