Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 45

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 45
jóíablað AltmttÍns W t # % t1 ^ ^ ^fp' $ ^ # ?? Frá Hlaype-Manga Fið verðum að hjarga mönnunum 99 í jólablab Alþýðublaðsins 1942 ritaði ég grein- arstúf um þennan merkilega mann, sem mun hafa verið einn 'hinn mesti þolhlaupari, er sögur fara af á landi hér. Þar getur þess, að um hann hefði birzt á prenti sagnir, bæði hér heima og í Vesturheimi, og þótt ærið merkilegar. Þar hefir verið greint nokkuð frá íþrótt hans, en þó eru margar sagnir um hann enn til, sem hvergi hafa verið birtar. í fyrrnefndri grein, bætti ég engu við áðurnefndar frásagnir, heldur sagði ég lítilsháttar frá „fjar- skyggnisgáfu“ Magnúsar, sem hann hefir haft í rík- um mæli, ef svo mætti að opði kveða. Það kom sem sé margoft fyrir, að hann g'at lýst atburðum, sem gerðust í órafjarlægð og var því líkast, sem hann ,,sæi“ þá um leið og þeir gerðust, enda þótt um eðli- lega ,,sjón“ gæti ekki verið að ræða. Það kom oft fyrir, að hann gat bókstaflega „séð“ gegnum holt og hæðir“, eins og í þjóðsögunum stendur. Hitt er þó jafnvel enn þá furðulegra, að það bar við, að hann fékk hugboð um atburðina áður en þeir gerðust í raun og veru, og gat því „sagt fyrir“ hitt og annað, er síðar kom fram. Vera má, að sumt hafi honum vitrast í draumi, en um það liggja engar heimildir fyrir, og er jafnvel líklegra, eftir sögun- um að dæma, að svo hafi ekki verið. Frá þessu er lítilsháttar greint í fyrra þætti mín- um. Og nú skal bætt nokkru við, og það tínt til, sem öruggastar heimildir greina frá. Á dögum Hlaupa-Manga var lítið um póstferð- ir hér á landi. Aðalpóstarnir fóru aðeins þrjár ferðir á ári, en aukapóstar munu engir hafa gengið, eftir því sem bezt verður vitað. Það var því næsta eðlilegt, að oft þurfti að grípa til duglegra ferða- manna til að flytja bréf, peninga og önnur erindi manna á milli. Þeir, sem mest þurftu á þessu að halda, voru prestarnir, prófastarnir og hreppstjór- arnir. Eru til munnmæli um það, að prófastarnir í Norður-Þingeyjarsýslu hafi jafnvel sent með bréf alla leið vestur að Hólum, er biskupsstóllinn var þar. Þá þurftu hreppstjórar þeirra tíma mjög á sendi- mönnum að halda, einkum með bréf til sýslumanns, umboðsmanns klausturjarða eða amtmannsins á Möðruvöllum í Hörgárdal. Benjamín Sigvaldason þjóðsagnaritari Þessar ferðir varð að fara á öllum tímum árs, og hvernig sem veður og færi var, og voru því oft mjög hættulegar, þar sem fara varð yfir fjöll og firnindi og ekkert, sem vísaði veginn, en treysta varð á meðfædda ratvísi eina saman. En slíkar ferðir, sem hér er lýst, komu margar í hlut Hlaupa-Manga um ævina. Hann var með vissu sá langduglegasti og öruggasti sendimaður, sem þá var uppi norður þar, og þó víðar væri leitað, enda var hann svo eftirsóttur, að slíks eru engin dæmi. Mangi var bóngóður og hjálpfús, og gat tæplega nokkurs manns bón neitað, svo voru heimilisástæður hans þannig, að hann mun hafa þurft á þóknuninni að halda, þó greiðslur allar í þá daga væru jafnan við nögl skornar. Einstöku heiðursmönnum gat þó farizt rausnarlega, og greiddu þeir sendimanni sín- um svo s‘em vera bar. Á ferðum þessum komst Mangi oft í hinar mestu mannraunir. En hann var alltaf hinn öruggasti á hverju sem gekk, og hjálpaði hann margoft sam- ferðamönnum sínum eða öðrum, sem voru á ferð á sömu slóðum. Allir treystu Manga og aldrei skeik- aði honum með að rata á hverju sem gekk. Einhverju sinni var Mangi í sendiferð fyrir prófastinn í N.-Þing. og var þetta um hávetur, snjór mikill á jörð og færð vond, nema á skíðum. Kom hann þá að Sandfellshaga í Öxarfirði síðla dags, og' ætlaði austur yfir Öxarfjarðarheiði. Þá voru þar fyrir einhverjir ferðalangar, er ætluðu þá þegar að leggja upp á heiðina, því að þá var byggð á henni miðri og hægt að gista þar, ef menn urðu að leggja upp síðla dags. Þóttust þeir heppnismenn, er þeir hittu Manga, og hugðust að fylgja honum eftir. Þeir urðu því mjög undrandi, þegar Mangi segir við þá: „Ég fer ekki fet héðan í kvöld, því að það brestur á blindstórhríð, áður en langt um líður.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.