Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL Herdís Sveinsdóttir Samvinna og samstarf Það er erfitt að horfa á börn og unglinga veikjast og álagið á fjölskyldur barna, sem eiga við langvarandi veikindi að stríða, getur orðið óbærilegt. Samfélög skyldu vera metin eftir því hvernig þau hlúa að þess- um skjólstæðingum sínum. Hér á Islandi hefur ver- ið gert vel við veik börn og fjölskyldur þeirra nú við upphaf nýs árs. Nýr og glæsilegur Barnaspítali Hringsins var opnaður 26. janúar og 9. febrúar var undirritaður samningur heilbrigðisráðherra, Velferð- arsjóðs barna og Landspítala-háskólasjúkrahúss um hjúkrunarheimili fyrir langveik börn í Kópavogi. Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga hefur lengi barist fyrir því að betur verði hlúð að langveikum börnum og fjölskyldum þeirra og stórt skref er stigið í þá veru með undirritun samningsins 9. febrúar. að mati þátttakenda. Samstarf og samskipti lækna og hjúkrunarfræðinga var sagt hafa áhrif á samstarf við stoðstéttir, því skiptir máli að það sé gott. Ólík viðhorf og hagsmunir stéttanna Herdís Sveinsdóttir virtist þó hafa afar mikil/úrslitaáhrif á samstarf þeirra. Meginniðurstöðurnar voru að samþætt- ing starfshópa á sjúkradeild væri ófullnægjandi. í nýrri skýrslu Landlæknisembættisins um stöðu Landspítala - háskólasjúkrahúss kemur fram að talsverður fjöldi starfsfólks segir tregðu gæta í upp- lýsingaflæði, skortur sé á samráði við stefnumótun og að starfsandi á sjúkrahúsinu sé ekki nægilega góður. Meirihluti þeirra starfs- manna, sem könnun embættisins náði til, telur markmið, stefnu og framtíðarsýn sjúkrahússins óskýr. I ljósi þess að á grunneiningu sjúkrahússins, sjúkradeildinni, virðist skorta á samþættingu starfs- hópa má spyrja hvort það teygi sig upp allt stjórnunarkerfið. Vinna fagstéttir hver fyrir sig, en ekki í samvinnu, að markmiðasetningu? Er ekki nauðsynlegt að fram fari grundvallarvinna á grunneiningum stofnunarinnar þar sem skoðað er hver sameiginleg markmið eru? Föstudaginn 7. febrúar sl. var haldið áhugavert mál- þing á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í Há- skóla Islands, undir heitinu Stjórnun, fagstéttir og kynferði. Á málþinginu var fjallað um stjórnendur fagstétta sem eru að mildu leyti kvennastéttir, eins og hjúkrunarfræðingar, kennarar og starfsfólk félags- þjónustunnar. í tveimur erindanna var fjallað um stjórnun og samskipti á sjúkrahúsum og vil ég gera lítillega grein fyrir þeim. Þóra Margrét Pálsdóttir, sál- fræðingur, kynnti rannsókn sem hún kallaði Sam- starf og samskipti á sjúkrahúsi: viðhorf starfshópa á sjúkrahússdeild. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða viðhorf starfshópa á sjúkrahússdeild til sam- skipta og samvinnu, í ljósi þeirrar verkaskiptingar og þrepakerfisstýringar sem er fyrir hendi á sjúkrahús- um. I rannsókninni var lögð til grundvallar hin tví- skipta, faglega stjórn sjúkrahússins, þ.e. í hjúkrun og lækningum. Aðferðin, sem hún notaði, voru viðtöl en þau voru tekin við starfsmenn úr öllum starfshópum deildarinnar og fjölluðu um samskipti og samvinnu starfshópanna. Því næst hittist sama starfsfólkið í svokölluðum rýnihópum og ræddi viðhorf sín. Niður- stöður voru í sjálfu sér ekki nýnæmi fyrir okkur hjúkrunarfræðinga en vekja vissulega til umhugsun- ar. Fram kom að starfshóparnir hafa ekki sett sér sameiginleg markmið í starfi. Allir hóparnir stefna að sjálfsögðu að velferð sjúklingsins en hafa ekki sest niður saman og sett fram markmið og leiðir að þeim. Formleg samvinna starfshópanna á deildum virtist ekki vera til staðar. Hver vinnur að sínu án þess að heildarmyndin sé ávallt höfð að leiðarljósi. Samþætt- ing á störfum stoðstétta á sjúkradeild var líka of lítil Hitt erindið, sem ég vildi nefna, var erindi Dagbjartar Þyrjar Þor- varðardóttur, hjúkrunarforstjóra, á rannsókn sem hún kallaði Karl- inn í brúnni. Áhrif kynferðis á stjórnun sjúkrahúsa. Tilgangur rann- sóknarinnar var að skoða stjórnun sjúkrastofnana út frá kynjafræði- legu sjónarhorni og einnig að athuga hvort kynferði hefði áhrif á þá togstreitu sem gætt hefur milli lækna og hjúkrunarfræðinga. At- huguð voru viðhorf kvenstjórnenda innan lækninga og hjúkrunar til stjórnunar auk þess að greina viðhorf þeirra til yfirlýsinga lækna um að afnema þurfi með lagabreytingu tvískiptingu faglegrar stjórnun- ar milli lækninga og hjúkrunar og að læknar fái meira forræði yfir sjúkradeildum. Tekin voru viðtöl við 10 kvenstjórnendur innan hjúkrunar og lækninga. Helstu niðurstöður gefa til kynna að tog-1 streita milli lækna og hjúkrunarfræðinga snúist um völd. Læknarn- j ir og hjúkrunarfræðingarnir lögðu áherslu á mikilvægi sinnar stétt- j ar fyrir heilbrigðisþjónustuna en höfðu hins vegar svipaðar skoðan- ir á stjórnun óháð því hvorri séttinni þær tilheyrðu. Þær höfðu enn fremur tileinkað sér umbreytanlegan stjórnunarstíl sem hingað til hefur verið skilgreindur sem kvenlegur stjórnunarstíll. Dagbjört Þyri fjallaði sérstaklega um að þrátt fyrir að 80% af starfsfólki heil- brigðiskerfisins séu konur þá hafi á heilbrigðisstofnunum verið inn- leiddur harður stjórnunarstíll þar sem áhersla er lögð á hagræðingu og styrka stjórnun. Athyglisvert var og í máli hennar að hjúkrunar- stjórnendur fjalla ekki mikið um stjórnunarstíl sinn út frá því að j hjúkrun er kvennastétt og hvernig sú staðreynd hefur mótað stjórn- j un þeirra. Hjúkrunarfræðingar ættu að skoða fræðilega sig og sitt vinnuumhverfi og stjórnun út frá þeirri mikilvægu breytu. Samvinna og samstarf eru grundvallarstoðir virks heilbrigðiskerfis. Mismunandi afstaða og viðhorf heilbrigðisstétta á ávallt að vinna með heilbrigðiskerfinu og þeim sem sækja þjónustu til þess. Herdís Sveinsdóttir herdis@hjukrun.is Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.