Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 27
VIÐTAL Llnda Vilhjálmsdóttir á skrifstofu Krafts Hún segir að þessi reynsla hafi breytt henni nokkuð. Henni hafi fram að þeim tíma fundist sjálfsagt að vera við góða heilsu og með því að veikjast hafi henni verið kippt úr einum heimi yfir í annan, hætt að vinna sem flugfreyja, flutt heim til Islands, en meðan hún bjó erlendis hafði hún fjarlægst vini og kunningja og fannst hún að mörgu leyti útlendingur á Islandi. En hún hafi einnig þroskast mikið á þessari reynslu, nú sé forgangsröðunin önnur hjá henni. „Aðalatriðið er ekki að eignast flott hús, bíl og föt og ná starfsframa. Það getur skipt máli en það er einskis virði ef maður missir heilsuna. Ég kann að meta lífið miklu meira, svo ég tali nú ekki um að ég kunni að meta það að hafa hár!“ Hún segir að brjóstakrabbamein hafi verið ó- þekkt í fjölskyldu hennar og veikindin hafi kom- ið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir hana þeg- ar hún var aðeins 30 ára gömul. En hún gerir sér grein fyrir því eftir á að hún hafi verið búin að vinna mjög mikið, oft verið þreytt, unnið óreglulegan vinnu- tíma, borðað og sofið óreglulega og oft flogið milli ólíkra tíma- belta, en þetta er allt fylgifiskur flugfreyjustarfsins sem hún var í. I kjölfarið hafi hún farið að lesa sér til um brjóstakrabba- mein, hún hafi til dæmis komist að raun um að það tengist á einhvern hátt lífsstíl því konur í Japan og Kína fái sjaldan brjóstakrabba en líkurnar aukist eftir að þær flytja til Vestur- landa. Hún segist einnig hafa lesið heilmikið um óhefð- bundnar lækningar og á vegum Krafts sé nú að koma út hand- bókin „Lífs-Kraftur“ þar sem m.a. er fjallað um óhefðbundn- ar lækningar, næringu, mataræði og hreyfingu svo eitthvað sé nefnt. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að því að hver og einn þurfi ekki að leita langt eftir grunnupplýsingum sem þeim í Krafti finnst svo sjálfsagt að séu fyrir hendi. Greinarn- ar í handbókinni endurspegla eldd skoðanir Krafts heldur eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa. Kraftur var stofnaður 1. október 1999 fyrir ungt fólk sem hef- ur greinst með krabbamein og aðstandendur þess því aðstand- endur þurfa ekki síður á aðstoð að halda, segir Linda, þar sem athyglin beinist oft mjög mikið að þeim sem er veikur. Kraftur er með heimasíðu www.kraftur.org. Námsstyrkur Frá Minningarsjóði Hans Adólfs Hjartarsonar, náms- og feröasjóði hjúkrunarfræðinga. Hér með er auglýstur til umsóknar styrkur úr Minningarsjóði Hans Adólfs Hjartarsonar fyrir árið 2003. Sjóð- urinn hefur til ráðstöfunar allt að 120.000 kr. Tilgangur sjóðsins skv. skipulagsskrá er að styrkja hjúkrunarfræð- inga „til frekara náms og eins til ferðalaga í sambandi við félagsmál". Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita styrkinn til framhaldsnáms í hjúkrun. Umsóknir sendist stjórn Minningarsjóðs Hans Adólfs Hjartarsonar, skrifstofu Félags íslenska hjúkrunarfræð- inga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, fyrir 15. apríl 2003, með sem fullkomnustum upplýsingum um hvernig umsækjandinn hyggst nota styrkinn. Minningarsjóður Hans Adólfs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra, var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans Adólf lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræð- inga í framhaldsnámi. Var það skv. ósk hins látna og þess jafnframt getið að hann hefði borið þakklæti í huga fyrir góða hjúkrun á Landspítalanum. Vextir af höfuðstól sjóðsins eru til úthlutunar til styrkja. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita 120.000 kr. styrk árlega. Sjóðurinn er í vörslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og tekur skrifstofa félagsins við áheitum og gjöfum í sjóðinn. Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.