Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 36
34 Jafnt heföbundin sem óhefðbundin meöferö Nú liggur beinast við að biðja Hrund að lýsa þeirri þjónustu sem hjúkrunarfræðingar Karitas veita sjúklingum: „Læknar eða hjúkrunarfræðingar deildanna vísa sjúklingum til okkar. Við byrjum á því að mæla okkur mót við sjúkling- inn og fjölskyldu hans til að kynna þeim þjónustu okkar og fá um leið upplýsingar um vanda sjúklingsins. Okkur finnst mjög gott þegar við fáum sjúkling snemma til okkar svo að við fáum tíma til að kynnast honum og fjölskyldunni áður en hann er orðinn mjög veikur. Oft kynnumst við sjúklingum þegar þeir eru í sk. líknandi lyfja- eða geislameðferð, með- ferð sem er til að halda sjúkdómnum niðri en ekki til að lækna hann. Flestir okkar sjúklinga eru með dreift eða mjög alvarlegt krabbamein og við veitum þeim líknarmeðferð sem stuðlar að því að minnka einkenni sjúkdómsins á allan hátt. Við förum í vitjanir, sem Tryggingastofnun greiðir fyrir, og erum alla jafna með 40-45 skjólstæðinga. Við störfum í einu teymi sem þýðir að við vitum allar allt um alla okkar skjól- stæðinga. A vöktunum getum við því allar brugðist við því sem kann að koma upp á. Við erum allan sólarhringinn í beinu símasambandi við lækni sjúklingsins og ef ekki næst í hann þá eru alltaf læknar á sjúkrahúsunum sem geta aðstoð- að okkur við að taka ákvarðanir. Meðferðin byggist fyrst og fremst á einkennameðferðinni sem segja má að sé aðalatriði líknarmeðferðar. Hún beinist að því að minnka einkenni sjúkdómsins eins og hægt er og það er gert með notkun margs konar lyfja og annarra aðferða og jafnvel getur lyfja- meðferðin verið óhefðbundin. Við getum þá verið að nota lyf við einkennum sjúkdómsins sem að öllu jöfnu eru notuð við einhverju öðru og stundum nýtum við okkur jafnvel auka- verkanir lyfja. Sem dæmi má nefna að sjóveikiplástur er not- aður til að minnka slímsöfnun í öndunarvegum." mikilvægt að geta greint á milli krabbameins- verkja og annarra verkja til þess að geta haldið sterkum verkjalyfjum í lágmarki." - Þurfið þið ekki að hafa meiri sálfræðiþekk- ingu en gengur og gerist? „Jú, tvímælalaust. Við höfum reynt eftir megni að afla okkur þekkingar á því sviði auk þess sem við höfum allar einhvern tíma verið sjálfar undir handleiðslu eða í sálfræðimeðferð. Við reynum því að huga vel að þessum mikilvæga þætti bæði hjá okkur sjálfum og sjúklingunum. Þetta er erfið vinna og við kynnumst ýmsu. Þetta er fólk sem á erfitt og vekur hjá okkur alls konar tilfinningar, margar hverjar þannig að þær gera okkur erfitt fyrir í vinnunni. Við þurf- um því virkilega að vinna með okkar eigin til- finningar gagnvart því sem er að gerast til að útkoman verði farsæl fyrir sjúklinginn og okkur sjálfar - ekki síst til að við endumst í starfinu. Krabbameinshjúkrun er þekkt fyrir að þar brenni fólk tiltölulega fljótt út. Eftir að hafa starfað í 13 ár við krabbameinshjúkrun, og af þeim 10 ár hjá Karitas, þá er ég sannfærð um að þetta er forsenda þess að geta unnið í þessu starfi og gert að ævistarfi, ef það er þá hægt. En svo má segja að um leið og maður vinnur þarna tilfinningavinnu með sjálfan sig lærir maður um leið þær aðferðir sem sálfræðingarnir búa yfir, s.s að spyrja og hlusta eftir réttu hlutun- um, þannig að þetta er því eins og óbeinn skóli.“ - Hvaða öðrum aðferðum heitið þið? „Við höfum menntað okkur í ýmsum öðrum aðferðum, t.d. nuddi, sk. pólun og annarri snertimeðferð. Einnig höfum við lagt mikið upp úr því að læra að taka viðtöl, beita viðtals- meðferð og sálgæslu. Tveir hjúkrunarfræðinganna, sem með okkur starfa, eru einnig djáknar. Trúin, þekking á guðfræði og boðskap Jesú Krists getur verið afar mikilvæg mörgu veiku fólki. Við búum því yfir ýmissi þekkingu sem við nýt- um eftir því sem fólk vill og þarf á að halda. Sem dæmi get ég nefnt að fyrst þegar fólk kemur til okkar, og er illa haldið af verkjum, getur stundum verið erfitt að greina hvað eru krabbameinsverkir og hvað streituverkir vegna undangeng- inna mánaða, þ.e. frá því að sjúklingur veiktist og þar til að hann loks greindist, að ekki sé talað um allt það sem þá tek- ur við. Stundum gerum við þetta jöfnum höndum með því að byrja á léttri nuddstrokumeðferð, rétt til að lina þjáning- arnar, 'um leið og við meðhöndlum með verkjalyfjum. Það er Þjónustu viö krabbameinssjúka þarf aö bæta| Hrund er að lokum spurð að því hvort þeim hjá Karitas finnist starfsemin standi á einhverjum þröskuldi eða þurfi að þróast eða breytast á einhvern hátt nú þegar 10 ára afmælinu er fagnað. Ekki stendur á svari og Hrund er ómyrk í máli: „Mér hefur fundist ákveðin stöðnun hafa verið um nokkurn tíma. Þörfin fyrir þjónustu hefur vaxið gífurlega á undanförnum mánuðum - allt frá sameiningu sjúkrahúsanna. Við þær breyt- ingar versnaði þjónusta við krabbameinssjúka til muna og það finnst mér mega heyrast." - Hvernig stendur á því? „Eg vildi að ég hefði þar skýringar. Fyrir breyt- inguna var í borginni séð um krabbameins- Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.