Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 18
 hélt engu niðri og þegar ég ætlaði að klæða mig í síðbuxurn- ar mínar þegar að heimför kom, duttu þær á gólfið, frúin hafði misst 12 kíló þessar sex vikur. Þarna var ég virkilega veik og fékk að reyna á eigin líkama hvað það er að vera al- gjörlega hjálparvana og upp á umhverfið komin. Því miður voru þeir fáir hjúkrunarfræðingarnir sem veittu mér að- hlynningu, það gerðu aftur á móti sjúkraliðarnir. Hjúkrunar- fræðingar á bráðaspítala eru komnir langt í burtu frá næring- armálum sinna skjólstæðinga og er það miður. Eg gat ekkert borðað af því sem ég fékk en reyndi að telja það upp sem ég hélt að ég gæti haft lyst á. Þegar svo maturinn kom horfði ég bara á hann og fylltist ógleði. Þá fyrst skildi ég krabbameins- sjúklingana sem ég hafði hjúkrað í gegnum tíðina sem höfðu ekki haft neina matarlyst og bara það að horfa á matinn olli þeim ógleði. Þannig gekk það í nokkurn tíma eða þar til einn deildarstjórinn tók frá mér bakkann og sá að allt var óhreyft. Hún fór að spyrja mig út í næringarmálin og taldi fulla þörf á því að senda til mín næringarráðgjafa. Stelpan sú var brandklár. Hún sagði mér að loka augunum og reyna að fá upp í hugann einhverja fallega mynd sem tengdist mat. Ég gerði það og allt í einu sá ég mig sem litla stúlku taka upp kartöflur með Sigurrósu ömmu minni vestur á Patreksfirði. Ég gæti hugsað mér eina nýupptekna kartöflu sagði ég. Þær stöllur mínar á stofunni veltust um af hlátri þegar þær sáu næst á disknum mínum þessa einu pínulitlu kartöflu. En einhver stífla hafði brostið og seint og um síðir gat ég kom- ið henni niður, þar með var björninn unnin og lystarleysi hefur ekki hrjáð mig síðan. Þessi reynsla mín hinum megin við heilsulínuna hafði um margt verið mér til umhugsunar. Ég óskaði þess oft að ég hefði haft þann þroska, sem ég nú taldi mig hafa, þegar ég var ung hjúkrunarkona að sinna bráðveiku fólki. Ég held að það sé mikilvægt að á bráðadeildum sé nokkur aldursdreif- ing hjá starfsfólki, með því móti er hægt að koma betur til móts við þarfir skjólstæðinganna. Það er ótrúlega gott þegar maður er veikur að fá að vera óáreittur í sjúklingshlutverk- inu, nákvæmlega sama hversu mikil fagmanneskja maður er, sjúklingur verður maður að fá að vera. Samhygð og hlýja frá starfsfólkinu er eins og besta balsam og ekki spillir fyrir ef gleðin fær líka að fylgja með. Það er bókstaflega lífsnauðsyn- legt að geta hlegið og gert grín að sjálfum sér, hversu illa sem maður er haldinn. Þá er ég ekki að tala um grín sem meiðir heldur sem græðir og styrkir. Ég hafði oft velt því fyrir mér hvernig ég myndi bregðast við ef krabbameinið tæki sig upp á ný. Um þetta spyrja allir sjálfa sig sem einu sinni hafa fengið sjúkdómsgreininguna krabbamein. Þegar ég var í meðferðinni á Landakoti var ekk- ert til sem hét styrktarfélag fyrir krabbameinssjúklinga. Það var mikið rætt um það hversu nauðsynlegt væri að stofna slíkt félag. Styrkur, félag krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, var síðan stofnað árið 1988. Það var fullt út úr dyrum í Skógarhlíð- inni stofnkvöldið, eldmóðurinn brann á fólki. Flestir sem völdust þar þá í forystu eru fyrir löngu komnir yfir móðuna miklu, það sama er um vinina sem ég eignaðist í lyfjameðferðinni, ég er ein eftir. Haustið 1997 kom reiðarslagið, ég var komin með krabbamein í brjóstið sem hafði verið byggt upp. Enn einu sinni lagðist ég inn á Borgarspít- alann og nú var nýja brjóstið mitt fjarlægt. Um nóttina staulaðist ég fram á snyrtinguna þar sem búið var að taka vökvann niður. Ég gerði morgunmatnum lítil skil, var enn þá hálf-vönk- uð þegar stofugangur geystist inn á stofuna. Deildarlæknirinn var þar kominn en ekki minn læknir, hann hafði haldið utan um morguninn. Hér hefur ekkert blætt, sagði hann og reif upp umbúðirnar, hún getur farið heim á eftir. Dóm- urinn var fallinn. Þarna lá ég og sagði ekki auka- tekið orð yfir þessum ósköpum og ekki heyrðist neitt í hjúkrunardeildarstjóranum. Ég reyndi að tylla plástrinum yfir skurðsárið, hringdi bjöll- unni og fékk síma inn. Það kom fát á manninn minn þegar ég bað hann um að koma og sækja mig strax. Þarna lá ég, residiv ca. mammae kona sem enginn leit á eða virtist kæra sig um, nema að koma mér sem fyrst burtu. Þá kom inn á stofuna hjúkrunarfræðingur sem ég þekkti. Hún var að vitja um sjúkling í næsta rúmi en settist hjá mér og fór að spjalla. Ég sagði henni mínar farir ekki sléttar, ég ætti að fara heim sem fyrst og enginn hefði talað við mig, hvað þá hug- leitt það að nú var ég með eitt brjóst og þurfti eitthvað í brjóstahaldarann í staðinn fyrir það sem farið var. Hún reyndist mér hjálpleg, lét mig hafa þetta fína kot þannig að ekki herti að skurðsárinu og í hjólastól var ég keyrð niður. Seinna þegar ég kom í eftirlit á deildina tók ég þetta upp við deildarstjórann en hún brást í raun ókvæða við, sagði það læknanna að ákveða hverjir færu heim. Það fór lítið fyrir því að þarna væri um einstaklingshæfða hjúkrun að ræða eða að ég fengi hjálp af nokkru tagi þó ég væri í virkilegri þörf fyrir allt það sem svo fallega er sett á blað um hjúkrun slíkra kvenna. Enn fór ég á Heilsustofnunina í Hveragerði að safna kröftum og eftir tvo mánuði var ég komin til starfa á ný. Það var eftir á að hyggja alltof 16 Timarit íslenskra hjukrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.