Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 39
VIÐTAL Helgi Benediktsson hjá Heimahlynningu K.í. Fjöiskyldan oft vanmetin - Hvað með árangur meðferðar? „Við sjáum betri líðan jafnt hjá sjúklingum og að- standendum. Líknandi meðferð, sem við sinnum í heimahúsum, byggist á víðtæku samstarfi við Líknardeildirnar í Kópavogi og Landakoti, líkn- arteymið, krabbameinlækningaeininguna, legu- deildir auk heimaþjónustunnar. Tilhneigingin í átt að aukinni heimahjúkrun á áreiðanlega eftir að aukast. Stefnan hlýtur að verða sú að dýrustu plássin á spítölunum nýtist einvörðungu þeim sem nauðsynlega þurfa á þeim að halda.“ - Fulltrúar Þjóðkirkjunnar hafa skorað áfólk að taka hörnin á ný inn í útfararferlið. Hér áður fæddist og dó fólk heima. Hver er staða harnanna í líknarmeðferð inni á heimilunum að þínu mati? „Þegar einstaklingur er veikur hefur það áhrif á alla í fjölskyldunni. Eg er á því að fjölskyldan sé oft van- metin. Ég tel að hún geti oft mildu meira en henni er ætlað, en hún þarf aðstoð og leiðbeiningar. Við leggjum megináherslu á að allir fái að vera með og umgangist hinn veika og aðstoði eftir aðstæðum og getu hveiju sinni. Þar eru börn engin undantekn- • « mg. Líknarmeðferð er að sögn Helga í boði sem sérnám bæði fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna. Hann segir að reynsla hjúlmunarfræðinganna af lfknandi með- ferð hafi fært þá áleiðis en auðvitað væri stöðug framþróun á þessum vettvangi eins og öðrum innan hjúkrunarinnar. „Fyrir um 20 árum mátti til dæmis varla gefa sterk verkjalyf af ótta við að sjúklingurinn yrði háður þeim. Allt önnur viðhorf ríkja í dag. Líkn- armeðferð er að hlúa að lífinu," sagði hann til nán- ari útskýringar á eðli starfsins. Fyrst og fremst vaktaþreyta - Þú ert með sérmenntun í gjörgæslu. Af hverju fórstu af þeim vettvangi yfir í Heima- hlynningu? „Fyrst og fremst vegna vaktaþreytu. Ég hafði þá unnið samfellt á þrískiptum vöktum í áraraðir og það fyrirkomulag er mjög erfitt fyrir fjöl- skyldufólk. Ég held að hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið í 10-15 ár við þetta fyrirkomu- lag, Ieiti sér að fjölskylduvænni vinnutíma. Vinnutími okkar er dagvinna en við erum á bakvakt sjötta hvern sólarhring og getum sinnt henni heiman frá okkur,“ svaraði hann. Starfsdagurirn skipulagðurá morgunfundi hjá Heimahlynningu, talið frá vinstri: Helgi Benediktsson, hjúkrunarfræðingur, Kristin Árdal, ritari, Dóra Halldórsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Liknarteymi Landspítalans, Kjellrun Langdal, hjúkrunarfræöingur, Quðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Guðbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. - Þú ert áreiðanlega orðið langþreyttur á lokaspurning- unni, en hvernig er að vera eini karlmaðurinn í starfi hjúkrunarfræðings í Heimahlynningu? „Ég hef verið svo lengi eini karlmaðurinn í kvennahópi að ég er orðinn vanur því. Ég hef átt mjög gott með að vinna með konum og því truflar það mig ekki að vera eini karlmað- urinn. Það er mikill kostur að hafa bæði kynin í hópi hjúkr- unarfræðinganna. Við förum til skiptist til sjúklinganna. Það á enginn hjúkrunarfræðingur sérstakan sjúkling. Karlar nálgast karla oft öðru vísi og út frá öðrum forsendum en konur og í nokkrum tilfellum veit ég að það hefur hjálpað.“ Helgi bætti því við að auðvitað ætti hið sama við um konur. Eflaust gæti það orðið efni í annað viðtal að ræða stöðu karla og kvenna á þessum vettvangi, en við látum staðar munið og þökkum Helga fræðandi viðtal. Fríða Proppé fproppe@isl.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki með þjónustu allan sólarhringinn. Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.