Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 39
VIÐTAL Helgi Benediktsson hjá Heimahlynningu K.í. Fjöiskyldan oft vanmetin - Hvað með árangur meðferðar? „Við sjáum betri líðan jafnt hjá sjúklingum og að- standendum. Líknandi meðferð, sem við sinnum í heimahúsum, byggist á víðtæku samstarfi við Líknardeildirnar í Kópavogi og Landakoti, líkn- arteymið, krabbameinlækningaeininguna, legu- deildir auk heimaþjónustunnar. Tilhneigingin í átt að aukinni heimahjúkrun á áreiðanlega eftir að aukast. Stefnan hlýtur að verða sú að dýrustu plássin á spítölunum nýtist einvörðungu þeim sem nauðsynlega þurfa á þeim að halda.“ - Fulltrúar Þjóðkirkjunnar hafa skorað áfólk að taka hörnin á ný inn í útfararferlið. Hér áður fæddist og dó fólk heima. Hver er staða harnanna í líknarmeðferð inni á heimilunum að þínu mati? „Þegar einstaklingur er veikur hefur það áhrif á alla í fjölskyldunni. Eg er á því að fjölskyldan sé oft van- metin. Ég tel að hún geti oft mildu meira en henni er ætlað, en hún þarf aðstoð og leiðbeiningar. Við leggjum megináherslu á að allir fái að vera með og umgangist hinn veika og aðstoði eftir aðstæðum og getu hveiju sinni. Þar eru börn engin undantekn- • « mg. Líknarmeðferð er að sögn Helga í boði sem sérnám bæði fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna. Hann segir að reynsla hjúlmunarfræðinganna af lfknandi með- ferð hafi fært þá áleiðis en auðvitað væri stöðug framþróun á þessum vettvangi eins og öðrum innan hjúkrunarinnar. „Fyrir um 20 árum mátti til dæmis varla gefa sterk verkjalyf af ótta við að sjúklingurinn yrði háður þeim. Allt önnur viðhorf ríkja í dag. Líkn- armeðferð er að hlúa að lífinu," sagði hann til nán- ari útskýringar á eðli starfsins. Fyrst og fremst vaktaþreyta - Þú ert með sérmenntun í gjörgæslu. Af hverju fórstu af þeim vettvangi yfir í Heima- hlynningu? „Fyrst og fremst vegna vaktaþreytu. Ég hafði þá unnið samfellt á þrískiptum vöktum í áraraðir og það fyrirkomulag er mjög erfitt fyrir fjöl- skyldufólk. Ég held að hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið í 10-15 ár við þetta fyrirkomu- lag, Ieiti sér að fjölskylduvænni vinnutíma. Vinnutími okkar er dagvinna en við erum á bakvakt sjötta hvern sólarhring og getum sinnt henni heiman frá okkur,“ svaraði hann. Starfsdagurirn skipulagðurá morgunfundi hjá Heimahlynningu, talið frá vinstri: Helgi Benediktsson, hjúkrunarfræðingur, Kristin Árdal, ritari, Dóra Halldórsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Liknarteymi Landspítalans, Kjellrun Langdal, hjúkrunarfræöingur, Quðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Guðbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. - Þú ert áreiðanlega orðið langþreyttur á lokaspurning- unni, en hvernig er að vera eini karlmaðurinn í starfi hjúkrunarfræðings í Heimahlynningu? „Ég hef verið svo lengi eini karlmaðurinn í kvennahópi að ég er orðinn vanur því. Ég hef átt mjög gott með að vinna með konum og því truflar það mig ekki að vera eini karlmað- urinn. Það er mikill kostur að hafa bæði kynin í hópi hjúkr- unarfræðinganna. Við förum til skiptist til sjúklinganna. Það á enginn hjúkrunarfræðingur sérstakan sjúkling. Karlar nálgast karla oft öðru vísi og út frá öðrum forsendum en konur og í nokkrum tilfellum veit ég að það hefur hjálpað.“ Helgi bætti því við að auðvitað ætti hið sama við um konur. Eflaust gæti það orðið efni í annað viðtal að ræða stöðu karla og kvenna á þessum vettvangi, en við látum staðar munið og þökkum Helga fræðandi viðtal. Fríða Proppé fproppe@isl.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki með þjónustu allan sólarhringinn. Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 37

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.