Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 13
Jólablað Alþýðublaðsins ^ 13 Dönsku verzlunarhúsin í Hafnarfirði 1772 Sá, sem einna fyrstur gerði sér þess ljósa grein hversu mikið verkefni beið hér vinnufúsra handa, var hinn ungi og stórhuga bóndi í Selvogi, Bjarni Sigurðsson eða Sívertsen, eins og hann nefndi sig að hsetti aldar sinnar. Til liðs með honum völdust tveir merkisbændur aðrir úr nágrenninu, Þórður Gunnarsson í Þorlákshöfn og Ásmundur Jónsson á Litlalandi. Lítið fjármag-n munu þeir hafa haft í fyrstu, enda gerðu þeir samninga við lausakaupmenn og tóku af þeim vörur í umboðssölu. Vörur þessar seldu þeir bæði í Þorlákshöfn og Selvogi. Þegar Petersen kaup- maður á Eyrarbabka frétti þessa atburði, þóttist hann missa heldur vænan spón úr aski sínum, og varð ókvæða við. Vildi hann láta dæma umboðsverzl- un þessa ólöglega með þeim forsendum, að Bjarni og , félagar hans hefðu engin borgarabréf keypt. Stein- dór sýslumaður Finsson leit aftur á móti með velvild á framtakssemi landa sinna og reyndist þeim hið bezta. Gerðust þeir að tilstuðlún hans borgarar í Vestmannaeyjakaupstað, og er borgarabréf þeirra undirritað 16. sept. 1789. Með bréfi þessu er þeim teyft að reka verzlun í Vestmannaeyjum og hafa útibú í Þorlákshöfn og Selvogi. Ekki var Petersen Eyrarbakkakaupmaður af baki dottinn með f jandskap sinn gagnvart Bjarna og félög- um hans. Lét hann rigna yfir þá hverri kærunni á fætur annarri fyrir margvislegan ólögmætan verkn- að. Ekki reyndust sakargiftir þessar á neinum rökum reistar, en þó fékk kaupmaður því til vegar komið með ýtni sinni, að borgarabréfin voru heimt af þeim Bjarna og verzlunarréttindi frá þeim tekin. Fékkst þetta fram með þeim forsendum, að enginn mætti fá borgarabréf, nema haim væri búsettur í þeim kaup- stað, þar sem hann ætlaði að reka verzlun. Þessum málalokum undi Bjarni Sívertsen hið versta, sem vonlegt var. Þá var og mikil óánægja toeðal bænda í Árness- og Rangárvallasýslum, sem reynt höfðu hina nýju kaupmenn að öllu góðu, og grétu það lítt, þótt einveldi Eyrarbakkakaupmanns rénaði nokkuð. Sótti Bjarni um leyfi til að reka verzl- un á heimili sínu í Selvogi, en því var þverlega synj- að. Naut hann þó bæði stuðnings Steindórs sýslu- manns og Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar, en allt kom fyrir ekki. ^ J Nú myndu flestir miðlungsmenn hafa lagt árai í bát. En Bjarni Sívertsen var úr þeim málmi gerður, sem skírist í hverri deiglu og harðnar við hverja raun. Um þessar mundir fékk hann pata af því, að losna mundi verzlunarstaður í Hafnarfirði. Lét hann nú engar tálmanir hindra för sína, hvorki menntunarskort, féleysi né róg andstæðinga, bjó föggur sínar í skyndi og lenti heilu og höldnu í „kóngsins Kaupmannahöfn" sumarið 1793. Mun hann ekki hafa legið á liði sínu, er þangað kom, enda gengu mál hans svo vel fram, að furðu þótti gegna. Það var ekki aðeins, að hann fengi verzlunarréttindi i Hafnarfirði, heldur tókst honum og að herja út all- stórt lán úr fjárhirzlum ríkisins, og notaði iþað til vörukaupa. Kom hann nú heim aftur erindi fegiim, fluttist til Hafnarfjarðar og tók að reka þar verzlun með hinum mesta skörungsskap. Gerðist hann brátt efnaður maður og færði óðum út kvíarnar. Árið 1797 stofnaði hann verzlun í Reykjavík, en hafði þó eftir sem áður aðalbækistöð í Hafnarfirði. Fékk hann gott orð fyrir lipurð og áreiðanleik í viðskiptum og kynnti sig stórum betur en þorri hinna dönsku kaupmanna. Bjarni Sívertsen hafði nú komið ár sinni vel fyrir borð. Atvinnurekstur hans stóð föstum fótum og efld- ist ár frá ári. Þetta myhdi margur maðurinn hafa látið sér nægja og ekki farið að hætta fjármunum sínum til að prófa rándýrar nýjungar, sem flestir spáðu illa fyrir. En Bjarni var kappsfullur og stórhuga. Hann lét sér ekki ægja þau verkefni, sem öðrum hraus hugur við. Atvikin höguðu því svo, að hann dvaldi nú á þeim stað, sem verið hafði vagga fyrstu tilrauna til þil- skipaútgerðar frá íslenzkum höfnum. Svo skammt var um liðið, síðan þeim tilraunum lauk, að Bjarni hlaut Gömul mynd af Hafnarfirði. Skútur á höfninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.