Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 57

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 57
Jólablað Alþýðublaðsins Jörgen Rosendal mm r ••• Fnour a jorou Frú Marteinsson var orðin friðarsinni. Hún hafði orðið fyrir áhrifum frá fröken Humals, sem flutti inn í íbúðina við hliðina. Frökenin hafði umboð fyrir happdrættið. Þær frú Marteinsson og hún höfðu fljótlega orðið góðar vinkonur. Fröken Humals var hávaxin og grindhoruð. Hún hafði aldrei haft heppnina með sér í skiptum sínum við karlmennina, hvort sem sökin var nú hennar eða karlmannanna. Fröken Humals hallaðist sjálf að því síðarnefnda. Hún tók þann kost að leggja fæð á karlmennina. Og það sneri huga hennar að friðarstarfsemi. ,,Það eru karlmennirnir, sem vilja berjast,“ sagði hún. ,,Ef engir karlmenn væru til, myndi aldrei koma til styrjaldar. Vér konur verðum þess vegna að halda saman móti karlmönnunum. Þá gætum við kannske smátt og smátt öðlazt þá aðstöðu í þjóðfé- laginu, að okkur auðnaðist að koma í veg yrir styrj- aldir.“ Fröken Humals var formaður í þeirri deild Frið- arvinafélags kvenna, sem starfaði í þessum bæjar- hluta. Og hún fékk strax talið frú Marteinsson á að ganga í félagið. Frú Marteinsson var lítil og holdug og hafði fjör- ugt hugmyndaflug. Sumir sögðu, að hún væri ekki sem áreiðanlegust, en það var ekki rétt hermt. Hug- myndaflugið hljóp bara einstaka sinnum í gönur með hana, svo að hún skáldaði stundum ofurlítið sjálf til að „punta upp á“ sannleikann. Frú Mar- teinsson leit sjálf svo á, að hún væri listræn að eðlisfari. I skrifborðsskúffunni hennar voru geymd nokkur ljóð. Og hún var þeirrar skoðunar, að hún mundi hafa orðið skáldkona, ef ekki hefði borið saman fundum hennar og herra Marteinsson. Nú hafði enginn tími unnizt til slíkra hluta og frú Mar- teinsson var á góðri leið með að verða hugsjúk út af sínu borgaralega lífi, þegar fröken Humals skaut upp. Hún helgaði sig friðarstarfinu af lífi og sál. Hún orti ofurlítinn ljóðaflokk, sem hún kallaði „Friður á jörðu“. Hann var lesinn upp á fundi í félaginu við mikinn fögnuð félagskvenna, sem sögðu, að hún væri listakona. Frú Marteinsson hafði ekið sér í sætinu og sagt „ó-ó“ og „nei-nei“. „Þetta væri ósköp ómerkilegt.“ En sjálfri fannst henni ákaflega mikið til um ljóðin. Hún tók að klæðast á listrænni hátt en fyrr. Hún lét legubekkinn standa á ská út frá veggnum ©g fyllti hann af púðum í öllum regnbogans litum. Þar hvíldi hún og beið eftir innblæstri til aö yrkja ný friðarkvæði. Og það varð smám saman föst regla, að á hverjum fundi væri lesið kvæði eftir frú Marteinsson. Hún varð ómissandi þátttakandi í félagsskapnum, enda var það hún, sem átti hugmyndina að „Friðar- degi heimilanna“. Á þessum degi, sem átti að vera sunnudagur, skyldu félagskonurnar einvörðungu helga sig heim- ilum sínum og láta einskis ófreistað til þess, að dag- urinn yrði sem allra hátíðlegastur. Það átti að dekra við karlmennina í mat. Það átti að leggja allt kapp á að viðhalda andrúmslofti friðsemi og eindrægni á heimilinu. Ef deilur kæmu upp, skyldi maður setj- ast í sæti sáttasemjarans og leggja ofurkapp á að sætta hina stríðandi aðila. Þessi dagur átti að færa karlmönnunum heim sanninn um það, hversu tilver- an yrði dásamleg, ef breytni allra manna markaðist af þeim anda friðarins, sem Friðarvinafélagið leit- aðist við að afla fylgi. „Frá heimilunum verður andi friðarins að koma,“ sagði frú Marteinsson. „Við verðum að byrja í smá- um stíl.“ Hugmyndin fékk góðar undirtektir og fyrsti „Frið- ardagur heimilanna“ rann upp. Fröken Humals eyddi að sjálfsögðu deginum með frú Marteinsson og fjöl- skyldu hennar. Og frú Marteinsson hafði fyrirhug- að, að þau færu öll í skógartúr. Marteinsson var alltaf svo meðfærilegur undir beru lofti. Svo óku þau út í skóg. Börnin höfðu litla fána í höndunum og frú Marteinsson hafði meðferðis skemmtilega pappírshatta, sem þau ætluðu að setja upp, meðan þau væru að borða. Vinnustúlkan sat á ökumannssætinu við hlið ökumannsins og fannst hann ansi snotur. Þau völdu sér skemmtilegan stað í skóginum og tóku upp nestið. Það var ósvikið góðgæti, sem frú Marteinsson hafði matbúið. Blóminn í því var þó kjúklingar og agúrkusalat. Frú Marteinsson hafði valið beztu kjúklingana, sem völ var á. Og þeir voru líka sannarlega ljúffengir. En sérstaklega hafði hún fyrirhugað að koma þægilega á óvart með máltíðina heima um kvöldið. Hún hafði keypt héra af sveitabónda og hérasteik ætlaði hún að bera á borð, þegar heim væri komið. Það var var glatt á hjalla þrátt fyrir smávegis óheppni. Fyrst varð þeim það á að setjast á mauraþúfu, þegar þau ætluðu að fara að snæða. Marteinsson formælti hroðalega, en tók sig á, þegar frú Marteins- son beindi til hans strengilegu friðartilliti. Frú Marteinsson flýtti sér að breiða yfir þetta óhapp með því að útbýta pappírshöttunum. Marteinsson var Tyrki með rauðan fez, sem fór illa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.