Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 55
Sólrún Rúnarsdóttir PISTILL ÞANKASTRIK Reynslan er góöur skóli Þaö er ótrúlegt hvaö reynslan getur kennt manni. Þegar ég útskrifaöist sem hjúkrunar- fræöingur fyrir nokkrum árum fannst mér ég vera búin aö læra rosalega mikið og vera fær í flestan sjó. Eg lét lönd og leiö raddir sem sögöu mér aö nú þyrfti ég aö afla mér reynslu í þessu nýja hlutverki aö vera hjúkrunarfræö- ingur. En bíddu við! Var ég ekki búin aö því? Hvaö haföi ég eiginlega verið aö gera í þess- um háskóla í 4 ár? Var ég ekki aö læra aö veröa hjúkrunarfræðingur? Jú, ég haföi lært sitt af hverju og margt mjög gott sem hefur reynst vel þann stutta tíma sem ég hef starf- aö sem hjúkrunarfræöingur, en ég hef líka komist aö því, aö maður fer ekki á námskeið til aö öðlast reynslu eöa lærir hana í skóla. Hana þarf maður aö öðlast meö því aö kynn- ast hlutunum af eigin raun. Eg sé því í dag, þegar ég lít til baka, hversu lítiö ég kunni í hjúkrun í raun og veru þegar ég útskrifaöist. Þaö er líkt og þegar ég var 17 ára og fékk bíl- próf, ég kunni jú undirstöðuatriði umferöar- menningarinnar en haföi littla reynslu af akstri. Þaö kom svo meö reynslunni og nú rúmum 10 árum síðar tel ég mig vera oröna ágætis bílstjóra. W Eirber9 'lllr eirberg@eirberg.is ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKIÁ HEILBRIGÐISSVIÐI Sólrún Rúnarsdóttir Eg hefði aldrei trúað því hversu miklu máli í raun reynslan skiptir. A þessum tæpum 4 árum, sem liðin eru síðan ég út- skrifaðist, hef ég lært mörgum, mörgum sinnum meira en ég lærði þau 4 ár sem ég var í skólanum að læra hjúkrun. Þeg- ar ég útskrifaðist hafði ég því einungis lagt grunninn að því sem ég hef svo verið að byggja ofan á. Þó held ég að ég sé rétt að byrja á hæð númer 2 í stóru háhýsi því að í hjúkrun er að finna óþrjótandi þekkingu og ótal ný tækifæri sem bíða manns á hverju horni. Ég man vel hnútinn sem ég fékk í magann þegar ég stóð frammi fyrir verkefni sem ég hafði aldrei lent í áður og kveið pínulítið fyrir að takast á við verkefnið sem ég þurfti að leysa. Ég hef verið svo heppin að á þeim stöðum sem ég hef starfað hafa alltaf verið frábærir hjúkrunarfræðingar sem ég hef getað leitað til og þeir hafa fúsir miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Þannig hef ég getað lært af því sem hefur reynst öðrum vel. Ég verð stundum vör við hnútinn í magan- um sem ég man svo vel eftir þegar ég var nýútskrifuð. Þó að það gerist mun sjaldnar, þá minnir hann mig á að það er margt sem ég á enn eftir ólært. Eftir því sem ég starfa lengur sem hjúkrunarfræðingur og verð öruggari í starfi mínu sé ég betur möguleikana sem starfið hefur að bjóða. Mér finnst gaman að takast á við ný verkefni og ögra sjálfri mér. Ég hef nefnilega komist að því að stundum verður maður bara að stökkva í djúpu laugina og sjá hvort maður hafi það ekki af að bakkanum. Við öðlumst ekki reynslu öðru vísi en að reyna hlutina sjálf. Reynsla ann- arra getur aldrei orðið mín reynsla því reynsla er alltaf ein- staklingsbundin og persónuleg. Við verðum að kynnast hlut- unum sjálf og túlka og dæma aðstæður út frá okkar eigin for- sendum til að það teljist reynsla. Þegar reynsla, þekking og menntun sameinast verður til heilsteyptur einstaklingur sem getur komið fram með fag- legum hætti, hjúkrunarfræðingur sem í framtíðinni starfar af heilindum við fag sitt og getur verið stétt sinni til sóma. Viðhorf mitt til starfsins hefur breyst töluvert þennan tíma. Ég hef meðal annars komist að því að hjúkrun er marg- breytilegt og spennandi fag sem hefur endalausa möguleika. Ég hef með aukinni reynslu þroskast í starfi mínu og aukið sjálfsöryggi mitt sem hjúkrunarfræðingur. Ég skora á Ingu Valborgu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing, að skrifa næsta þankastrik. Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 53 Stórhöfða 25 1110 Rvk. | S. 569 3100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.