Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 55

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 55
Jólablað Alþýðublaðsins f f f f 55 una þrýstast inn í líkama sinn. Hann æpir upp yfir sig, og í sama bili skýtur hann kollinum upp fyrir vatnsyfirborðið. Öldungurinn stendur við hlið hans með hálftóma mundlaugina í hendinni „Ó, hvprsu ægilegar og langvinnar kvalir hafa þetta verið?“ hrópaði Asarkadon. „Langvinnar? Hvað áttu við?“ segir úldungurinn. „Þú varst að dýfa þér niður í vatnið og komst nærri því strax upp úr aftur. Sjáðu, mundlaugin er hálf- full ennþá. Skilurðu nú?“ Asarkadon þegir og horfir steini lostinn á öldung- inn. „Hefir þér nú skilizt það“, heldur öldungurinn á- fram, „að þú ert Assur og þú ert líka hermenn- irnir, sem þú hefir látið drepa. Og ekki eingöngu hermennirnir, heldur einnig villidýrin, sem þú hef- ir drepið í veiðiferðunum og étið með svallbræðr- um þínum, varst þú sjálfur. Þú hefir haldið, að líf- ið væri þín einkaeign, en ég hefi svipt blekkinga- hulunni frá augum þínum, og þér hefir lærzt að skiljast, að þú vinnur sjálfum þér mein, þegar þú vinnur öðrum mein. Það er aðeins eitt líf til, sem býr í öllum verum, og þú ræður aðeins yfir litlum hluta þessa lífs. Og aðeins það lif, sem í þér býr, er á þínu valdi. Þú getur bætt það, og þú getur spillt því. Þú bætir það með því, að þú brjótir niður þá múra, sem skilja þig frá öðrum mönnum, og lítir á þá sem hluta af sjálfum þér og lærir að elska þá. En það er ekki á þínu færi að tortíma því lífi, sém i öðr- um verum býr. Þeir, sem þú hefur látið drepa, eru horfnir sjónum þinum, en lífi þeirra er ekki tortímt. Þú ætlaðir að lengja líf þitt, en stytta líf annarra, en þú getur það ekki. Lífið er ekki bundið neinum stað, né neinum tíma. Lífið er andartak, og lífið ■— það er þúsund ár, og líf þitt og líf allra annarra sýni- legra og ósýnilegra vera er sama eðlis. Það er ekki hægt að tortíma lífinu eða breyta því, af því að það er eilíft. Allt annað er blekking11. Þegar öldungurinn hafði þetta mælt, gekk hann á brott. , Morguninn eftir bauð Asarkadon konungur, að öllum föngum yrði sleppt úr haldi og aftökum hætt. Og tveim dögum seinna kallaði hann Asúrbaripal, son sinn, til sín og fól honum stjórn ríkisins. En sjálfur hélt hann út á eyðimörkina og tók að brjóta heilann um það, sem hann hafði orðið vísari. Því næst lagði hann land undir fót í pílagrímsklæðum, um borgir og þorp, og alls staðar boðaði hann, að það væri aðeins eitt líf til, og að mennirnir ynnu aðeins sjálfum sér mein með því að vinna öðrum mein. £*^<><><><><<><><><><><><><>e<><><><><><><^^ GLEÐILEGRAJÓLA og góðs og farsæls nýjárs óskum við öllum okkar viðskiptavinum. Hi'ð íslenzka steinolíuhlutafélag. <>$*£><><><><><><><Z»£><><><Z<><><^^ GLEÐILEG JÓL! Sælgætis- og efnagerðin FREYJA h.f. >0<^<><><><><><><><><^ GLEÐÍLEG JÓL! H.f. RAFMAGN. <i&<><><<<><><><<><><<><><><><><><><<<><><><>^^ % GLEÐILEG JÓL! Verzl. Höfði h.f. <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<< 3 GLEOILEG J Ó L! Þorsteinsbúð. <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<£><*&<<<<<<<<<<<<<<<<■:« GLEÐILEG JÓL! V. Thorsteinsson & Co. <><><><>«><><><><><><><>«><««««>««««♦<<♦«<♦♦♦♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.