Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 34
Bryndís Kristjánsdóttir ræðir við Hrund Helgadóttur, einn af stofnendum Hjúkrunarþjónustunnar Karitas ■ ■ Oll okkar orka hefur farið til sjúklinganna Hjúkrunarþjónustan Karitas fagnaði 10 ára afmæli í okt- óber sl. en þjónustan hóf starfsemi sína 1. október 1992. Hrund Helgadóttir er einn stofnendanna og var hún fengin til að segja lesendum Tímarits hjúkrunarfræöinga frá Karitas. Hún byrjar að segja frá aðdragandanum: „Karitas varð eiginlega til út frá Heimahlynningu Krabba- meinsfélags Islands. Þar höfðum við verið að störfum, ég og Þóra Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og sáum þörf fyrir þjónustu sem Heimahlynning veitti ekki en það var þjónusta við sjúklinga krabbameinslækningadeildar Land- spítalans við Hringbraut. A þessum tíma var líknarmeðferð rétt að taka sín fyrstu skref og menn voru ýmist með eða á móti því að tala um líknandi meðferð. Við Þóra Björg fórum í samstarf við stjórn spítalans og deildarinnar og vorum í hlutastarfi við að þróa þjónustuna en fórum jafnframt í vitj- anir í heimahús sem greiddar voru af Tryggingastofnun." Hrund segir að nokkru síðar hafi hjúkrunarfræðingarnir Kjellrun Langdal og Erna Haraldsdóttir komið til starfa hjá Karitas og að töluverðar breytingar hafi orðið á starfseminni í byrjun árs 1994. Það var í kjölfar þess að Tryggingastofnun setti starfseminni ákveðna úrslitakosti, annars yrði samn- ingnum við hana sagt upp. „Við höfðum fengið aðsetur í einu horni herbergis aðstoðar- lækna krabbameinslækningadeildarinnar og fengum þangað sendan póst og geymdum þar pappíra. Að öðru leyti unnum við aðeins í heimahúsum. Tryggingastofnun gerði miklar at- hugasemdir við þessa aðstöðu inni á spítalanum og við urð- um því að fara þaðan. Við leigðum okkur þá herbergi fyrir ofan Laugavegsapótek, sem segja má að hafi verið okkar sjúkrahúsapótek sem sá um allar sérþarfir sjúklinga okkar. Þetta varð til þess að ákveðinn aðskilnaður varð við deildina og samstarfið minnkaði. En fyrir vikið urðum við miklu sjálf- stæðari og okkar vinna varð mælikvarði á gæði þjónustunnar." Breytingar voru gerðar á rekstri Laugavegsapóteks og þá þurfti Karitas aftur að flytja, í þetta sinn í núverandi hús- 32 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 Karitas er komið úr latinu og merkir kærleikur. Karitas var ennfremur gyðja kærleikans og dregur hjúkrunarþjónustan nafn sitt af henni. næði starfseminnar að Ægisgötu 26. Þar hefur Karitas haft aðsetur í fjórum litlum herbergjum sem þó duga starfseminni vel. I upphafi, þegar Hrund fékk leyfið frá TB til að stunda heima- hjúkrun, fékk hún 20.000 kr. í rekstrarstyrk og síðan ekki söguna meir. Fjárskortur hefur því alltaf háð starfseminni þó hún hafi að öðru leyti gengið ágætlega. „Við fáum vitjanalaun," segir Hrund. „En öll þessi ár höfum við sinnt bakvöktum launalaust. Við skiptum með okkur vöktum allan sólarhringinn, allan ársins hring, en fáum ekki laun fyrir það. Við fáum þó greitt sérstaklega ef við erum kallaðar út. Ef vitjanir á bakvakt eru skipulagðar fyrir fram eru aðeins greidd dagvinnulaun og þá er alveg sama hvort þær eru að næturlagi eða á stórhátíðum. I ár- anna rás höfum við oft rætt um að reyna að fá fjárveitingu einhvers staðar til að standa straum af kostnaði við bakvaktirnar, s.s. frá Krabbameinsfélagi Islands sem sér um að greiða bakvaktastarfsemi Heimahlynningar, eða frá einhverjum öðrum. En við höfum alltaf komist að þeirri niðurstöðu að við kjósum heldur að halda áfram að vera al- veg sjálfstæðar og óháðar nokkrum launagreið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.