Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 48
Elsa Friðfinnsdóttir W Agætu hjúkrunarfræöingar í Ijósi þess að ég hef nú gefið kost á mér til formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur kjörnefnd óskað eftir að ég skrifi stutta kynningu á sjálfri mér í okkar ágæta tímarit, og verð ég hér með fúslega við þeirri ósk. Starf formanns félags okkar er að mfnu mati áhugavert, krefjandi og ábyrgðarmikið. Jafnframt sýnist mér að það sé afar þroskandi og gefandi, ekki hvað síst vegna þess að það byggir kannski fyrst og fremst á samskiptum við fjölda ein- staklinga, innanlands og utan. Eg tók mér því góðan tíma til umhugsunar eftir að því var stungið að mér að ég gæfi kost á mér til formennsku. Ég mat það svo að sú víðtæka reynsla, sem ég hef af störfum hjúkrunarfræðinga, af kennslu, stjórnun og stjórnsýslu, væri gott veganesti í starf- ið ásamt brennandi áhuga á málefnum hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga. Ég brautskráðist með BS-próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Islands 1984. Að því loknu starfaði ég á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, á Ríkisspítölum, á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og í stuttan tíma á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. í heilsugæslunni starfaði ég við skólahjúkrun, heimahjúkrun og ungvarnavernd, en á sjúkrahúsunum hefur aðalstarfsvett- vangur minn verið á skurðlækninga-, gjörgæslu- og svæf- ingadeildum. I ársbyrjun 1991 hóf ég að kenna hand- og lyflækninga- hjúkrun í Háskólanum á Akureyri (HA). Upphaflega átti það aðeins að vera tímabundið hlutastarf en reyndin varð sú að ég sat þar í stöðu lektors í rúm 11 ár eða til vors árið 2002. í tvö ár (1997-1999) var ég auk þess settur forstöðu- maður heilbrigðisdeildar. A þeim tíma hófst fjarkennsla við HA og einnig hófst nám í iðjuþjálfun við skólann en það nám stóð þá til boða í fyrsta sinn á íslandi. Kennsla hjúkr- unarfræðinema er afar gefandi starf og eitt það skemmtilegasta sem hægt er að velja að starfa við, fyrst og fremst vegna þess hve starfið er lærdómsríkt en ekki síður vegna þess hve sam- skipti við nemendur eru alla jafna ánægjuleg. Árin 1992-1993 stundaði ég meistaranám í hjúkrunarfræði við University of British Col- umbia í Vancouver í Kanada. MSN-gráða mín er í kennslu og rannsóknum. Rannsóknir mín- ar hafa fyrst og fremst fjallað um brjósta- krabbamein, stuðning við konur með brjósta- krabbamein og og hversu sáttar þær eru við líf- ið eftir brottnám brjósts vegna krabbameins. Eftir mig hafa birst greinar í Tímariti hjúkrun- arfræðinga og ein í Journal of Advanced Nurs- ing. Auk eigin rannsókna hef ég verið leiðbein- andi við fjölda annarra rannsókna, samtals 15 rannsóknarverkefna BS-nemenda og tvær meistaraprófsrannsóknir. Auk þessa hef ég haldið fjölda fræðilegra fyrirlestra um ýmsa þætti hjúkrunar á ráðstefnum hér á landi og er- lendis og á fræðslufundum fyrir hjúkrunar- fræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég hef auk þess haldið fyrirlestra fyrir sjúklingasam- tök og almenning. Eftir búferlaflutninga til Reykjavíkur haustið 1999 hóf ég störf sem hjúkrunarframkvæmda- stjóri á fræðsludeild hjúkrunar á Ríkisspítölum. Við sameiningu spítalanna og breytta sviða- skipan tók ég við stöðu sviðstjóra hjúkrunar á skurðlækningasviði. Frá 1. ágúst 2001 hef ég síðan gegnt stöðu aðstoðarmanns heilbrigðis- 46 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.