Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 34

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 34
34 Jólablað Alþýðublaðsins ur í slíkum dal. Þar er rigningasamt og mun borgin draga nafn sitt af því. En Papeete mun þýða vatns- karfan. Hugtök eins og snjór, kuldi og vetur eru óþekkt á Tahiti. Þar er hiti nokkuð samur og jafn allt árið um kring, alltaf hlýtt, en sjaldan eða aldrei mjög heitt. Hafvindarnir sjá um það, að ekki verði of mollulegt og yfirleitt má segja, að loftslagið sé heil- næmt og gott. En í stað veturs og sumars hér kem- ur regntíð og þurrkatið þar. Kétt utan við Papeete er sundlaug, sem kennd er við Pierre Loti. Ég fór þangað ásamt nokkrum félögum mínum. Lækur hafði verið stíflaður svo að þar myndaðist ágæt sundlaug. Er við komum að lauginni var þar innfæddur maður með krakka sína tvo og synti hann með þau á bakinu fram og aftur um laugina. Allir voru þeir kviknaktir eins og Adam forðum. Kona hans beið þar á bakkanum. Þarna fannst mér ég sjá eðli Tahiti-búans, frum- stætt, saklaust og barnalegt. Við horfðum stundar- korn á manninn og krakkana ærslast þarna í laug- inni, svo urðu þau vör við okkur og þá flýtti mað- urinn sér upp úr, snaraði sér í fötin, tók börnin á herðar sér og svo flýttu þau sér burt. Við fórum í snatri í laugina. Þar-var stökkpallur, sem á var letrað, að maður ætti að vara sig, því þar væri djúpt. En undir pallinum gægðist grjótið upp úr vatnsborðinu. Ég nefni þetta, þó það sé ef til vill ekki í frásögur færandi. En þetta er þó glöggt dæmi þess, sem al- gengt er í hitabeltisnýlendunum, slóðaskapurinn og hirðuleysið, sem mér fannst bera meir á í frönskum nýlendum en þeim brezkum og hollenzkum nýlend- um, sem ég hefi komið í. Skammt frá lauginni er myndastytta af Pierre Loti. Gárungarnir segja,, að hún sé alls ekki af Loti, heldur af einhverjum frönskum hershöfðingja. Hafi átt að reisa hana í Frakklandi, en það farizt fyrir og hún hafi þá 'verið send til Tahiti sem stytta af Loti. Hvort þetta er satt veit ég ekki, en víst er um það, að ekki fannst mér hún lík þeim myndum, sem ég hefi séð af honum. Svo ókum við í bifreið, ef bifreið skyldi kalla, ofan í bæ á fleygiferð. Hrósaði ég happi að sleppa lifandi út úr þessu áhaldi. Þetta var ævaforn bif- reið og var yfirbyggipgin úr óhefluðum kassafjölum og viða reyrð saman með snærum. Bilstjórinn var innfæddur maður, berfættur. Hann ók með ofsa- hraða fyrir öll horn og æpti þá hástöfum, því að öðruvísi hljóðmerki var ekki hægt að gefa. Honum virtist mjög skemmt, er hann sá, að okkur líkaði ekki alls kostar aksturinn og hló svo skein í mjall- hvítar tennurnar. Okkur fannst mjög gaman að þessari bílferð, er við vorum komnir út úr farar- tækinu. . .. . y

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.