Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 42
Lovísa Baldursdóttir Mistök í heilbrigöisþjónustu: Til umhugsunar fyrir hjúkrunarfræöinga Erlendar rannsóknir hafa sýnt aö mistökum í þjónustu viö sjúklinga fer fjölgandi (Phillips og Bredder, 2002). Er svo komið aö rannsakendur tala um atlögu aö öryggi sjúkiinga („the patient safety crisis in health care") („Medical err- ors", 2002). í skýrslu Institute of Medicine (IOM) er fjall- aö um alvarleg mistök í heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjun- um og bent á aö milli 44 og 98 þúsund sjúklingar deyi á ári hverju vegna mistaka af einhverju tagi, fleiri en látast í bílslysum þar í landi árlega (Kohn, Corrigan og Donaldson, 2000). Alvarlegustu og algengustu mistökin eru tengd lyfjameðferö (Kohn o.fl., 2000; Phillips og Bredder, 2002). Landlæknisembættiö hefur upplýst aö eitt til tvö dauösföll á ári hérlendis megi rekja til lyfjamistaka („Eitt til tvö", 2003). í skýrslu IOM er skoraö á heilbrigöisyfirvöld og stofnanir aö hefja markvissar aðgeröir til aö fyrirbyggja og draga úr tíöni mistaka í heilbrigöisþjónustu. Ef aðstæður hér á landi þróast í sömu átt og erlendis má ætla að mistökum fjölgi og að heilbrigðisyfirvöld þurfi að greiða sífellt hærri fjárhæðir til sjúklinga sem orðið hafa fyr- ir mistökum hvort sem þau mál fara fyrir dóm eða eru af- greidd með dómsátt. Markmiðið með þessari umfjöllun er að vekja athygli hjúkrunarfræðinga á þessu alvarlega máli sem snertir alla, bæði sjúklinga og starfsmenn. Mistök, óvæntur skaði, óhapp eða óvænt atvik eru orð sem notuð eru hér á landi um þann vanda sem upp kemur þegar meðferð sjúklings verður önnur en til er stofnað. Blendon o.fl. (2002) skilgreina mistök í heilbrigðisþjónustu sem „mistök (medical errors) við meðferð sjúkra er leiða til alvar- legs skaða, svo sem dauða eða fötlunar, eða valda því að nýrri meðferð er bætt við og/eða að meðferðartími lengist". Á gæðadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss er talað um „óvænt atvik sem sjúklingur verður fyrir við meðferð eða um- önnun á sjúkrahúsinu eða á vegum þess, án tiilits til hvort það hefur áhrif á ástand hans og/eða meðferð". I læknalögum er talað um „óvæntan skaða þegar árangur og afleiðingar meðferðar verða aðrar en gert var ráð fyrir í upphafi". Lovísa Baldursdóttir lauk meistara- prófi frá háskólanum í Madison Wisconsin í Bandarikjunum áriö 1985. Hún starfar á gjörgæsludeiid Landspitala-háskólasjúkrahús við Hringbraut. Samkvæmt læknalögum er yfirmönnum stofn- unar skylt að rannsaka óvæntan skaða, tilkynna hann yfirvöldum og sjúklingi sjálfum sem og að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að mis- tökin eða atvikið gerist ekki aftur (Læknalög, 1988). Islensk lög kveða ekki á um á hvern hátt heil- brigðisstofnanir skuli standa að skráningu og meðferð mistaka og óvæntra atvika. Hins vegar er greining á þeim aðstæðum, sem leiða heil- brigðisstarfsmenn óviljandi út í að gera mistök í starfi og ógna öryggi sjúklinga, talin vera mikil- vægur þáttur í gæðastjórnun heilbrigðisstofnana. Ástæöur mistaka og óvæntra atvika Mistök, sem tengjast starfsmanninum sjálfum, eru mun fátíðari en mistök sem rekja má til vinnuferla eða skipulags þjónustunnar (Maddox, Wakefield og Bull, 2001). í skýrslu IOM er lögð áhersla á að orsök alvarlegra mis- taka sé í flestum tilvikum tengd brotalömum í skipulagi, þ.e. kerfismistökum (systems failures) en ekki kæruleysi eða vanhæfni starfsmanna (Kohn o.fl., 2000). Þannig hafa rannsóknir á mistökum leitt í Ijós að ákveðnir þættir f skipulagi þjónustunnar og vinnulagi öðrum fremur auka hættu á mistökum. Þessir þættir tengjast fyrst og fremst skipulagi þjón- ustunnar, faglegri þekkingu starfsfólks og á- standi sjúklingsins (Cho, 2001; Curtin, 2000; Maddox o.fl., 2001; Needleman, Buerhaus, 40 Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.