Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 37
VIÐTAL Hjúkrunarþjónustan Karitas sjúklinga á Landspítala við Hringbraut og á legu- og göngudeild í Fossvogi. Þar fór fram mjög mikil starfsemi og sjúklingarnir fengu frá- bæra þjónustu. Núna er öll starfsemin á Hring- brautinni, á einni deild og örlitlum hluta ann- arrar og þetta er eina krabbameinslækninga- deildin á Islandi fyrir utan krabbameinslækn- ingadeild kvenna. Þarna er lítil göngudeild þar sem plássið er allt of lítið fyrir allt það fólk sem er með þennan sjúkdóm, og læknarnir hafa tak- markaðan tíma til að sinna sjúklingunum sín- um. Fyrir sameininguna var hægt að senda j sjúkling að heiman til skoðunar hjá lækni á deildina í Fossvogi. Sjúklingurinn gat verið þar í eftirliti í nokkrar klukkustundir og farið síðan heim ef hann þurfti ekki að leggjast inn. Sjúkl- ingurinn fékk þá úrlausn sinna mála strax en þurfti ekki að bíða í langan tíma eða fara í langa biðröð á bráðamóttöku eins og nú. Allir eru sammála um að þjónustan hafi versnað til muna, ekki síst sjúklingarnir. Núna þurfa þeir að panta tíma hjá lækninum með löngum fyrir- vara og það er ekki hægt að skjóta þeim þar inn til að láta líta á þá þegar á þarf að halda. Krabbameinssjúklingar eru einu sinni þannig að þeir eru með einkenni NUNA og á þeim þarf að taka FLJÓTT.“ . - Hvaða lírræði hafa þeir þá? „Bara bráðamóttökuna en hún er ekki rétti staðurinn fyrir bráðveikan krabbameinssjúkl- ing. Þeir þurfa að eiga samastað þar sem þeir þurfa ekki að rekja sögu sína aftur og aftur. Stað þar sem er fólk sem þekkir til þeirra sér- stöku vandamála. Starfsfólkið á bráðamóttök- unni er sama sinnis. Þetta er líka mjög mikið afturhvarf frá því sem var þar áður þegar sjúkl- ingar gátu komið beint inn á deildina sína.“ Ekki komist nærri eins langt og viö vildum Og Hrund segir að vegna alls þessa sé ásóknin í þjónustu Karitas orðin enn meiri og sjúklinga- fjöldinn hafi aukist um helming. Til að sinna þessari aukningu hafa þær einfaldlega unnið meira. Opinberir aðilar virðist nefnilega ekki hafa skynjað þetta ástand því enn eru aðeins fjórir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi sem halda starfsemi Karitas gangandi. Að vísu hafa fengist tvö aukaleyfi, annað tímabundið, svo nú eru sex hjúkrunarfræðingar viðloðandi Karitas en þar af er einn í barnsburðarleyfi og annar vinnur lítið. Verst segir Hrund þó vera að Tryggingastofnun setur kvóta á þær vitjanir sem þær mega fara í, þ.e. 70 á mánuði. Þetta eigi allir bágt með að skilja og hún segir að í svona vinnu sé afar erfitt að passa upp á að fara ekki yfir kvótann. Oft sé það einfaldlega ekki hægt en þær vitjanir, sem farið er í fram yfir kvótann, fái þær ekki greiddar. Þær hafi þvf engin önn- ur ráð en skera niður þjónustuna en það þýðir aftur að inn- lagnir verða fleiri á sjúkrahúsið, fáist pláss, og allir vita hvað innlagnir kosta. Nú er verið að vinna að nýjum samningi TR við hjúkrunar- fræðinga í heimahjúkrun svo kannski verður unnin þarna bragarbót á. Hrund er þó ekki bjartsýn og segir ákvörðun um! svona þjónustu verða að koma frá heilbrigðisyfirvöldum en ekki starfsfólki TR. Þar verði að taka um það ákvörðun hvort sinna eigi sjúklingum f heimahúsum, og þá með öllu sem til þess þarf, eða að það sé alls ekki gert. Sjálf vildi hún sjá að veglegri fjárhæð væri veitt til rekstrar og þróunar á því fyrirbæri sem Karitas er. Þær hjá Karitas hafa farið á Auðar-námskeið þar sem þær hafa unnið úr ýms- um hugmyndum til að útvíkka starfsemina. „En starfið tekur svo mikla orku og við höfum ekki haft tíma til að leita leiða til þess að afla fjár til að greiða stjórnanda, eða einhverjum sem sæi um framþróun starfseminnar, og höfum því ekki komist nærri því eins langt og við vildum," segir Hrund. „Öll okkar orka í þessi ár hefur fyrst og fremst farið til þeirra sem hún á að fara, þ.e.a.s. sjúklinganna. Og okkur langar til að halda áfram að starfa sjálfstætt á þessum vettvangi," bætir hún við. „Og gera jafnvel enn betur þannig að öll sú reynsla og þekking, sem tekist hefur að afla með starfsemi Karitas í þessi 10 ár, komi enn fleirum til góða.“ Við Iátum þetta vera lokaorðin í spjalli okkar Hrundar en þess má geta að ef einhverjir vilja láta fé af hendi rakna í styrktarsjóð Karitas þá er hægt að fá um hann upplýsingar í síma 551 5606. En auk þess að standa undir tækjakaupum og að einhverju leyti menntun starfsmanna Karitas þá hafa fjárhagslega illa staddir sjúklingar Karitas verið styrktir með fé úr sjóðnum. Bryndis Kristjánsdóttir bryndisk@mmedia.is Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.