Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 8
Margrét Pálsdóttir og Gísli Vigfússon Hitatap í svæfingu Margrét Pálsdóttir starfar sem svæfingahjúkrunar- fræðingurviö svæfinga- deild Landspitalans við Hringbraut. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla islands 1982. Fékk sérfræðirétt- indi i svæfingahjúkrun frá Nýja hjúkrunarskólanum 1986. Tók B.Se. próf frá hjúkrunarfræðideild Háskóla islands 2001. Útdráttur Gisli Vigfússon, fæddur i Vestmannaeyjum 1951, stúdent frá MA 1971, útskrifaðist úr læknadeild H.i. 1977. Sérfræðingur í svæfingum, deyfingum og gjörgæslu 1984. Sérfræð- ingur á Landspitala við Hringbraut frá 1986. Inngangur: Þekkt er aö hitatap veröur viö svæfingu og aðgerð. Tilgangur könnunar var aö skoöa hvort mis- munandi aldur, tegund aögeröa og mismunandi hitunaraðferðir á LSH viö Hringbraut heföu áhrif á kjarna- hita hjá sjúklingum í svæfingu. Efniviöur og aðferðir: 205 sjúklingar voru meö í úttektinni. Þeim var annars vegar skipt í fjóra hópa og hins vegar í tvo hópa eftir tegund aögeröa. Skráöur var lofthiti á aögeröarstofu í byrjun og lok svæfingar. Kjarna- hiti sjúklinga var skráöur í byrjun svæfingar og aögeröar og lok svæfingar. Notkun hitablásara og hitapoka var skráö hjá hópunum. Niöurstööur: Aö jafnaöi tókst aö halda kjarnahita nær óbreyttum milli mælinga í hverjum aldursflokki fyrir sig. Sama má segja um opnar holrýmisaögeröir og lokaöar. Notkun hitahindrandi/hitahækkandi aöferöa var meiri í yngstu og elstu hópunum svo og viö opnar holrýmisaögeröir. Alyktun: Notkun hitahækkandi eöa hitahindrandi aðferða var oftast beytt hjá hópum þar sem búast mátti viö mestu hitatapi (börnum, öldruðum og í opnum holrýmisaögeröumj. Þannig hélst kjarnahiti nær óbreyttur á milli mælinga hjá þeim. Niöurstööur þessar eru í samræmi viö ráðleggingar um hitameöferö sjúklinga í svæf- ingum á sjúkrahúsum vestan hafs og austan. Helstu lykilorö: Svæfing, hitatap, skuröaögerö, hjúkrun. Inngangur Hitatap í svæfingu og aðgerð er þekkt vandamál sem getur haft varanleg áhrif á árangur aðgerðar, aukið hættu á fylgi- kvillum og seinkað útskrift sjúklinga af sjúkrastofnun. Ó- æskilegt hitatap í svæfingu getur því leitt til aukins kostnað- ar í heilbrigðisþjónustunni. Hitatap getur orðið með ýmsum hætti á meðan á svæfingu og aðgerð stendur. Tegund og tímalengd aðgerðar, svæfingar- og deyfingarað- ferð svo og aldur sjúklings hafa áhrif á hitatapið. Ymsar leiðir eru til að forðast eða draga úr hitatapi í svæfingu. Má þar nefna hitapoka, teppi, hitablásara, heita vökva, háan lofthita og hitun um loftvegi með heitum innöndunarsvæf- ingarlyfjum. Þessum hitunaraðferðum hefur verið beitt um margra ára skeið á skurðstofum Landspítala- háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Fræðileg umfjöllun Eðlilegur líkamshiti hjá mönnum er um það bil 37°C. Við breytingar á hitastigi um aðeins 0,2 °C bregst sjálfvirkt kerfi við sem dregur úr eða eykur líkamshita með svita, æðasamdrætti eða æðaútvíkkun (Sessler, 2000). Við svæfingu verður röskun á hitastjórnun mið- taugakerfisins sem leiðir til þess að stjórnkerf- ið bregst treglega við boðum um breytingar frá ytri boðtækjum í húð og vöðvum (Sessler o.fl., < 4 > 6 Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.