Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 41
VIÐTAL Guðrún Einarsdóttir hjá Heimahlynningu K.l. enn fremur sé mikið og gott samstarf á milli hjúkrunarfræðinganna. „Við förum til skiptis í vitjanir til skjólstæðinga okkur og það kemur vel út því betur sjá augu en auga. Einn hjúkrunar- fræðingur er á bakvakt alla daga, sólarhring í senn hvert okkar, og alltaf er hægt að ná í lækni.“ - Hver finnst þér helsti munurinn á starfi þínu á spítalanum og í Heimahlynningu? „Hér er starfið miklu persónulegra. Það gefst meiri tími með hverjum og einum og hægt að sinna sjúklingunum betur andlega, en andleg líðan verður ekki skilin frá þeirri líkamlegu í hjúkrun." - Þessi nánd og aðstæðurnar sem þií nefnir. Veldur það ekki auknu álagi á hjúkrunar- fræðinginn? Guðrún svarar því til, að starfinu fylgi oft erfið- ar aðstæður en bætir við: „En hvort þær valda auknu álagi veit ég ekki, kannski frekar öðru vísi álagi. Hvað mig sjálfa varðar tel ég mikil- vægt að vera búin á ná færni í að aðskilja vinnu og einkalíf þó það takist ekki alveg alltaf.“ Fjölskylduvænt starf Guðrún er gift og á þrjú börn, 20 ára, 16 ára og 6 ára. Hún segir að Heimahlynningin sé mun fjölskylduvænni en sjúkrahúsvinnan því vaktavinnan þar sé erfið fyrir alla fjöl- skylduna. „Nú er ég á bakvakt sjötta hvern sólarhring og get verið heima á milli útkalla. Það var gaman að vinna á sjúkra- húsinu en álagið var mikið og vinnutíminn óreglulegur. Það er stór þáttur í því að mínu mati að hjúkrunarfræðingar leita í æ ríkara mæli starfa utan sjúkrastofnana." - Eru hjúkrunarfræðingar þá að fjarlægjast sjúklingana á spítölunum að þínu mati? „Það held ég nú ekki, þetta hefur breyst samfara styttri legu- tíma. Þar af leiðandi er hraðinn oft meiri og tengslin við sjúklinginn kannski ekki eins mikil og náin og áður,“ svarar hún. Guðrún er að lokum spurð, hvort einskis sé að sakna frá spítalalífinu. Hvað til dæmis með ímyndina, búninginn? „Taskan mín tók svolítið við þessu hlutverki sem þú nefnir með búninginn. Ég er alltaf með töskuna mína með mér. Hún veitir mér eflaust visst öryggi,“ segir Guðrún brosandi, og við þökkum henni skemmtilegt viðtal. Fríöa Proppé, fproppe@isl.is Fréttir frá Innsýn Síðastliðið ár hjá Innsýn (félagi hjúkrunarfræðinga sem starfa viö speglanir á meltingarvegi og öndunarfærum) var fremur rólegt og stórtiöindalítið. Þó voru félagar sem oft áður á faraldsfæti á ráöstefnur hér og þar um heiminn. í byrjun ársins 2002 var haldin heimsráöstefna meltingarlækna og speglanahjúkrunarfræðinga i Ban- kok íTælandi. Tveir hjúkrunarfræðingarfrá Innsýn sóttu þessa ráöstefnu sér til fróöleiks og skemmtunar. Síðastliöið vor var amerisk ráðstefna fyrir speglana- hjúkrunarfræðinga haldin í Arizona í Bandaríkjunum og sótti einn Innsýnarfélagi þá ráðstefnu og á svipuðum tima var norræna ráöstefnan haldin, að þessu sinni i Danmörku. Einn íslenskur hjúkrunarfræöingur sótti einnig þá ráðstefnu. Að lokum, þ.e.a.s. i október, var svo evrópska meltingarráðstefnan haldin í Genf í Sviss og sóttu hana að þessu sinni fjórir Innsýnarfélgar. Það er gaman að geta sagt frá þvi hversu duglegir íslenskir hjúkrunarfræðingar eru að sækja sér símenntun og fræðslu og hversu vel þeir fylgjast meö þeim nýjungum sem boðið er upp á í faginu. Það kemur berlega í Ijós þegar við förum til útlanda á ráðstefnur að við hér í íslandi erum mjög framarlega í þessu fagi og erum fljót að tileinka okkur nýjungar, bæði tæknilega séö og í öllu því sem við kemur hjúkruninni. Það er einnig í þessu sambandi gaman að geta þess að í tengslum við ráðstefnuna í Genf var haldinn fundur hjá SIGNEA, sem eru alþjóðsamtök hjúkrunarfræðinga sem starfa við spegl- anir, og var formaður Innsýnar, Herdís Ástráðsdóttir, kjörin í stjórn þeirra samtaka. Undanfarin ár hefur veriö starfandi nefnd á vegum ESGENA (Evrópu- samtaka hjúkrunarfræðinga sem starfa við speglanir) sem hefur haft það hlutverk að gera tillögur að starfslýsingu speglanahjúkrunarfræö- inga og einnig aö leggja fram tillögur um hvernig að sérnámi þessara hjúkrunarfræðinga skuli staðið. Einn íslenskur hjúkrunarfræðingur situr í þessari nefnd. Nefndin hefur nú nýverið skilað sínum tillögum og verða þær kynntar félögum í Innsýn innan skamms. Aðalfundur Innsýnar var haldinn i nóvember 2002. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarsörf. Einn stjórnarmeölimur baðst lausnar og var annar hjúkrunarfræðingur frá sömu stofnun kosinn í stjórn í henn- ar stað. Að ööru leyti var stjórnin endurkjörin óbreytt. Aö lokum sendi ég, fyrir hönd félaga i Innsýn, bestu óskir til ykkar allra um gleðilegt ár. Ragnheiöur Gunnarsdóttir, gjaldkeri í stjórn Innsýnar Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.