Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 40
Fríða Proppé ræðir við Guðrúnu Einarsdóttur, hjúkrunarfræðing hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélags Islands Starfa í nánasta umhverfi sjúklingsins Aðalmunurinn á því að vinna við aðhlynningu í heimahús- um og spítala er, að nálægðin við sjúklinginn er meiri í heimahúsum. Einnig gefst meiri tími meö hverjum og ein- um þannig að hægt er að sinna andlegri líðan sjúklinganna og aðstandenda þeirra betur. Andlega líöanin verður aldrei skilin frá þeirri líkamlegu í hjúkrun, segir Guðrún Einars- dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu Krabba- meinsfélags Islands, m.a. í viðtalinu sem hér fer á eftir. Enn fremur segir hún starfið í Heimahlynningu fjölskylduvænna en spítalastarfið. Guðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræð- ingur frá Háskóla Islands 1995 og starfaði fyrstu sex árin á almennri handlækningadeild á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi. Síðan lá leiðin í Heimahlynningu Krabbameins- félagsins en þar hafði hún starfað í tvö ár í janúar sl. Við hittum Guðrúnu að máli í húsnæði Krabbameinsfélags- ins við Skógarhlíð. Hjúkrunarfræðingarnir hjá Heimahlynn- ingu, sem eru sex talsins, eru sjálfstætt starfandi. Krabba- meinsfélagið veitir þeim aðstöðu og greiðir þeim ákveðna upphæð á mánuði fyrir bakvaktir en að öðru leyti stendur Tryggingastofnun ríkisins undir greiðslu þjónustunnar. Auk þeirra starfa við Heimahlynningu þrír læknar í hlutastarfi og einn ritari í hálfu starfi. Aðspurð segir Guðrún að flestir sjúklingarnir, sem Heima- hlynning annast, séu krabbameinssjúklingar þó undantekn- ingar hafi verið frá því. Sjúklingunum er vísað til þeirra af sérfræðingum, líknarteymi Landspítala-háskólasjúkrahúss, hjúkrunarfræðingum eða aðstandendum. „Sjúklingarnir, sem við sinnum, eru yfirleitt með langt genginn sjúkdóm og er því um að ræða líknandi meðferð. Algengt er að sjúkling- arnir séu einnig í lyfja- eða geislameðferð og þá fyrst og fremst til að halda niðri eða draga úr einkennum sem fylgja sjúkdómnum," segir Guðrún. Heimahlynning Krabbameinsfélagsins sinnir að meðaltali 45-50 sjúklingum hverju sinni. Þjónustusvæðið er Stór- Reykjavíkursvæðið, að Kjalarnesinu undanteknu. Guðrún Einarsdóttr, hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélags islands. Að sjúklingi líði sem best „Við vinnum í heimahúsum og erum því inni í nánasta umhverfi sjúklingsins og fjölskyldu hans. Við störfum því á forsendum sjúklingsins og vinnum við þær aðstæður sem hann býr við. Til að bæta aðbúnað sjúklings og vinnuaðstöðu útvegum við ýmis hjálpartæki, svo sem sjúkra- rúm, baðbretti og fleira," segir Guðrún og bætir við: „Mjög misjafnt er hversu oft hver sjúklingur er heimsóttur, það getur verið allt frá einu sinni í viku upp í nokkrum sinnum á sólarhring. Neyðarlínan veitir Heimahlynningu símþjón- ustu og þannig er hægt að ná í hjúkrunarfræðing allan sólarhringinn alla daga ársins." - I hverju felst þjónusta ykkar þegar heim til sjúklingsins er komið? „Þjónusta okkar felur í sér allt sem lýtur að þörfum sjúklingsins til að honum líði sem allra best. Einkennameðferð er hluti starfsins en hún felur til dæmis í sér að stilla verki og ógleði og er stöðugt mat á líðan sjúklingsins. Við tök- um til lyf, fræðum og styðjum sjúklinginn og fjölskyldu hans. I raun veitum við í heimahús- um því sem næst alla þá þjónustu sem viðkom- andi fengi inni á sjúkrastofnun." Betur sjá augu en auga Guðrún segir mikið öryggi að hafa beinan aðgang að læknunum því alltaf sé hægt að hringja í þá og 38 Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.