Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 42
Lovísa Baldursdóttir Mistök í heilbrigöisþjónustu: Til umhugsunar fyrir hjúkrunarfræöinga Erlendar rannsóknir hafa sýnt aö mistökum í þjónustu viö sjúklinga fer fjölgandi (Phillips og Bredder, 2002). Er svo komið aö rannsakendur tala um atlögu aö öryggi sjúkiinga („the patient safety crisis in health care") („Medical err- ors", 2002). í skýrslu Institute of Medicine (IOM) er fjall- aö um alvarleg mistök í heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjun- um og bent á aö milli 44 og 98 þúsund sjúklingar deyi á ári hverju vegna mistaka af einhverju tagi, fleiri en látast í bílslysum þar í landi árlega (Kohn, Corrigan og Donaldson, 2000). Alvarlegustu og algengustu mistökin eru tengd lyfjameðferö (Kohn o.fl., 2000; Phillips og Bredder, 2002). Landlæknisembættiö hefur upplýst aö eitt til tvö dauösföll á ári hérlendis megi rekja til lyfjamistaka („Eitt til tvö", 2003). í skýrslu IOM er skoraö á heilbrigöisyfirvöld og stofnanir aö hefja markvissar aðgeröir til aö fyrirbyggja og draga úr tíöni mistaka í heilbrigöisþjónustu. Ef aðstæður hér á landi þróast í sömu átt og erlendis má ætla að mistökum fjölgi og að heilbrigðisyfirvöld þurfi að greiða sífellt hærri fjárhæðir til sjúklinga sem orðið hafa fyr- ir mistökum hvort sem þau mál fara fyrir dóm eða eru af- greidd með dómsátt. Markmiðið með þessari umfjöllun er að vekja athygli hjúkrunarfræðinga á þessu alvarlega máli sem snertir alla, bæði sjúklinga og starfsmenn. Mistök, óvæntur skaði, óhapp eða óvænt atvik eru orð sem notuð eru hér á landi um þann vanda sem upp kemur þegar meðferð sjúklings verður önnur en til er stofnað. Blendon o.fl. (2002) skilgreina mistök í heilbrigðisþjónustu sem „mistök (medical errors) við meðferð sjúkra er leiða til alvar- legs skaða, svo sem dauða eða fötlunar, eða valda því að nýrri meðferð er bætt við og/eða að meðferðartími lengist". Á gæðadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss er talað um „óvænt atvik sem sjúklingur verður fyrir við meðferð eða um- önnun á sjúkrahúsinu eða á vegum þess, án tiilits til hvort það hefur áhrif á ástand hans og/eða meðferð". I læknalögum er talað um „óvæntan skaða þegar árangur og afleiðingar meðferðar verða aðrar en gert var ráð fyrir í upphafi". Lovísa Baldursdóttir lauk meistara- prófi frá háskólanum í Madison Wisconsin í Bandarikjunum áriö 1985. Hún starfar á gjörgæsludeiid Landspitala-háskólasjúkrahús við Hringbraut. Samkvæmt læknalögum er yfirmönnum stofn- unar skylt að rannsaka óvæntan skaða, tilkynna hann yfirvöldum og sjúklingi sjálfum sem og að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að mis- tökin eða atvikið gerist ekki aftur (Læknalög, 1988). Islensk lög kveða ekki á um á hvern hátt heil- brigðisstofnanir skuli standa að skráningu og meðferð mistaka og óvæntra atvika. Hins vegar er greining á þeim aðstæðum, sem leiða heil- brigðisstarfsmenn óviljandi út í að gera mistök í starfi og ógna öryggi sjúklinga, talin vera mikil- vægur þáttur í gæðastjórnun heilbrigðisstofnana. Ástæöur mistaka og óvæntra atvika Mistök, sem tengjast starfsmanninum sjálfum, eru mun fátíðari en mistök sem rekja má til vinnuferla eða skipulags þjónustunnar (Maddox, Wakefield og Bull, 2001). í skýrslu IOM er lögð áhersla á að orsök alvarlegra mis- taka sé í flestum tilvikum tengd brotalömum í skipulagi, þ.e. kerfismistökum (systems failures) en ekki kæruleysi eða vanhæfni starfsmanna (Kohn o.fl., 2000). Þannig hafa rannsóknir á mistökum leitt í Ijós að ákveðnir þættir f skipulagi þjónustunnar og vinnulagi öðrum fremur auka hættu á mistökum. Þessir þættir tengjast fyrst og fremst skipulagi þjón- ustunnar, faglegri þekkingu starfsfólks og á- standi sjúklingsins (Cho, 2001; Curtin, 2000; Maddox o.fl., 2001; Needleman, Buerhaus, 40 Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.