Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 47

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 47
Jólablað Alþýðublaðsins ® ^ ^ ® ^ ^ ^ ^ ® ^ ® ^ tT ^ ^ 47 Og við þetta varð að sitja. Engum datt í hug að leggja á heiðina, úr því að Mangi fór ekki. „En árla mun ég upp rísa,“ sagði Mangi, og mun enginn hafa dregið það í efa, að hann færi snemma af stað morguninn eftír, því hann var árrisull, þegar hann var á ferð. Er nú skemmst af að segja, að í hálfrökkri brast á blind-þreifandi-stórhríð með mikilli fannkomu. — í þá daga var algengt, að fólkið fengi sér rökkur- svefn, og svo var það að þessu sinni. Þegar Mangi hallaði sér út af, seig á hann höfgi, og lá hann þannig um stund eins og milli svefns og vöku. Stekkur hann þá skyndilega upp og segir: „Við verðum að bjarga mönnunum." „Hvaða mönnum?“ var spurt. „Það hafa þrír menn lagt upp á heiðina í dag að austan. Þegar þeir áttu stutt eftir, brast á þá stór- hríðin, og nú eru þeir orðnir villtir og vita ekkert, hvað þeir fara. Þeir eru svo illa útbúnir, að þeir deyja í nótt, ef þeir liggja úti.“ Var nú rætt um þetta um stund og voru menn tregir til að leggja út í stórhríðina, nema Mangi Hann vildi ólmur fara, og vildi fá tvo til þrjá menn með sér, því að hann kvað hina villtu menn verða senn örmagna í fannkinginu og þyrftu þeir stuðning við til að komast til bæja. Sumir reyndu að komast fyrir um það,' hvernig Mangi hefði fengið vitneskju um þetta, því enginn hafði heyrt um ferðir þessara manna, og sízt af öllu gat Mangi hafa frétt um það, þar sem hann kom að vestan og alla leið frá Húsavík þennan dag. Fá svör gaf Mangi við þessum fyrirspurnum, en hvatti heimamenn mjög til að fara með sér. Þá var honum bent á, að það væri gersamlega vonlaust að geta fundið mennina, þar sem blindhríð var úti og enginn vissi hvar þeir voru. En Mangi fullyrti, að hann gæti fundið þá, og svo var lagt af stað. Gekk Mangi á undan, en hinir fylgdu honum eftir. Og eftir rúma klukkustund fundu þeir hina villtu og örþreyttu ferðamenn og komu þeim til bæjar. Voru allir á einu máli um það, að Mangi hefði bjargað lífi þeirra, þó enginn gæti skilið, hvernig hann gat vitað um ferðir mannanna, og hvernig hann hefði farið að því að finna þá í blindhríðinni úti á víða- vangi. Einhverju sinni var Mangi sendur með bréf og peninga til amtmansins að Möðruvöllum. Ekki er kunnugt hvaðan hann lagði af stað, en fyrsta daginn hljóp hann að Laxamýri og ákvað að fara næsta dag alla leið, en slíkt mundi enginn leika hér nú á dögum. Þegar hann kom inn á móts við Akureyri, spurði hann til vegar, því að honum leizt ísinn ótraustur á Eyjafjarðará. Var honum þá sagt, að þarna væri kunnugur maður, sem væri að fara yfir um, og skyldu þeir verða samferða. Er þeir voru komnir nokkuð áleiðis, sagði Mangi: „Þessa leið fer ég ekki. Hún er hættuleg.“ Samferðamaðurinn, sem þóttist vera vel kunnugur, mótmælti ákveðið og fullyrti, að ísinn væri öruggur, og þótti hart, að ókunnugur maður skyldi leyfa sér að deila um þetta. Fór hann um það háðulegum orðum, enda sýndist ísinn vel traustur. En Mangi lét ekki hlut sinn, og skildu þar með leiðir þeirra. Komið var myrkur og sá hvorugur til hins um stund. En ekki leið á löngu, þar til Mangi heyrir ógurlegt öskur. Þykist hann vita, hvað á seiði sé og gengur á hljóðið. Kom hann þá að, þar sem ferðafélaginn var nær dauða en lífi í vök einni, og bað hann Manga í guðs nafni að draga sig upp úr. Tókst það giftusamlega og fór Mangi með mann- inn til næsta bæjar. Þriðja sagan greinir frá þvi, að Mangi var að fara í fiskiróður ásamt fleirum, og meðal þeirra var ung- lingspiltur, sem var orðinn allvanur sjómennsku. Þegar komið var ofan á „mölina“ við sjóinn, þar sem báturinn var, sá Mangi „furðu“ piltsins í morg- unskímunni, þvi að ekki var orðið fullbjart af degi. Tók hann þá piltinn á eintal, og bað hann að fara ekki á sjóinn, en piltur neitaði þvi. Mangi herti því meir að honum, og sagðist alls ekki vilja hafa hann með á sjóinn. En þetta reyndist allt árangurslaust. Pilturinn sat við sinn keip og fór á sjóinn. En hann kom aldrei aftur, því að hann féll útbyrðis í þessari ferð. Hon- um skaut aldrei upp og varð því ekki bjargað. GLEÐILEG JÓL! r H.f. HAMAR. « GLEÐILEG JÓL! HEITT & KALT. GLEÐILEG JÓL! Árni Jónsson, heildverzlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.