Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 44
fræðingar eru þær starfsstéttir innan heilbrigðisþjónustu- nnar sem eru í mestri hættu á að gera mistök eða eiga þátt í mistökum vegna eðlis sinna starfa. Það er mannlegt að gera mistök og á það hefur verið bent að við bestu hugsanlegu að- stæður séu 1% líkur á að starfsmaður geri mistök (Curtin, 2000). Ef starfsmaður er illa fyrirkallaður eða ef aðstæður eru íþyngjandi þá eykst þessi hætta enn frekar. Það er sjálf- sögð krafa að vinnuaðstaða starfsmanna og aðbúnaður sjúkl- inga leiði ekki til mistaka eða óvæntra atvika. Jafnframt er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar skoði hvort starfsvenj- ur/vinnulag þeirra sé öruggt, t.d. við lyfjagjafir. Sem dæmi má nefna að temja sér að ganga úr skugga um ofnæmi áður en lyf er gefið, láta annan aðila yfirfara útreikninga á lyfja- skammti fyrir börn eða á lyfi sem sjaldan er gefið, hafa aldrei meira magn lyfs í dælu en það sem gefa á, leggja ekki frá sér ómerkta dælu eða lyfjastaup, merkja dælur greinilega (heiti lyfs, styrkur) og láta sjúkling segja til nafns eða lesa á armband. Viðbrögð við mistökum og óvæntum atvikum Það er reynsla mín að skráningu, eftirliti og fyrirbyggingu mistaka og óvæntra atvika í meðferð sjúklinga hérlendis sé að ýmsu leyti áfátt. Það sama á við um stuðning við sjúkl- inga sem orðið hafa fyrir mistökum og aðstandendur þeirra, sem og stuðning við starfsmenn (oftast hjúkrunarfræðinga og lækna) sem hafa átt þátt í að mistök voru gerð. Umræða og aðgerðir varðandi mistök og óvænt atvik hefur oftar beinst að því að leita að blóraböggli í stað þess að skoða ferl- ið í heild sinni og finna samverkandi þætti. Það er rík hefð fyrir því innan læknisfræði og hjúkrunar að gera einstakling- inn ábyrgan fyrir þeirri þjónustu sem hann veitir. Tilfinning um ábyrgðarskyldu meðal hjúkrunarfræðinga og lækna er rík. Því hefur leitin að blóraböggli lítið verið gagnrýnd af þessum stéttum hingað til. Hins vegar eru þessar áherslur á ábyrgðarskyldu einstaklingsins ekki vænlegar til þess að fyr- irbyggja mistök eða bæta skráningu mistaka á heilbrigðis- stofnunum. Erlendar rannsóknir benda til að minna en 5% mistaka og óvæntra atvika séu tilkynnt (Maddox o.fl., 2001). Tregða starfsmanna að skrá mistök er vafalítið af margvísleg- um toga. Ef til vill óttast þeir um eigin hag eða orðspor sinn- ar deildar. Enn aðrir draga í efa notagildi atvikaskráningar ef starfsmennirnir sjálfir fá ekki upplýsingar til baka úr gagna- grunninum um t.d. rannsókn mistaka og óvæntra atvika og fyrirbyggjandi aðgerðir. í skýrslu IOM sem og í málgagni Joint Commission on Accreditation of Health Care Organizations (JACHO) í Bandaríkjunum eru heilbrigðisstofnanir hvattar til þess að endurskoða þá nálgun og áherslur sem beitt er varðandi að- gerðir og umfjöllun mistaka í meðferð sjúklinga (Bagian o.fl., 2001). í stað ofuráherslu á ábyrgðar- skyldu einstaklingsins og hegningu eða viður- lög honum til handa (punitive and accounta- bility based-systems) er talið árangursríkara að skoða og skilja aðdraganda og orsök mistakanna (systems-level understanding). Markmiðið er að læra af mistökunum og minnka líkur á að þau gerist aftur í stað þess að hafa ábyrgðar- skyldu einstaklingsins í brennidepli. I skýrsl- unni sem og í grein Bagian o.fl.(2001) er fjall- að um atriði varðandi skráningu og meðferð mistaka sem að hluta byggjast á aðferðinum sem beitt er í flugöryggismálum í Bandaríkjun- um (National Aeronautics and Space Ad- ministration Aviaton Safety Reporting System). Lögð er áhersla á eftirfarandi: 1. Fyrirbygging mistaka og óvæntra atvika í heil- brigðisþjónustu byggist á því að þau mistök, sem gerast og næstum því gerast (near mis- ses), séu skráð og rannsökuð og þeim upplýs- ingum komið til starfsmanna sem fyrst. 2. Nákvæmar upplýsingar um tíðni mistaka og óvæntra atvika skipta ekki sköpum, heldur er mest um vert að skoða og skilja það ferli sem leiddi til mistakanna, læra af því, setja fram til- lögur til úrbóta og kynna starfsmönnum. 3. Til þess að skráning og rannsókn mistaka verði til lærdóms og fyrirbyggi sömu mistök í framtíðinni, er mikilvægt að upplýsingar úr gagnabankanum séu gerðar aðgengilegar sem fyrst eftir að mistökin hafa orðið og rannsókn er lokið, s.s. á vefnum. 4. Þeim sem ætlað er að tilkynna mistök má ekki finnast kerfið vera líklegt til að hegna sér eða sinni deild/vinnustað (non-punitive) fyrir það að tilkynna mistökin. 5. Tilkynning mistaka er gerð undir nafnleynd. 6. Æskilegt er að þverfaglegt teymi rannsaki mistökin og óvænt atvik. 7. Tilkynning mistaka þarf bæði að vera sjálf- viljug (voluntary) og fyrirskipuð (manda- tory). Gott upplýsingaflæði frá gagnabankan- um til starfsmanna eykur líkur á sjálfviljug- um tilkynningum. 8. Tilkynningar skulu bæði ná til mistaka sem hafa orðið, sem og mistaka sem næstum því verða. 42 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.