Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 34

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 34
34 Jólablað Alþýðublaðsins ur í slíkum dal. Þar er rigningasamt og mun borgin draga nafn sitt af því. En Papeete mun þýða vatns- karfan. Hugtök eins og snjór, kuldi og vetur eru óþekkt á Tahiti. Þar er hiti nokkuð samur og jafn allt árið um kring, alltaf hlýtt, en sjaldan eða aldrei mjög heitt. Hafvindarnir sjá um það, að ekki verði of mollulegt og yfirleitt má segja, að loftslagið sé heil- næmt og gott. En í stað veturs og sumars hér kem- ur regntíð og þurrkatið þar. Kétt utan við Papeete er sundlaug, sem kennd er við Pierre Loti. Ég fór þangað ásamt nokkrum félögum mínum. Lækur hafði verið stíflaður svo að þar myndaðist ágæt sundlaug. Er við komum að lauginni var þar innfæddur maður með krakka sína tvo og synti hann með þau á bakinu fram og aftur um laugina. Allir voru þeir kviknaktir eins og Adam forðum. Kona hans beið þar á bakkanum. Þarna fannst mér ég sjá eðli Tahiti-búans, frum- stætt, saklaust og barnalegt. Við horfðum stundar- korn á manninn og krakkana ærslast þarna í laug- inni, svo urðu þau vör við okkur og þá flýtti mað- urinn sér upp úr, snaraði sér í fötin, tók börnin á herðar sér og svo flýttu þau sér burt. Við fórum í snatri í laugina. Þar-var stökkpallur, sem á var letrað, að maður ætti að vara sig, því þar væri djúpt. En undir pallinum gægðist grjótið upp úr vatnsborðinu. Ég nefni þetta, þó það sé ef til vill ekki í frásögur færandi. En þetta er þó glöggt dæmi þess, sem al- gengt er í hitabeltisnýlendunum, slóðaskapurinn og hirðuleysið, sem mér fannst bera meir á í frönskum nýlendum en þeim brezkum og hollenzkum nýlend- um, sem ég hefi komið í. Skammt frá lauginni er myndastytta af Pierre Loti. Gárungarnir segja,, að hún sé alls ekki af Loti, heldur af einhverjum frönskum hershöfðingja. Hafi átt að reisa hana í Frakklandi, en það farizt fyrir og hún hafi þá 'verið send til Tahiti sem stytta af Loti. Hvort þetta er satt veit ég ekki, en víst er um það, að ekki fannst mér hún lík þeim myndum, sem ég hefi séð af honum. Svo ókum við í bifreið, ef bifreið skyldi kalla, ofan í bæ á fleygiferð. Hrósaði ég happi að sleppa lifandi út úr þessu áhaldi. Þetta var ævaforn bif- reið og var yfirbyggipgin úr óhefluðum kassafjölum og viða reyrð saman með snærum. Bilstjórinn var innfæddur maður, berfættur. Hann ók með ofsa- hraða fyrir öll horn og æpti þá hástöfum, því að öðruvísi hljóðmerki var ekki hægt að gefa. Honum virtist mjög skemmt, er hann sá, að okkur líkaði ekki alls kostar aksturinn og hló svo skein í mjall- hvítar tennurnar. Okkur fannst mjög gaman að þessari bílferð, er við vorum komnir út úr farar- tækinu. . .. . y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.