Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREIN Hitatap í svæfingu aðgerðum stóð. Þannig kom í ljós að lofthiti lækkaði milli mælinga hjá aldurshópi 1 (smá- börn) en hélst nær óbreyttur í hinum aldurs- hópunum. Þetta má skýra út frá því að kjarna- hiti í aldurshópi 1 hækkaði meðan á svæfingu stóð og var því dregið úr lofthita. Oft er nauð- synlegt þegar verið er að svæfa ungbörn að hafa háan lofthita og hitablásara til þess að kjarna- hiti þeirra lækki ekki um of í svæfingunni. Hitahækkun má skýra út frá vali á hitunar- meðferð, en í 85% tilfella var notaður hitablás- ari og í 15% tilfella hitapoki. Hitablásturs- meðferð er mjög öflug hitunarmeðferð hjá öll- um aldurshópum og sérstaklega börnum. I öll- um aldurshópum tókst að halda kjarnahita innan viðunandi marka á meðan á aðgerð og svæfingu stóð. I elsta aldurshópnum, þar sem búast mátti við hitatapi, var einnig beitt hitameðferð. Þannig var í rúmlega 60% tilfella hitablásari eða hita- poki til að forðast hitatap í þessum aldurshópi. Sama var upp á teningnum þegar bornar voru saman svæfingar við opnar holrýmisaðgerðir en þar var í 80% tilfella notuð hitameðferð og við aðrar aðgerðir í 26,7% tilfella. Öllum fullorðnum voru gefnir heitir vökvar úr hitaskáp. Hitaskápar eru á hverri skurðstofu. Allur vökvi, sem sjúklingarnir fengu í aðgerð, innrennslisvökvar jafnt og skolvökvar, var því 37°C við upphaf gjafar (skáphitinn). Þannig var ekki um sérstaka hitun að ræða á vökva. Mjög lítið var um blóðgjöf hjá sjúklingum í að- gerð á meðan á könnuninni stóð. En sé um blóðgjöf-og mikla vökvagjöf að ræða hjá sjúk- lingum í aðgerð eru notaðir sérstakir blóð- og vökvahitarar sem viðhalda 37°C hita á lausnum sem gefnar eru. Börn fengu óhitaða vökva. Astæðan er að oft koma börnin með sérblöndur frá barnadeild, sem ekki hafa verið hitaðar, og auk þess eru skiptar skoðanir um hitun sykurlausna. Mörg atriði hafa áhrif á hitatap hjá sjúklingi í svæfingu. Árangur í þeim efnum byggir á sér- fræðiþekkingu og þverfaglegri samvinnu hjúkr- unarfræðinga og lækna á svæfingar- og skurð- deildum. Hluti af starfsemi sjúkrahúsa er virkt gæðaeftir- lit með þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fylgst er með árangri starfseminnar, fylgikvillar skráð- ir, gæði starfseminnar endurmetin með reglu- legum hætti og reynt að bæta úr ef vankantar koma fram. Könnun sú, sem hér er kynnt, fólst í að gera út- tekt á hitatapi við ýmsar aðgerðir á skurðstofum á Lands- pítala-háskólasjúkrahúsi við Hringbraut og meta þær aðferð- ir sem í notkun eru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hitatap. Ofangreind könnun sýnir að hitagæsla og hitameðferð sjúkl- inga, sem fara í svæfingu og aðgerð á handlækningadeild Landspítala við Hringbraut er í samræmi við staðlaðar regl- ur og ráðleggingar sem tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum vestan hafs og austan. Dr. Hrafn Óli Sigurðsson var leiðbeinandi Margrétar Pálsdóttur í verkefni sem unnið var í hjúkrunarfræöideild Háskóla íslands árið 2001 og fjallaði um hitatap sjúklinga i aögerð i svæfingu. Heimildaskrá: Annette, E., og Dina, P. (1999). Inadvertent hypothermia: Is it just a perioperative problem? Nursing Standard, 14 (4), 46-47. Bause, G. S. (1990). Anesthesia for the Geriatric Patient. i J. Katz., J. Benumof og L. Kadis j (ritstjórar), Anesthesia and Uncommon D/seoses (3.útg.) (bls. 219-244). Philadelphia: W.B. j Saunders. Bowen, D.R. (2001). Intraoperative Thermoregulation. I JJ. Nagelhout og K.L Zaglaniczny (ritstjórar), Nurse Anesthesia (2.útg.) (bls. 396-412). Philadelphia: W.B. Saunders. Brenthal, E.M.. (1999). Inadvertent hypothermia prevention: the anaesthetic nurses' role. British Journat of Nursing, 8 (1), 17-25. Cheney, F.W. (1997). Should normothermia be maintained during major surgery? JAMA, 277(14), 1165-1166. Frank, S.M., Fleisher, LA., Breslow, M.J., o.fl. (1997). Perioperative maintenance of nor- mothermia reduces the incidence of morbid cardiac events. A randomized clinical trial. JAMA, 277 (14), 1127-1134. Gavaghan, M. (1998). Vascular hemodynamics. AORNJ,) 68 (2), 212-226. Giesbrecht, G.G., Ducharme, M.B., og McGuire, J.P. (1994). Comparison of forced-air pati- ent warming system for perioperative use. Anesthesiology, 80 (3), 671-679. Kurz, A., Sessler, D.I., Lenhardt, R.A. (1996). Perioperative normothermia to reduce the incidence of surgical-wound infection and shorten hospitalization. Study of Wound In- J fection and Temperature Group. New England Journal of Medicine, 334 (19), 1209-1215. [ Leben, J., og Tryba, M. (1997). Prevention of hypothermia during surgery. Contribution of ! convective heating system and warm infusion. Annals ofthe New York Academy of Sci- ences, 813, 807-811. Lenhardt, R., Marker, E., Goll, V., Tschernich, H., Kurz, A., Sessler, D.I., Narzt, E., og Lackner, F. (1997). Mild intraoperative hypothermia prolongs postanesthetic recovery. Anesthesiology, 87 (6), 1318-1323. Leslie, K., Sessler, D.I., Bjorksten, A.R., o.fl. (1995). Mild hypothermia alters propofol pharmacokinetics and increases the duration of action of atracurium. Anesthesia and Analgesia, 80(5), 1007-1114. Lindwall, R., Svensson, H., Soderstrom, S., og Blomqvist, H. (1998). Forced air warming and intraoperative hypothermia. European Journal ofSurgery, 764(1), 13-16. Mestyan,(?) Jarai, I., Bata, G. ofl.(1964). The significance of facial skin temperature in the chemical heat regulation of premature infants. Biologyof the Neonate, 7, 243. Michelson, A.D., MacGregor, H., Barnard, M.R. o.fl. (1994). Reversible inhibition of human platelet activation by hypothermia in vivo and in vitro. Thrombosis and Haemostasis, 71 (5), 633-640. Robinson, BJ., Ebert, T.J., 0'Brien, T.J., o.fl.(1997). Mechanisms whereby propofol medi- ates peripheral vasodilation in humans. Sympathoinhibition or direct vascular relaxation? Anesthesiology, 86 (1), 64-72. Schmied, H., Kurz, A., og Sessler, D.I., o.fl. (1996). Mild intraoperative hypothermia incre- ases blood loss and allogeneic(ath stafstefn) transfusion requirements during total hip arthroplasty. Lancet, 347 (8997), 289-292. Sessler, D. I. (2000). Temperature Monitoring. í R. D. Miller (ritstjóri.), Anesthesia. (5. útg.) (bls. 1367-1389). New Vork: Churchill Livingstone. Sessler, D.I., Olofsson, C.I., Rubinstein, E.H. ofl. (1988). The thermoregulatory threshold in humans during halothane anesthesia. Anesthesiology, 68 (6), 836-842. Sheridan M. D (2001 ).(ath. Ártal bls 3) Geriatrics and Anesthesia Practice. IJJ. Nagel- hout og K.L Zaglaniczny (ritstj.), Nurse Anesthesia (bls. 1169-1171). Philadelphia: W.B. Saunders Vassilieff, N., Rosencher, N., Sessler, D.l. o.fl. (1995). The shivering threshold during spinal anesthesia is reduced in elderly patients. Anesthesiology 83, 1162-1166. Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.