Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 40
Fríða Proppé ræðir við Guðrúnu Einarsdóttur, hjúkrunarfræðing hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélags Islands Starfa í nánasta umhverfi sjúklingsins Aðalmunurinn á því að vinna við aðhlynningu í heimahús- um og spítala er, að nálægðin við sjúklinginn er meiri í heimahúsum. Einnig gefst meiri tími meö hverjum og ein- um þannig að hægt er að sinna andlegri líðan sjúklinganna og aðstandenda þeirra betur. Andlega líöanin verður aldrei skilin frá þeirri líkamlegu í hjúkrun, segir Guðrún Einars- dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu Krabba- meinsfélags Islands, m.a. í viðtalinu sem hér fer á eftir. Enn fremur segir hún starfið í Heimahlynningu fjölskylduvænna en spítalastarfið. Guðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræð- ingur frá Háskóla Islands 1995 og starfaði fyrstu sex árin á almennri handlækningadeild á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi. Síðan lá leiðin í Heimahlynningu Krabbameins- félagsins en þar hafði hún starfað í tvö ár í janúar sl. Við hittum Guðrúnu að máli í húsnæði Krabbameinsfélags- ins við Skógarhlíð. Hjúkrunarfræðingarnir hjá Heimahlynn- ingu, sem eru sex talsins, eru sjálfstætt starfandi. Krabba- meinsfélagið veitir þeim aðstöðu og greiðir þeim ákveðna upphæð á mánuði fyrir bakvaktir en að öðru leyti stendur Tryggingastofnun ríkisins undir greiðslu þjónustunnar. Auk þeirra starfa við Heimahlynningu þrír læknar í hlutastarfi og einn ritari í hálfu starfi. Aðspurð segir Guðrún að flestir sjúklingarnir, sem Heima- hlynning annast, séu krabbameinssjúklingar þó undantekn- ingar hafi verið frá því. Sjúklingunum er vísað til þeirra af sérfræðingum, líknarteymi Landspítala-háskólasjúkrahúss, hjúkrunarfræðingum eða aðstandendum. „Sjúklingarnir, sem við sinnum, eru yfirleitt með langt genginn sjúkdóm og er því um að ræða líknandi meðferð. Algengt er að sjúkling- arnir séu einnig í lyfja- eða geislameðferð og þá fyrst og fremst til að halda niðri eða draga úr einkennum sem fylgja sjúkdómnum," segir Guðrún. Heimahlynning Krabbameinsfélagsins sinnir að meðaltali 45-50 sjúklingum hverju sinni. Þjónustusvæðið er Stór- Reykjavíkursvæðið, að Kjalarnesinu undanteknu. Guðrún Einarsdóttr, hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélags islands. Að sjúklingi líði sem best „Við vinnum í heimahúsum og erum því inni í nánasta umhverfi sjúklingsins og fjölskyldu hans. Við störfum því á forsendum sjúklingsins og vinnum við þær aðstæður sem hann býr við. Til að bæta aðbúnað sjúklings og vinnuaðstöðu útvegum við ýmis hjálpartæki, svo sem sjúkra- rúm, baðbretti og fleira," segir Guðrún og bætir við: „Mjög misjafnt er hversu oft hver sjúklingur er heimsóttur, það getur verið allt frá einu sinni í viku upp í nokkrum sinnum á sólarhring. Neyðarlínan veitir Heimahlynningu símþjón- ustu og þannig er hægt að ná í hjúkrunarfræðing allan sólarhringinn alla daga ársins." - I hverju felst þjónusta ykkar þegar heim til sjúklingsins er komið? „Þjónusta okkar felur í sér allt sem lýtur að þörfum sjúklingsins til að honum líði sem allra best. Einkennameðferð er hluti starfsins en hún felur til dæmis í sér að stilla verki og ógleði og er stöðugt mat á líðan sjúklingsins. Við tök- um til lyf, fræðum og styðjum sjúklinginn og fjölskyldu hans. I raun veitum við í heimahús- um því sem næst alla þá þjónustu sem viðkom- andi fengi inni á sjúkrastofnun." Betur sjá augu en auga Guðrún segir mikið öryggi að hafa beinan aðgang að læknunum því alltaf sé hægt að hringja í þá og 38 Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.