Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 38
Fríða Proppé ræðir við Helga Benediktsson, hjúkrunarfræðing hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélags Islands Líknarmeðferð er að hlúa að lífinu Þeir sem eru mest menntaðir eru lengst frá sjúklingunum. Stefna sjúkrahúsanna er sú að sjúklingar dvelji æ skemur á sjúkrahúsum. Sjúklingur er minna kvíðinn og spenntur dvelji hann í heimahúsi og allar upplýsingar komast þar betur til skila. Heimahlynning Krabbameinsfélags Islands hefur reynst hagkvæm fyrir sjúklinginn, aðstandendur og þjóðfélagið í heild og hún byggist á víðtæku samstarfi við líknardeildir, sjúkrahús og heimaþjónustuna. Tilhneiging mun verða í þá átt að þjónusta utan sjúkrastofnana aukist. Líknarmeðferð er að hlúa að lífinu og er sérgrein bæði í læknis- og hjúkrunarfræðum. Þetta og margt fleira kemur fram f viðtalinu sem fer hér á eftir við Helga Benediktsson, hjúkrunarfræðing hjá Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Helgi útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarslcóla Islands árið 1977. Sérnámi í gjörgæsluhjúkrun lauk hann 1983 frá Nýja hjúkrunarskólanum. Hann hefur starfað á handlæknis- og lyflæknisdeildum hérlendis, í Noregi og Svíþjóð. Við gjör- gæslu vann hann í tíu ár og sl. tíu ár við Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. 36 „Hjúkrun og störf á spítala taka mið af hverjum tíma. Hjúkrun fyrir 20 árum var til dæmis öðru vísi en hjúkrun fyrir 50 árum. Ég hef ekki séð mælieininguna yfir hvað er betra og hvað verra. Margt hefur áunnist, annað staðið í stað“ sagði Helgi fyrst er við settumst niður í húsnæði Heimhlynningar að ræða reynslu hans og viðhorf. Við hófum viðtalið með spurningunni um, hvort hjúkrunar- fræðingar væru hugsanlega að fjarlægjast sjúklingana og þá sérstaklega á spítölunum. Helgi svaraði: „Ég hef starfað mik- ið erlendis og séð það gerast, að þeir hjúkrunarfræðingar, sem eru mest menntaðir, eru hvað lengst frá sjúklingunum. Hraðinn á spítölunum er miklu meiri en áður og stefnan er sú að sjúklingar dvelji eins stutt og hægt er á spítölunum. Ymislegt varðandi umönnun fer því eflaust forgörðum vegna tímaleysis, en það má ekki einblína á það." Jákvæðan þátt í Timarit íslenskra hjukrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 Helgi Benediktsson, hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélags islands. þessari þróun nefndi Helgi t.d. gífurlega fram- þróun í aðgerðum og meðferð og þessi þróun styttir stöðugt dvalartíma sjúklinga á spftölum. Minnkar kvíöa og spennu Að sögn Helga hófu hjúkrunarfræðingar starf- rækslu Heimahlynningar K1 með líknandi með- ferð í heimahúsum fyrir 15 árum. Starfsemin er á þeirra eigin ábyrgð. „Við höfum því engan annan til að agnúast út í,“ sagði Helgi um upp- haf þjónustunnar og bætti við: „Þetta voru straumhvörf að svo mörgu leyti. Sjúklingurinn fékk tækifæri á að dvelja heima hjá sér í sínu umhverfi og hafði að baki hjúkrunar- og lækn- isþjónustu allan sólarhringinn. Spítalar eru ó- persónulegir og kvíðvænlegir fyrir sjúklinginn og aðstandendur og sjúklingar fara í fósturstell- ingarnar við innlögn. Það minnkar kvíða og spennu að vera á sínu heimili og þannig kom- ast allar upplýsingar betur til skila, jafnt til sjúklingsins og aðstandendanna. Með Heima- hlynningunni fengust nýjar víddir. Sjúklingar- nir geta verið heima og notið þar öryggis og það hefur reynst hagkvæmt fyrir alla aðila, sjúkling- inn, aðstandendur og þjóðfélagið." Aðspurður hver munurinn væri fyrir hjúkrunar- fræðinginn að vinna í heimahúsum miðað við spítala, sagði Helgi m.a.: „Við að annast sjúkl- ing í heimahúsi fást ýmsar nytsamlegar upplýs- ingar með því að skoða nánasta umhverfi, einnig næst betra samband og aukið traust á milli sjúklingsins og fagaðila."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.