Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 35
VIÐTAL Hjúkrunarþjónustan Karitas anda sem gæti farið að gera til okkar kröfur og þá jafnvel heft starfsemi okkar á einhvern hátt. Við höfum því ákveðið að gefa þetta starf og hjúkrunarfræðingar, sem komið hafa til starfa hjá okkur, hafa allir gengist inn á þetta. Þær Kjellrun og Erna eru báðar hættar að vinna hér fyrir löngu en þær Asdís Þórbjarnardóttir, Val- gerður Hjartardóttir, Lilja Þormar og Berglind Víðisdóttir starfa hér núna og hafa lagt Karitas ómælt lið í mörg ár auk þess sem Bergþóra Jónsdóttir hefur unnið í afleysingum. Arndís Jónsdóttir starfaði auk þess með okkur um tíma en hún er nú í meistaranámi. Þóra Björg Þór- hallsdóttir, sem var með mér í þessu við stofn- un Karitas, er einnig hætt. Hún býr nú og starfar í London þar sem hún aflaði sér meistaragráðu í líknarmeðferð nýlega. Hrund Helgadóttur, einn af stofnendum Hjúkrunarþjónustunnar Karitas. Líknandi eða læknandi meðferð Hrund segir að auðvitað hafi þurft fjármagn til að kaupa nauðsynleg tæki sem og til að gera þjónustuna að þeirri gæðaþjónustu sem þær vildu. Sömuleiðis hafi þær stöðugt viljað afla sér nýjustu og bestu þekkingar á sínu sviði. Þær ákváðu því að að stofna minningarsjóð Karitas enda hafi margir verið búnir að koma að máli við þær um að styrkja þjónustuna á ein- hvern hátt. Sjóðurinn hafi þó aldrei verið öflug- ur enda aldrei verið kynntur út fyrir raðir sjúkl- inganna og aðstandenda þeirra en hafi samt gert þeim kleift að kaupa allan sinn tækjabún- að og til að vera með sambærilega þjónustu og aðrir sem starfa á þessu sviði í heiminum. Núna sé þó kom- inn sá tími að þær langi til að efla sjóðinn því hann sé þeirra eini möguleiki til að geta aflað sér þeirrar viðbótarmenntun- ar sem þeim finnst þörf á en hana þurfa þær þurfa að sækja til útlanda. - En hvernig menntun er það sem þær sækja í útlöndum? „Við getum verið á allt frá einföldum eins eða tveggja daga námskeiðum til náms þar sem við bætum við okkur fleiri stigum í líknandi hjúkrun en þau geta svo leitt til meistara- eða doktorsgráðu. I apríl nk. erum við t.d. að fara á ráð- stefnu í Haag þar sem m.a. verður fjallað um siðfræði, líkn- ardráp, því velt upp hversu mikla líknarþjónustu hvert sam- félag þarf í raun, andleg og tilvistarleg málefni verða þar rædd auk hefðbundinna umræðna um einkennameðferð og þverfaglegt samstarf. Þegar fólk, sem starfar við líknarmeð- ferð, er saman komið er gjarnan umræða um þau boð Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, frá því fyrir mörgum árum, að læknar heims snúi sér meira að líknarmeðferð í stað læknismeðferðar sem kemur ekki lengur að gagni. Stað- reyndin er jafnframt sú að krabbameinslyf eru samfélaginu dýr. Þetta er eilíf umræða sem mikilvægt er að taka þátt í og halda vakandi hér á landi. Það tók nokkur ár að vinna líkn- armeðferð sess á Islandi og það var hér gott tímabil þar sem þekking á líknarmeðferð var orðin almenn og henni því beitt í stað lyfjameðferðar sem oft var vonlaus. Núna virðist þetta vera að snúast við og ákveðin vandamál virðast vera að koma upp aftur við að taka ákvörðun um að hætta meðferð.“ - Hvers vegna er það? „Það er kannski ekki mitt að ræða það hér. Það sem mér sýn- ist þó er að þetta tengist annars vegar breyttum viðhorfum læknanna og hins vegar hefur þetta e.t.v. eitthvað með það að gera að sjúklingarnir eru af annarri kynslóð en var og þessi kynslóð, sem nú fær krabbamein, gerir aðrar kröfur. Þessir sjúklingar vilja að allt sé gert til að þeir geti lifað leng- ur hvað sem það kostar. Þá er eflaust oft afar erfitt að vera í hlutverki krabbameinslæknisins. Mér finnst ég aftur vera farin að sjá sjúklinga sem eru lengi í lyfjameðferð þar sem lyfin eru farin að brjóta niður líkamann og varnir hans og líf sjúklinganna snýst orðið um fátt annað en þróttleysi, verkir, uppköst o.þ.h. Oft finnst fjölskyldu sjúklingsins þetta líka og hún spyr okkur hvers vegna verið sé að halda meðferðinni áfram.“ - Hvaða vald hefur fjölskyldan ef hún vill að lyfjameðferð sé hætt? „Hún hefur ekkert vald. Ekki einu sinni til að fá upplýs- ingar hjá læknunum ef sjúklingurinn vill það ekki. Hvað okkur hjúkrunarfræðinga varðar þá þurfum við að láta í okkur heyra sem fagstétt." Tímarit islcnskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.