Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Blaðsíða 33
FRÉTTAMOLAR... ykkur og öðrum þolinmæði og nærgætni, það leggur grunn að trausti og veitir öryggi. Sálræn skyndihjálp getur skilað góðum árangri ef við opnum okkur hvert fyrir öðru og veitum hvert öðru stuðning þegar lífið er erfitt. En við skul- um hafa í huga að vitaskuld eru sumar aðstæð- ur þess eðlis að ekki er hægt að ráða fram úr þeim með aðstoð vina einna saman og þá er þörf á aðstoð fólks með faglega þekkingu. Við j skulum samt hafa hugfast að fagleg hjálp úti- I lokar ekki stuðning hinna nánustu - þvert á móti. Rauði kross íslands hefur í nokkur ár boðið upp á námskeið í sálrænni skyndihjálp fyrir almenning og fagstéttir. Markmið nám- skeiðanna er að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings við aöstæðum sem geta valdiö áföllum. 1 kennslustund. Farið er í atriði sem lúta að því hvað áfall er, áhrif alvarlegra atvika á einstakl- inginn og helstu þætti sálrænnar skyndihjálpar. 6 kennslustundir. Farið er í eftirtalin atriði: Hvað er áfall? Ahrif alvarlegra atvika á einstakling- inn, sálræn skyndihjálp, sjálfsrýni - hvað get ég gert? Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, munur á alvarlegum atvikum og glímunni við lífið. Mismunandi tegundir áfalla og áhrif streitu á einstaklinginn. Sorg og sorgarferlið. 13 kennslustundir. Rætt er um eftirtalin atriði: Hvað er sálrænn stuðningur? Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn. Sálræn skyndihjálp, sjálfsrýni - hvað get ég gert? Tjáning og hlust- un. Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks. Munur á alvarlegum atvikum og glímunni við lífið. Mismunandi tegundir áfalla. Áhrif streitu á einstaklinginn. Sorg og sorgarferlið. Áhrif á- falla á börn. Námskeiðið fer fram í fyrirlestrum og verklegum æfingum. Greinin er unnin upp úr eftirtöldum heimildum: 1. Uffe Kirk, (1997). Sálræn skyndihjálp. RauOi kross islands. Vaka- Helgafell. 2. Hanne Bræmer, (2000). Þegar lifið er erfitt. Rauöi kross islands. Isafoldarprentsmiðja. 3. Lisa Knudsen, (1997). Psykisk forstehjelp og medmenneskelig stotte. Dansk Rode kors. „Markmiðið með tónleikunum þakklæti fyrir frábæra þjónustu" Tónleikar til styrktar starfsmönnum Líknardeildarinnar í Kópavog! og hjúkrunarþjónustu Karitas voru haldnir í Hallgrímskirkju 30. janúar siöastliöinn. Á tónleikunum komu fram Hörður Áskelsson og kammerkórinn Schola cantorum, Gunnar Gunnarsson, org- elleikari, Jón Rafnsson, bassaleikari, og Örn Arnarson, gítarleikari. Biskup islands, herra Karl Sigurbjörnsson, flutti hugleiðingu. Aö sögn Ernu Blöndal var markmiö tónleikanna að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir þá þjónustu sem þaö veitti henni og fjölskyldu hennar í veikindum móður hennar. Annaö markmið meö tónleikunum er aö stofna sjóð fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn sem sinna krabbameinssjúkum eöa taka þátt í líknandi meöferö á íslandi og vekja athygli á frábæru starfi þessa fólks og gefa starfsmönnum færi á aö efla sig í starfi meö símennt- un. Þeim sem hafa áhuga á aö taka þátt í umræöum um málefnið eöa styöja verkefniö á annan hátt er bent á aö hafa samband við Ernu Blön- dal, netfang ernablondal@hotmail.com eöa í síma 897 2637. Nýr vefur Landlæknisembættisins í nýju húsnæði Landlæknisembættiö er flutt í nýtt húsnæði aö Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi. Um leið og húsnæöiö varformlega tekið í notkun 7. febrúar var opnaöur nýr vefur hjá Landlæknisembættinu aö viöstöddum gestum. Nýi vefurinn hefur veriö endurskipulagöur frá grunni og yfirflokkum fjöl- gaö frá þvi sem áöur var. Um leiö hefur útlitinu veriö breytt. Vefslóöin á nýja vefinn er sú sama og áður: www.landlaeknir.is. íslands í sína árlegu heim- sókn í húsakynni félagsins að Suðurlandsbraut 22. Undanfarin ár hefur þess- um hópi veröandi hjúkr- unarfræöinga veriö boöiö til móttöku þar sem þeim er kynnt starfsemi og stefna félagsins og þeir hvattir til að ganga i félag- ið að lokinni útskrift. Erlín Óskarsdóttir bauö hópinn velkominn og í kjöl- fariö var faglegi hluti félagsins kynntur. Helga Birna Ingimundardótti', hagfræöingur, sá um kynningu á kjaramálunum og sköpuðust líflegar um- ræöur um þau mál. Það er mál manna hjá félaginu að þessi heimsókn nemanna sé einkar ánægjuleg og gagnleg fyrir báða aðila. Árleg heimsókn hjúkrunarnema I lok janúar sl. komu fjórða árs nemar í hjúkr- unarfræöideild Háskóla Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.