Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 19
FRÉTTAMOLAR... snemmt og ég var lengi að ná upp þreki. Þegar einhver greinist með krabbamein í fyrsta sinn tala allir um það, hið eina er að fólk er oft : óskaplega upptekið af því að segja manni frá einhverjum sem það þekkir sem er nýgreindur, í meðferð, liggur fyrir dauðanum eða nýlega dá- inn. Ekkert fór meira í taugarnar á mér, ég hafði nóg með mig. Sama hugsunarleysið var til staðar þegar ég hitti fólk sem sagði: En gaman að hitta þig, ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig eða koma til þín. En gerði svo ekkert f því. Þegar maður síðan greinist aftur ríkir þögnin ein. Fólk er óttaslegið og ræðir ekki þessa hluti af fyrra bragði við mann. A tímabili velti ég því fyrir mér hvort ég afneitaði staðreyndum þar | sem mér reyndist létt að vinna mig út úr áfall- inu. Að hugsuðu máli held ég að það sé ekki. Æðruleysi er það sem ég hef reynt að rækta með mér og það hefur alla tíð hjálpað mér í erf- iðleikunum - ásamt gleðinni, eins og segir í svo yndislegu ljóði: Ljúfasta gleði allrar gleði er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt engu, sem manni er á valdi eða í vil, gleði yfir engu og gleði yfir öllu gleðin: að vera til.2 Axel Juel I í dag er ég glöð, nýt lífsins og horfi til framtíð- ar. Ég er búin með öll námskeið til meistara- | gráðu í Norræna heilsuverndarháskólanum í Gautaborg og er að byrja á ritgerðinni. Það var mér mikil vítamínsprauta að fara þangað bæði sem fagmaður og einnig sem manneskja. Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að við sem höfum þessa reynslu og erum hjúkrunarfræð- | ingar ættum ekki að stofna hóp. Þannig gætum við e.t.v. miðlað til okkar stallsystkina og það yrði síðan sjúklingum til góðs. Hafi einhverjir svipaðar hugleiðingar og ég væri gaman að heyra frá þeim. Nýr barnaspítali tekinn til starfa Nýbygging barnaspítala Hringsins var formlega tekin í notkun þann 26. janúar við hátíðlega athöfn og að viðstödddu fjölmenni. Eins og sagt var frá í síðasta tölublaöi Tímarits hjúkrunarfræðinga liggur aö baki mikil vinna, um áratugur er síöan farið var í greiningarvinnu fyrir barnaspit- alann og byggingartimi hefur veriö um fimm ár. Nýi spitalinn er á Land- spítalalóðinni við Hringbraut og með tilkomu hans veröur gjörbylting á allri aðstööu fyrir starfsfólk og ekki siður foreldra, aö sögn Önnu Ólafíu Sigurðardóttur, deildarstjóra og verkefnisstjóra barnaspitalans. Sviöstjórar barnasviðs ásamt deildarstjórum og yfirlaeknum. Séð frá vinstri: Ragnheiður Siguröardóttir deildarstjóri, Anna Ólafía Sigurðardóttir deildarstjóri, Sigurður Kristjánsson yfirlæknir, Gunnlaugur Sigfusson sviöstjóri lækninga, Árni V. Þórsson yfirlæknir, Ásgeir Haraldsson prófessor og yfirlæknir, Þráinn Rósmunds- son yfirlæknir, Magnús Ólafsson sviðstjóri hjukrunar, Auður Ragnarsdóttir deildarstjóri, Sigriður Magnúsdóttir deildarstjóri, Herdis Gunnarsdóttir deildarstjóri, Gunnar Jónasson yfirlæknir og Atli Dagbjartsson yfirlæknir. CGFNS-prófið Flest ríki i Bandaríkjunum krefjast þess aö erlendir hjúkrunarfræöingar taki CGFNS-prófið (Commission on Graduates of Foreign Nursing Schools) sem er hjúkrunar- og enskupróf fyrir erlenda hjúkrunarfræð- inga sem hafa hug á að fara í nám eða starfa i Bandaríkjunum. Hjúkr- unarfræðingar veröa að standast þetta próf til að fá aö taka NCLEX- RN-hjúkrunarprófið (National Council of State Boards of Nursing) sem er samræmt próf sem allir bandarískir hjúkrunarfræðingar veröa aö taka til að fá hjúkrunarleyfi. CGFNS-prófiö er haldið viðs vegar um heim a.m.k. tvisvar á ári. Allar nánari upplýsingar um prófið er aö finna á heimasíöu þess, www.cgfns.org. Einnig er hægt aö sækja um prófið á heimasíöunni. Reykjavík, í janúar 2003, Sigþrúður Ingimundardóttir. sigtrud@solvangur.is 1 Hallfriður Ingimundardóttir, úr Ijóöabókinni Á undarlegri strönd. 1 Ljóð frá ýmsum löndum eftir Magnús Ásgeirsson. Frekari upplýsingar fást hjá: Commission on Graduates of Foreign Nursing Schools, 3600 Market Street, Suite 400, Philadelphia, PA 19104-2651, USA Sími: (215) 222 8454 • Myndsími: (215) 662-0425 Netfang: info@cgfns.org • Vefsíða:www.cgfns.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.