Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 8
Margrét Pálsdóttir og Gísli Vigfússon Hitatap í svæfingu Margrét Pálsdóttir starfar sem svæfingahjúkrunar- fræðingurviö svæfinga- deild Landspitalans við Hringbraut. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla islands 1982. Fékk sérfræðirétt- indi i svæfingahjúkrun frá Nýja hjúkrunarskólanum 1986. Tók B.Se. próf frá hjúkrunarfræðideild Háskóla islands 2001. Útdráttur Gisli Vigfússon, fæddur i Vestmannaeyjum 1951, stúdent frá MA 1971, útskrifaðist úr læknadeild H.i. 1977. Sérfræðingur í svæfingum, deyfingum og gjörgæslu 1984. Sérfræð- ingur á Landspitala við Hringbraut frá 1986. Inngangur: Þekkt er aö hitatap veröur viö svæfingu og aðgerð. Tilgangur könnunar var aö skoöa hvort mis- munandi aldur, tegund aögeröa og mismunandi hitunaraðferðir á LSH viö Hringbraut heföu áhrif á kjarna- hita hjá sjúklingum í svæfingu. Efniviöur og aðferðir: 205 sjúklingar voru meö í úttektinni. Þeim var annars vegar skipt í fjóra hópa og hins vegar í tvo hópa eftir tegund aögeröa. Skráöur var lofthiti á aögeröarstofu í byrjun og lok svæfingar. Kjarna- hiti sjúklinga var skráöur í byrjun svæfingar og aögeröar og lok svæfingar. Notkun hitablásara og hitapoka var skráö hjá hópunum. Niöurstööur: Aö jafnaöi tókst aö halda kjarnahita nær óbreyttum milli mælinga í hverjum aldursflokki fyrir sig. Sama má segja um opnar holrýmisaögeröir og lokaöar. Notkun hitahindrandi/hitahækkandi aöferöa var meiri í yngstu og elstu hópunum svo og viö opnar holrýmisaögeröir. Alyktun: Notkun hitahækkandi eöa hitahindrandi aðferða var oftast beytt hjá hópum þar sem búast mátti viö mestu hitatapi (börnum, öldruðum og í opnum holrýmisaögeröumj. Þannig hélst kjarnahiti nær óbreyttur á milli mælinga hjá þeim. Niöurstööur þessar eru í samræmi viö ráðleggingar um hitameöferö sjúklinga í svæf- ingum á sjúkrahúsum vestan hafs og austan. Helstu lykilorö: Svæfing, hitatap, skuröaögerö, hjúkrun. Inngangur Hitatap í svæfingu og aðgerð er þekkt vandamál sem getur haft varanleg áhrif á árangur aðgerðar, aukið hættu á fylgi- kvillum og seinkað útskrift sjúklinga af sjúkrastofnun. Ó- æskilegt hitatap í svæfingu getur því leitt til aukins kostnað- ar í heilbrigðisþjónustunni. Hitatap getur orðið með ýmsum hætti á meðan á svæfingu og aðgerð stendur. Tegund og tímalengd aðgerðar, svæfingar- og deyfingarað- ferð svo og aldur sjúklings hafa áhrif á hitatapið. Ymsar leiðir eru til að forðast eða draga úr hitatapi í svæfingu. Má þar nefna hitapoka, teppi, hitablásara, heita vökva, háan lofthita og hitun um loftvegi með heitum innöndunarsvæf- ingarlyfjum. Þessum hitunaraðferðum hefur verið beitt um margra ára skeið á skurðstofum Landspítala- háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Fræðileg umfjöllun Eðlilegur líkamshiti hjá mönnum er um það bil 37°C. Við breytingar á hitastigi um aðeins 0,2 °C bregst sjálfvirkt kerfi við sem dregur úr eða eykur líkamshita með svita, æðasamdrætti eða æðaútvíkkun (Sessler, 2000). Við svæfingu verður röskun á hitastjórnun mið- taugakerfisins sem leiðir til þess að stjórnkerf- ið bregst treglega við boðum um breytingar frá ytri boðtækjum í húð og vöðvum (Sessler o.fl., < 4 > 6 Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.